
ÍA
0
1
Fram

0-1
Vuk Oskar Dimitrijevic
'8
05.07.2025 - 14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Haraldur Einar Ásgrímsson
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Haraldur Einar Ásgrímsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson

6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
('64)

9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
('79)

17. Gísli Laxdal Unnarsson
('52)

20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
33. Arnór Valur Ágústsson
- Meðalaldur 24 ár
Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
5. Baldvin Þór Berndsen
15. Gabríel Snær Gunnarsson
('79)

18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
('52)

24. Robert Elli Vífilsson
27. Brynjar Óðinn Atlason
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
('64)

87. Styrmir Jóhann Ellertsson
- Meðalaldur 20 ár
Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic
Gul spjöld:
Hlynur Sævar Jónsson ('66)
Rauð spjöld:
95. mín
Viktor með skalla eftir hornspyrnu
Jón Gísli með flotta spyrnu og Viktor hefur pláss en það er eins og hann misreikni flugið á boltanum.
Skallinn hátt yfir
Skallinn hátt yfir
88. mín
Skagamenn eru grimmir þessa stundina
Allt annað lið sem mætti til leiks eftir hlé og Skagamenn eru líklegir til að jafna miðað við stöðuna núna.
En tíminn vinnur gegn heimamönnum.
En tíminn vinnur gegn heimamönnum.
83. mín
Arnór liggur í jörðinni
Kom hár bolti og Kennie beygir sig og Arnór lendir ofan á honum og skellur harkalega í jörðina
77. mín
Viktor með dauðafæri
Eftir undirbúning Ómars frá vinstri kantinum og Viktor fær boltann og er í þröngri stöðu en hefði hugsanlega átti að gera betur.
Skotið hans hátt yfir
Skotið hans hátt yfir
72. mín
Erik með skalla í slánna!!
Eftir hornspyrnu og boltinn skoppar fyrst í jörðina og svo í slánna
Þarna slapp Fram með skrekkinn og enginn var að dekka Erik
Góð hornspyrna hjá Rúnari
Þarna slapp Fram með skrekkinn og enginn var að dekka Erik
Góð hornspyrna hjá Rúnari
70. mín
Skagamenn að sækja í sig verðrið
Viktor Jónsson með skot sem breytir um stefnu og boltinn fer rétt svo framhjá.
Viktor Freyr fraus þarna og boltinn hefði steinlegið inni með smá heppni
Viktor Freyr fraus þarna og boltinn hefði steinlegið inni með smá heppni
66. mín
Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)

Fyrir að brjóta á Freysa.
Þetta var rosaleg rispa hjá Freysa áður en hann er tekinn niður, snéri fimm Skagamenn af sér áður en Hlynur sagði hingað og ekki lengra.
Þetta var rosaleg rispa hjá Freysa áður en hann er tekinn niður, snéri fimm Skagamenn af sér áður en Hlynur sagði hingað og ekki lengra.
64. mín
Svakaleg markvarsla hjá Viktori með fótunum
Skotið frá Hauki breytir um stefnu og á einhvern ótrúlegan hátt tekst Viktori að verja með fótunum á meðan hann er að skutla sér í hitt hornið.
Þetta var rosalegt
Þetta var rosalegt
63. mín
Haraldur Einar liggur niðri
Fékk boltann í punginn það er ekki þægilegt
En harkar þetta af sér
Þetta var vont
En harkar þetta af sér
Þetta var vont
61. mín
Ómar með hörkusprettu
Ómar þeytir upp vinstri vænginn og við það að reyna fyrirgjöf á Hauk en þá kemur Þorri og lokar vel á hann.
Flottur varnarleikur þarna hjá Þorra
Flottur varnarleikur þarna hjá Þorra
58. mín
Viktor með flottan sprett
Fær boltann eftir skyndisókn og er með Sigurjón á hælunum og reynir fyrirgjöf á Ómar Björn en boltinn siglir framhjá og út af.
Þarna munaði engu að Ómar næði til boltans.
Þarna munaði engu að Ómar næði til boltans.
57. mín
Guðni Páll lyfti rauða spjaldinu fjórum sinnum í leik Fylkis og ÍR í gær. Hér gerir hann rauða spjaldið klárt er honum var skipt inná í dag.

54. mín
Fred með frítt skot inn í teig
Ótrúlegt að Fram sé ekki búið að skora fleiri mörk.
Þarna fékk Fred frítt skot af 15 metra færi inní teig en hittir boltann illa og fer yfir og framhjá
Þarna fékk Fred frítt skot af 15 metra færi inní teig en hittir boltann illa og fer yfir og framhjá
52. mín

Inn:Marko Vardic (ÍA)
Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Lítið sést til Gísla í þessum leik
51. mín
Dómarskipting
Vilhjálmur fer út af og Guðni Kristjánsson kemur inná.
Er Vilhjálmur meiddur eða skammast hann sín?
Skipti hann sjálfum sér út af?
Hann er á hliðarlínunni að fylgjast með, ég get ekki séð að það sé neitt að honum en það er auðveldara að standa en að hlaupa
Er Vilhjálmur meiddur eða skammast hann sín?
Skipti hann sjálfum sér út af?
Hann er á hliðarlínunni að fylgjast með, ég get ekki séð að það sé neitt að honum en það er auðveldara að standa en að hlaupa
48. mín
Rúnar Kristinsson er brjálaður
Allt annað en sáttur en hann vildi fá víti þarna.
Hlynur tosar smá í Vuk þarna en ég held að þetta hafi ekki verið víti, sýndist ekki en það má deila um það
En Rúnar er trylltur.
Frábær undirbúningur hjá Freysa þarna á hægri sem átti sendinguna inn í teig ætluð Vuk.
Hlynur tosar smá í Vuk þarna en ég held að þetta hafi ekki verið víti, sýndist ekki en það má deila um það
En Rúnar er trylltur.
Frábær undirbúningur hjá Freysa þarna á hægri sem átti sendinguna inn í teig ætluð Vuk.
47. mín
Miklu meiri ákefð í heimamönnum
Það er greinilegt að Lárus Orri hafi eitthvað sagt í klefanum í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Tökum okkur 15
Góð frammistaða hjá gestunum sem hefðu hæglega geta verið nokkrum mörkum yfir
Góð frammistaða hjá gestunum sem hefðu hæglega geta verið nokkrum mörkum yfir
45. mín
Már með dauðafæri
Góð rispa hjá Róberti sem á flotta sendingu inní teig á Má sem er einn og yfirgefinn.
Skýtur fast í vinstra hornið en virkilega vel varið hjá Árna í markini
Skýtur fast í vinstra hornið en virkilega vel varið hjá Árna í markini
44. mín
Haukur Andri heppinn að sleppa átti að fá gult
Togar Sigurjón niður sem var algjör óþarfi í stöðunni boltinn hvergi nálægt
43. mín
Freysi með dauðafæri
Enn og aftur er það Haraldur sem á sendinguna frá vinstri kantinum og Freysi fær boltann og á fast skot af 11 metra færi en vel varið hjá Árna í markinu
41. mín
Fínt skot hjá Má
Fékk boltann rétt fyrir utan teig eftir hreinsaða hornspyrnu en boltinn fer framhjá
38. mín
Rúnar tæklar Símon aftan frá
Hvernig var þetta ekki spjald dómari?
Rúnar Kristins er brjálaður á hliðarlínunni og ég skil hann vel
Rúnar Kristins er brjálaður á hliðarlínunni og ég skil hann vel
34. mín
Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Fram)

Gult fyrir tæklingu þegar hann reyndi að bjarga Kennie
Hagnaðarreglu beitt og spjaldið kom seinna.
33. mín
Viktor Jónsson sloppinn í gegn en nær ekki að skjóta
Klaufagangur hjá Kennie sem á slaka þversendingu sem Viktor kemst í en hann er allt of lengi að athafna sig og leyfir Kennie að koma til baka og verjast.
Þarna átti Viktor að ger miklu betur
Þarna átti Viktor að ger miklu betur

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Haraldur Einar næstum því sloppinn í gegn
Það er bara eitt lið á vellinum þessa stundina.
Haraldur vinnur boltann á miðjunni og munaði sáralitlu að hann næði að prjóna sig í gegnum götótta vörn Skagamanna.
Erik og Hlynur gera vel í að loka á hann
Haraldur vinnur boltann á miðjunni og munaði sáralitlu að hann næði að prjóna sig í gegnum götótta vörn Skagamanna.
Erik og Hlynur gera vel í að loka á hann
28. mín
Frábær skyndisókn hjá Fram
Kraftur í Freysa sem þeytir upp völlin og sendir á Simon sem sendir á Róbert sem er frír á hægri kantinum og reynir fyrirgjöf inn í teig en hreinsað í horn
27. mín
Fram að sækja frá bæði vinstri og hægri
Heimamenn búnir að vera í vandræðum með að verjast fyrirgjöfum bæði frá hægri og vinstri.
Framara eru trek í trek að komast upp kantanna og ná að gefa fyrir.
Framara eru trek í trek að komast upp kantanna og ná að gefa fyrir.
22. mín
Haraldur Einar búinn að vera öflugur
Búinn að eiga að ég held c.a. 5 fyrirgjafir frá vinstri.
Hann er greinilega með ferskar lappir eftir að hafa fengið hvíld í síðasta leik.
Hann er greinilega með ferskar lappir eftir að hafa fengið hvíld í síðasta leik.
18. mín
Freysi með gott færi
Fyrirgjöf frá Haraldi og Oliver hreinsar en boltinn dettur fyrir fæturnar á Freysa c.a. 15 metrum frá markinu
Hins vegar hittir Freysi ekki boltann nægilega vel og hann fer vel yfir.
Hins vegar hittir Freysi ekki boltann nægilega vel og hann fer vel yfir.
14. mín
Góður sprettur hjá Ómari
Fer auðveldlega framhjá Kennie á vinstri kantinum og sendir fastan bolta inn í teig en þar er Sigurjón mættur og hreinsar.
Þetta er betra hjá heimamönnum
Þetta er betra hjá heimamönnum
10. mín
Gestirnir eru miklu betri
Fram heldur áfram að sækja og ætla sér bara að bæta í.
Skagamenn þurfa að vakna og Lárus Orri getur ekki verið sáttur með byrjunina hjá sínum mönnum
Skagamenn þurfa að vakna og Lárus Orri getur ekki verið sáttur með byrjunina hjá sínum mönnum
8. mín
MARK!

Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram)
Stoðsending: Kennie Chopart
Stoðsending: Kennie Chopart
Fram komið yfir og á ekkert minna skilið
Hornspyrna frá Haraldi og Kennie á skalla sem fer á Vuk Oskar sem á ekki í neinum vandræðum með að koma knettinum í netið af stuttu færi

6. mín
Dauðafæri hjá Freysi
Fær frían skall inn í teig eftir frábæra fyrirgjöf frá Fred á vinstri kantinum.
Boltinn fór rétt svo yfir, þarna voru Skagamenn heppnir.
Boltinn fór rétt svo yfir, þarna voru Skagamenn heppnir.
2. mín
Kennie næstum því sloppinn í gegn
En geggjuð tækling hjá Ómari Birni.
Hefði Ómar komið svona til baka undir stjórn Jóns Þórs?
Hefði Ómar komið svona til baka undir stjórn Jóns Þórs?
2. mín
Gestirnir byjra vel
Fram ætlar sér sigur hér í dag það er engin spurning, gestirnir fara vel af stað
Fyrir leik
Veðrið í dag
Það er sól og blíða á Skaganum í dag og 15 stiga hiti, hins vegar er völlurinn við sjó og það er smá hvasst líka.
Fyrir leik
Lárus leggur áherslu á vörnina
Lárus Orri forgangsraðar öguðum varnarleik ofar öllu og leggur aðaláherslu á að fá eitthvað út úr þessum leik hér í dag. Grasleikur þar sem mörk verða af skornum skammti og Epic býður undir 2.5 mörk á stuðlinum 2,70.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Lárus Orri Sigurðsson, sem stýrði Skagamönnum til sigurs í fyrsta leik sínum í boðvangnum, er með óbreytt lið frá 2-0 sigrinum á Vestra.
Marko Vardic var í banni í síðustu umferð en hann er kominn aftur í hópinn. Hann er á bekknum í dag. Jóhannes Vall er ekki í hóp vegna meiðsla.
Tvær breytingar eru gerðar á liði Fram. Israel Garcia og Jakub Byström koma á bekkinn en þeir Róbert Hauksson og Haraldur Einar Ásgrímsson koma aftur inn. Haraldur var í banni í síðasta leik.
Kyle McLagan kemur á bekkinn eftir að hafa tekið út leikbann.
Marko Vardic var í banni í síðustu umferð en hann er kominn aftur í hópinn. Hann er á bekknum í dag. Jóhannes Vall er ekki í hóp vegna meiðsla.
Tvær breytingar eru gerðar á liði Fram. Israel Garcia og Jakub Byström koma á bekkinn en þeir Róbert Hauksson og Haraldur Einar Ásgrímsson koma aftur inn. Haraldur var í banni í síðasta leik.
Kyle McLagan kemur á bekkinn eftir að hafa tekið út leikbann.
Fyrir leik
Meiðsli og bönn
Það vakti athygli að Róbert Hauksson var ekki í hóp seinast og spurning hvort hann sé meiddur?
Haraldur Einar og Kyle McLagan koma væntanlega aftur inn í hópinn en báðir voru í banni í síðustu umferð. Kyle fékk beint rautt spjald fyrir að kasta Höskuldi Gunnlaugssyni í hliðarnetið í leiknum fræga gegn Blikum.
Hjá Skagamönnum var Marko Vardic í banni í síðustu umferð en Jóhannes Vall utan hóps vegna meiðsla. Sjáum til hvað setur
Haraldur Einar og Kyle McLagan koma væntanlega aftur inn í hópinn en báðir voru í banni í síðustu umferð. Kyle fékk beint rautt spjald fyrir að kasta Höskuldi Gunnlaugssyni í hliðarnetið í leiknum fræga gegn Blikum.

