
Afturelding
2
2
Breiðablik

0-1
Óli Valur Ómarsson
'7
0-2
Ásgeir Helgi Orrason
'37
Hrannar Snær Magnússon
'44
1-2
Benjamin Stokke
'47
2-2
03.07.2025 - 19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinsson Þórðarson
Áhorfendur: 750
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinsson Þórðarson
Áhorfendur: 750
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
('66)

3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)

7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
('83)

16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
('90)


27. Enes Þór Enesson Cogic
('66)

77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 25 ár


Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
('66)

9. Andri Freyr Jónasson
11. Arnór Gauti Ragnarsson
('90)

21. Þórður Gunnar Hafþórsson
('83)

25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson
('66)

79. Róbert Agnar Daðason
- Meðalaldur 25 ár
Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Alma Rún Kristmannsdóttir
Gunnar Ingi Garðarsson
Þórður Ingason
Gul spjöld:
Hrannar Snær Magnússon ('43)
Aron Elí Sævarsson ('90)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Mosóbrósar ekki mikið fyrir það að tapa í Mosó
Hvað réði úrslitum?
Án þess að vera að spila frábærlega voru Blikar þó betri í fyrri hálfleiknum. Óli Valur skorar frábært mark og hitt skora þeir eftir fast leikatriði. Þeir virtust ná að loka á kantana hjá Aftureldingu framan af leik en það er ekkert leyndarmál að Afturelding vill koma sínum kantmönnum í 1v1 stöður. Eitthvað breyttist þó í hálfleiknum, kantarnir opnuðust fyrir Hrannar og Elmar og Afturelding tóku öll völd á vellinum þangað til alveg í lokin. Úr því sem komið var voru Afturelding líklega sáttir með stigið en ég er ekki frá því að þeir hafi átt öll þrjú skilið.
Bestu leikmenn
1. Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Blikarnir réðu ekkert við hann þegar Aftureldingu tókst lokksins að koma honum í 1 á 1 stöður á bakvörðinn sinn. Skoraði fyrra markið, lagði upp það seinna og Blikar þurftu að taka á sig tvö gul spjöld til að stoppa hann. Það er annað hvort að brjóta á honum eða sitja eftir í rykinu, enda Micky van de Ven hraði á honum.
2. Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
Þvílíkur leiðtogi sem Axel Óskar er í þessu Aftureldingarliði. Hann er á alvöru hefndartúr þetta tímabilið og er að spila gríðarlega vel. Leiðir með fordæmi og hendir sér fyrir allt auk þess að rífa stúkuna og liðið með sér áfram. Átti nokkrar góðar tæklingar og lítið við hann að sakast í mörkunum sem þeir fengu á sig. Einnig ber að nefna Anton Ara sem sá til þess að Blikar fóru ekki tómhentir heim úr Mosfellsbænum í dag.
Atvikið
Fyrsta mark Aftureldingar kom á gríðarlega mikilvægum tíma. Rétt fyrir hálfleikinn og gaf þeim byr undir báða vængi fyrir þann seinni. Sneri augnablikinu þeim í vil og þeir tóku það með sér inn í seinni hálfleikinn
|
Hvað þýða úrslitin?
Eitt stig á bæði lið sem breytir stöðu þeirra í deildinni akkúrat ekki neitt í bili. Blikarnir gætu hins vegar misst Víkingana fimm stigum frá sér, vinni þeir sinn leik í eyjum um helgina, og misst Val fram úr sér á markatölu, vinni þeir sinn leik á Ísafirði. Afturelding sitja enn í 7. sæti deildarinnar og fara upp í 18 stig, einu stigi á eftir Vestra og Fram og tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Þeir gætu misst KR fram fyrir sig, vinni þeir sinn leik gegn KA.
Vondur dagur
Í leik þar sem enginn var áberandi versti maður vallarins set ég þetta á Andra Yeoman. Fór meiddur út af eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Dóri sagði í viðtali eftir leik að þetta liti ekkert allt of vel út. Vonandi fyrir Andra og Blika að það fari betur en svo að hann sé frá í einhvern tíma en álagið er að aukast á liðið í ljósi þess að Evrópuleikirnir fara að rúlla af stað.
Dómarinn - 9
Mér fannst ÞÞÞ bara vera með þetta í teskeið satt best að segja. Reif upp kortin þegar það átti við og var ekkert að flauta að óþörfu sem gerði flæðið gott. Engin vafaatriði til að grípa í sem segir allt sem segja þarf um hans frammistöðu, stórgott!
|
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason


6. Arnór Gauti Jónsson

8. Viktor Karl Einarsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
('67)


10. Kristinn Steindórsson
('74)

15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
('67)


21. Viktor Örn Margeirsson

30. Andri Rafn Yeoman
('16)

77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 27 ár
Varamenn:
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
11. Aron Bjarnason
('74)

19. Kristinn Jónsson
('67)

23. Kristófer Ingi Kristinsson
('67)

24. Viktor Elmar Gautason
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
('16)

31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
39. Breki Freyr Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('14)
Viktor Örn Margeirsson ('57)
Valgeir Valgeirsson ('64)
Ásgeir Helgi Orrason ('85)
Rauð spjöld: