

Arena Thun
EM kvenna
Aðstæður: 22 gráður og kvöldsól
Dómari: Alina Pesu (Rúmenía)
('79)
('46)
('46)
('72)
('61)
('46)
('79)
('61)
('46)
('72)
Kröftug byrjun og kröftugar lokamínútur í þessum leik en allt þar á milli var ekki gott.
Takk fyrir samfylgdina, minni á viðtöl í kvöld!
Þær taka þetta stutt og taka sér dágóðan tíma í þetta. Halda boltanum svo bara hjá hornfánanum og ætla að láta tímann líða.
Mark úr víti!Heyrðu erum við að fá spennu í þetta í lokin??
Rautt spjald: Marit B. Lund (Noregur)
Togar í hana.
Heyrðu dómarinn ætlar að kíkja á þetta!!
Amanda var ein á auðum sjó á miðjum teignum þarna.
Nenni ekki að láta gaslýsa mig eftir þetta mót.
— Max Koala (@Maggihodd) July 10, 2025
Þetta var hörmung frá a til ö.
Cecilía Rán á pari aðrar ekki.
Næst skrifum við söguna með HM sæti.#EMkvenna
MARK!Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís frábær og afgreiðslan hjá Hlín líka frábær!
Noregur mun líklegri að bæta við heldur en eitthvað annað eins og staðan er núna.
Hún var rangstæð og markspyrna dæmd.
MARK!Stoðsending: Signe Gaupset
Frænkur okkar í Noregi að pakka okkur saman.
240 mínútur liðnar af þessu EM móti og ein okkar tæknilega besta knattspyrnukona hefur ekki snert grasið. Getur tekið langskot, föst leikatriði, með hátt knattspyrnu IQ og skapar færi upp úr engu.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 10, 2025
Amanda myndi krydda upp á bitlausan sóknarleik okkar. pic.twitter.com/uZDFsiw4dH
Aftur eru þær með alltof mikið pláss og tíma til að refsa okkur.
Gult spjald: Marit B. Lund (Noregur)
Þetta er Sveindís sem við þekkjum!
MARK!Stoðsending: Signe Gaupset
Terland fær boltann á miðjunni, býr til pláss fyirr Maanum sem tekur góðan þríhyrning við Gaupset og fær svo nóg af tíma til að athafna sig og leggja boltann í netið.
Ekki góð byrjun á seinni hálfleiknum, því miður.
Boltinn á fjær og Guðrún skallar hann aftur fyrir.
Noregur fær hornspyrnu.
Vonumst til að fá alvöru frammistöðu síðustu 45+ mínúturnar á þessu móti takk!
Cecilía grípur hornspyrnuna.
Byrjum vel fyrstu 7 mín. Eftir það föllum við alltof langt tilbaka leyfum þeim ????????að taka leikinn yfir og förum í löngu ?? okkar sem skila engu.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 10, 2025
Sama sagan, byrjum af krafti og missum svo smátt tökin á leikjum. Erum of soft í mörgum návígjum.
???????? að hvíla leikmenn en eru samt betri
Gult spjald: Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
5 mín og 37 sek
— Pétur Rögnvaldsson (@Pedr073) July 10, 2025
Ekki gott hvað þær eru að fá mikinn tíma til að koma sér í góðar skotstöður.
Hún vinnur boltann og er að stefna á teiginn, Tuva Hansen virðist setja fótinn fyrir hana og Sveindís fellur við vítateigshornið en dómarinn sér ekkert í þessu.
MARK!Þær eru fljótar að refsa okkur.
Karólína með lélega sendingu inn á miðjunni og Norðmenn keyra í bakið á okkur.
Noregur að ná að opna okkur aðeins of mikið fyrir minn smekk síðustu mínútur.
Norðmenn koma þessu útaf og við fáum innkast.
MARK!Cecilía átti ekki breik í þetta því miður.
Allt jafnt á ný.
Cecilía grípur svo hornspyrnuna örugglega!
Pressulausar og frábærar.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 10, 2025
MARK!Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
VAR er að skoða hvort Sveindís hafi verið rangstæð, held það sé engin hætta á því.
Þetta er MAAARK, jááá!!
Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl ???????? pic.twitter.com/pRA9ksfJg5
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025
Ísland fær hornspyrnu.
Vona að frammistaðan okkar í dag verði betri en sá sem tók á sig að strauja treyjurnar.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 10, 2025
Stoltið undir, núna þarf ég að sjá frammistöðu, vilja, hungur og svo sem kannski eitt mark.
0 stig á mótinu væri svipað gott afrek og sá sem tók á sig treyjumálin.
Óska eftir smá standard. pic.twitter.com/LC7Ao352fk
Bíddu eru ekki 24 starfsmenn í kringum liðið? Gat enginn straujað nokkrar treyjur? Ég hefði alveg geta verið nr 25 og tekið með straujárnið pic.twitter.com/gXy42zh1fY
— GUGGA (@gudbjorgyyr) July 10, 2025


Byrjunarlið Noregs:
1. Cecilie Fiskerstrand (m) - Fiorentina
3. Emilie Woldvik - Rosengård
4. Tuva Hansen - Bayern München
6. Maren Mjelde - Everton
8. Vilde Bøe Risa - Atletico Madrid
16. Mathilde Harviken - Juventus
17. Celin Bizet Ildhusøy - Man Utd
18. Frida Maanum - Arsenal
19. Elisabeth Terland - Man Utd
21. Lisa Naalsund - Man Utd
22. Signe Gaupset - Brann
????#WEURO2025 pic.twitter.com/w4IGibib6w
— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 10, 2025



En samt sem áður hefur frammistaða liðsins vakið mikið umtal í heimalandinu og nágrannalöndunum og hefur liðið fengið harða gagnrýni þrátt fyrir góð úrslit.
Það er kominn tími á að vinna Noreg!

Þegar hann var spurður í enn eitt skiptið út í framtíð sína á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi í gær þá sagðist hann ekki ætla að svara spurningunni daginn eftir leik. Sagðist hann í kjölfarið verulega ósáttur við það að leikmaður Íslands hefði fengið spurningu varðandi framtíð þjálfarateymisins eftir leikinn gegn Sviss.
„Ég er mjög hreinskilinn maður og mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því daginn eftir leik hvort að hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og mér finnst hún dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig um þetta en að spyrja leikmann út í þetta finnst mér... ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota," sagði Steini og notaði svo orðið „nautheimska."
„Við ætlum bara að fokking vinna Noreg. Ég nenni þeim ekki lengur. Við spilum fyrir stoltið og þá frábæru áhorfendur sem eru hérna og þeir eiga skilið að fá sigur," sagði miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leikinn gegn Sviss og tóku fleiri leikmenn undir það.
Ísland hefur aðeins einu sinni komist upp úr riðlinum á EM í fimm tilraunum en það gerðist síðast á EM 2013 þegar Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmarkið gegn Hollandi. Það var jafnframt eini sigurleikur kvennalandsliðsins á EM til þessa.
Sá leikur var 17. júlí árið 2013.

('72)
('57)
('82)
('72)
('57)
('82)
('57)
('72)
('57)
('72)






