Hjá Skagamönnum var Marko Vardic í banni í síðustu umferð en Jóhannes Vall utan hóps vegna meiðsla. Sjáum til hvað setur

Fyrir leik
Dómarateymið
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það skemmtilega hlutverk að dæma þenna leik
Aðstoðardómarar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Evðarðsson
Aðstoðardómarar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Evðarðsson

Fyrir leik
Spámaður vikunnar
Fótbolti.net fékk engan annan en Leiknismanninn og núverandi kennara í Versló Val Gunnarsson til að spá fyrir úrslitin í 14. umferð
Spáin hans gerir ráð fyrir markaleik 2-2 sem eru sennilega ekki ólíkleg úrslit fyrirfram.
Spáin hans gerir ráð fyrir markaleik 2-2 sem eru sennilega ekki ólíkleg úrslit fyrirfram.

Fyrir leik
Spáin fyrir mót Fram
Framarar hafa hins vegar komið skemmtilega á óvart í sumar og hafa gert frábær kaup fyrir þetta tímabil.
Liðið náði að semja við Simon Tibbling sem var á sínum tíma evrópumeistari með U-21 liði Svíþjóðar árið 2015 og spilaði með mönnum eins og Victor Lindelöf.
Framarar fengu líka Vuk Oskar Dimitrijevic og Sigurjón Rúnarsson sem hafa báðir verið frábærir í sumar. Vuk sér um að skora og Sigurjón sér um að koma í veg fyrir mörkin hinum megin
Hér er mynd af öllum þremur í leik gegn FH fyrr á árinu.
Liðið náði að semja við Simon Tibbling sem var á sínum tíma evrópumeistari með U-21 liði Svíþjóðar árið 2015 og spilaði með mönnum eins og Victor Lindelöf.

Framarar fengu líka Vuk Oskar Dimitrijevic og Sigurjón Rúnarsson sem hafa báðir verið frábærir í sumar. Vuk sér um að skora og Sigurjón sér um að koma í veg fyrir mörkin hinum megin

Hér er mynd af öllum þremur í leik gegn FH fyrr á árinu.
Fyrir leik
Spáin fyrir mót ÍA
Áður en mótið hófst var Skagamönnum spáð í efri hluta eða 6. sæti. Helsta vandamál liðsins hefur verið vörnin sem hefur fengið á sig 31 mark í sumar. Einungis KRingar hafa fengið fleiri mörk á sig en KRingum til varnar þá hafa þeir skorað rúmlega tvöfalt fleiri til að bæta upp fyrir vörnina.
Það er óhætt að fullyrða það að Skagamenn hafi valdið miklum vonbrigðum á þessu tímabili og það kostaði Jón Þór starfið sitt á dögunum.
Það er óhætt að fullyrða það að Skagamenn hafi valdið miklum vonbrigðum á þessu tímabili og það kostaði Jón Þór starfið sitt á dögunum.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna
Þessi tvö lið mættust á Lambhagavelli eða í dal draumanna eins og völlurinn er gjarnan kallaður í fyrstu umferð Bestu deildar.
Skagamenn unnu Framara 1-0 með marki frá fyrirliðanum sjálfum Rúnari Má Sigurjónssyni.
Þessa dagana er verið að auglýsa eftir þeim ágæta manni á mjólkurfernu enda hefur lítið sést til hans á þessu tímabili.
Skagamenn unnu Framara 1-0 með marki frá fyrirliðanum sjálfum Rúnari Má Sigurjónssyni.
Þessa dagana er verið að auglýsa eftir þeim ágæta manni á mjólkurfernu enda hefur lítið sést til hans á þessu tímabili.

Fyrir leik
Framarar á blússandi siglingu
Rúnar Kristinsson virðist hafa náð góðum takti með liðið sitt, sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum – með jafntefli á Kópavogsvelli á milli sigranna í leik sem Fram fékk jöfnunarmark á sig í blálokin. ( úr víti sem var aldrei víti )
Fram er komið í efri hluta Bestu deildar þökk sé góðu gengi nýlega og situr í 5. sæti fyrir þessa umferð.
Í síðustu umferð unnu Framarar ÍBV nokkuð þægilega 2-0 á heimavelli með mörkum frá Frey Sigurðssyni og Jakobi Byström.
Freysi í harðri baráttu gegn Vestra fyrr á árinu en hann er að koma gífurlega sterkur inn í Framliðið undanfarna leiki.
Fram er komið í efri hluta Bestu deildar þökk sé góðu gengi nýlega og situr í 5. sæti fyrir þessa umferð.
Í síðustu umferð unnu Framarar ÍBV nokkuð þægilega 2-0 á heimavelli með mörkum frá Frey Sigurðssyni og Jakobi Byström.

Freysi í harðri baráttu gegn Vestra fyrr á árinu en hann er að koma gífurlega sterkur inn í Framliðið undanfarna leiki.
Fyrir leik
Fyrsti heimaleikur Lárusar Orra
Þá er komið að því fyrsti heimaleikur Skagamanna á heimavelli undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar.
Hann tók formlega við eftir að ÍA steinlá á heimavelli 0-3 gegn Stjörnunni í 12. umferð.
Þetta fór vel af stað hjá Lárusi en liðið sótti þrjú dýrmæt stig á Ísafirði þegar Skagamenn unnu Vestra 2-0 með mörkum frá Ísaki Mána og Gísla Laxdal.
Ómar Björn fagnaði eins og hann hefði skorað seinna markið en við nánari skoðun var það Gísli sem potaði honum inn.
Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð sitja Skagamenn á botni Bestu deildar með 12 stig og lakari markatölu en KA, en geta með sigri komist upp úr fallsæti alla veganna tímabundið.
Hann tók formlega við eftir að ÍA steinlá á heimavelli 0-3 gegn Stjörnunni í 12. umferð.
Þetta fór vel af stað hjá Lárusi en liðið sótti þrjú dýrmæt stig á Ísafirði þegar Skagamenn unnu Vestra 2-0 með mörkum frá Ísaki Mána og Gísla Laxdal.
Ómar Björn fagnaði eins og hann hefði skorað seinna markið en við nánari skoðun var það Gísli sem potaði honum inn.

Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð sitja Skagamenn á botni Bestu deildar með 12 stig og lakari markatölu en KA, en geta með sigri komist upp úr fallsæti alla veganna tímabundið.
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
('78)

9. Róbert Hauksson
('78)

10. Fred Saraiva
12. Simon Tibbling
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
('78)

25. Freyr Sigurðsson
26. Sigurjón Rúnarsson

29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('97)
- Meðalaldur 26 ár


Varamenn:
1. Bjarki Arnaldarson (m)
36. Þorsteinn Örn Kjartansson (m)
5. Kyle McLagan
('78)

6. Tryggvi Snær Geirsson
11. Magnús Þórðarson
('78)

15. Jakob Byström
('97)

16. Israel Garcia
('78)

21. Óliver Elís Hlynsson
32. Hlynur Örn Andrason
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta
Gul spjöld:
Sigurjón Rúnarsson ('34)
Rauð spjöld: