Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Noregur
4
3
Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir '6
Signe Gaupset '15 1-1
Signe Gaupset '26 2-1
Frida Maanum '49 3-1
Frida Maanum '77 4-1
4-2 Hlín Eiríksdóttir '85
Marit B. Lund '94
4-3 Glódís Perla Viggósdóttir '95 , víti
10.07.2025  -  19:00
Arena Thun
EM kvenna
Aðstæður: 22 gráður og kvöldsól
Dómari: Alina Pesu (Rúmenía)
Byrjunarlið:
1. Cecilie Fiskerstrand (m)
3. Emilie Woldvik
4. Tuva Hansen
6. Maren Mjelde ('79)
8. Vilde Bøe Risa ('46)
16. Mathilde Harviken ('46)
17. Celin Bizet Ildhusøy ('72)
18. Frida Maanum
19. Elisabeth Terland ('61)
21. Lisa Naalsund
22. Signe Gaupset

Varamenn:
12. Selma Panengstuen (m)
23. Aurora Mikalsen (m)
2. Marit B. Lund ('46)
5. Marthine Østenstad ('79)
7. Ingrid Engen
9. Karina Sævik ('61)
10. Caroline Graham Hansen
11. Guro Reiten
13. Thea Bjelde
14. Ade Hegerberg
15. Justine Kielland ('46)
20. Synne Jensen ('72)

Liðsstjórn:
Gemma Grainger (Þ)

Gul spjöld:
Marit B. Lund ('64)

Rauð spjöld:
Marit B. Lund ('94)
Leik lokið!
Við förum stigalausar heim af EM 2025.

Kröftug byrjun og kröftugar lokamínútur í þessum leik en allt þar á milli var ekki gott.

Takk fyrir samfylgdina, minni á viðtöl í kvöld!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
96. mín
Noregur fær hornspyrnu.

Þær taka þetta stutt og taka sér dágóðan tíma í þetta. Halda boltanum svo bara hjá hornfánanum og ætla að láta tímann líða.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
95. mín Mark úr víti!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
ALDREI SPURNING! Glódís Perla setur boltann uppi vinstra meginn, gríðarlega örugg á punktinum.

Heyrðu erum við að fá spennu í þetta í lokin??
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
94. mín Rautt spjald: Marit B. Lund (Noregur)
Fær sitt annað gula spjald fyrir brotið á Hlín á teignum!

Togar í hana.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
94. mín
Ísland fær víti!!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
93. mín
VAR herbergið er að skoða mögulegt víti, brot á Hlín inn í teignum.

Heyrðu dómarinn ætlar að kíkja á þetta!!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
92. mín
Sveindís með boltann fyrir markið og Agla tekur hann viðstöðulaust en skotið er rétt framhjá markinu!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
91. mín
Glódís setur boltann upp völlinn og Dagný er komin upp að endalínu, hún nær að koma boltanum fyrir markið en Sveindís nær ekki til boltans.

Amanda var ein á auðum sjó á miðjum teignum þarna.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín
Að minnsta kosti 5 mínútum bætt við Síðustu 5 mínútur okkar á þessu móti. Það heyrist vel í íslenskum áhorfendum sem hafa verið geggjuð á þessu móti.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
85. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Klórum í bakkann! Sveindís með alvöru sprett frá eigin vallarhelmingi, Tuva Hansen nær ekki að halda í við hana og Sveindís leggur hann svo yfir á Hlín sem setur boltann upp í fjærhornið.

Sveindís frábær og afgreiðslan hjá Hlín líka frábær!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
82. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Berglind að spila sínar fyrstu mínútur á stórmóti!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
81. mín
Maanum fær boltann á miðjum vallarhelmingi okkar og keyrir á okkur, setur boltann til vinstri á Jensen sem er í fínu færi en á skot framhjá markinu.

Noregur mun líklegri að bæta við heldur en eitthvað annað eins og staðan er núna.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
80. mín
Norðmenn að sundirspila okkur í enn eitt skiptið og Maanum á svo skot yfir markið af stuttu færi.

Hún var rangstæð og markspyrna dæmd.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
79. mín
Inn:Marthine Østenstad (Noregur) Út:Maren Mjelde (Noregur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
77. mín MARK!
Frida Maanum (Noregur)
Stoðsending: Signe Gaupset
4-1 Gaupset finnur Maanum sem hefur allan tímann í heiminum til að taka við boltanum og koma sér nær markinu, engin setur pressu á hana og hún leggur hann þægilega framhjá Cecilíu í markinu.

Frænkur okkar í Noregi að pakka okkur saman.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Hún er komin inn á!
72. mín
Inn:Synne Jensen (Noregur) Út:Celin Bizet Ildhusøy (Noregur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
72. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Fyrstu mínútur Amöndu á þessu móti.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
72. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
71. mín
Bizet reynir að koma sér í skot en virðist misstíga sig og nær ekki skoti á markið, þetta kom eftir að við missum boltann og Noregur keyrir í bakið á okkur.

Aftur eru þær með alltof mikið pláss og tíma til að refsa okkur.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
69. mín
Woldvik með frekar ruddalega tæklingu á Karólínu og er heppin að sleppa með spjald þarna.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
67. mín
Maanum í færi! Enn og aftur erum við galopnar á miðjunni og Norðmenn keyra á okkur, Gaupset fær boltann vinstra megin og finnur Maanum inn á teig sem er í góði færi en Cecilía ver og Noregur fær hornspyrnu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
64. mín Gult spjald: Marit B. Lund (Noregur)
Togar Sveindísi niður sem var að leggja af stað upp völlinn. Loksins fær Sveindís aukaspyrnu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
63. mín
Sveindís með langt innkast og það skapast hætta á teignum en Noregur hreinsar frá rétt áður en Alexandra ætlar að koma skoti á markið.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
61. mín
Inn:Karina Sævik (Noregur) Út:Elisabeth Terland (Noregur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
58. mín
Gaupset enn og aftur að ógna hægra megin, leggur boltann á Terland sem á skot sem fer af varnarmanni og að lokum til Cecilíu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
57. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Katla Tryggvadóttir (Ísland)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
57. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
55. mín
VAR herbergið skoðar mögulega hendi inn í teig og vítaspyrnu fyrir Ísland, en það var ekkert til í því og leikurinn heldur áfram.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
54. mín
Sveindís! Sveindís með góða rispu þarna, heldur boltanum lengi og köttar inn og á fast skot sem fer rétt yfir markið.

Þetta er Sveindís sem við þekkjum!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
53. mín
Sædís setur boltann upp á Söndru Maríu sem er komin upp að endalínu og leggur boltann út í teiginn, þar vantar íslenska treyju og Noregur kemur þessu frá.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
49. mín MARK!
Frida Maanum (Noregur)
Stoðsending: Signe Gaupset
3-1 Íslenska liðið gjörsamlega sundurspilað þarna.

Terland fær boltann á miðjunni, býr til pláss fyirr Maanum sem tekur góðan þríhyrning við Gaupset og fær svo nóg af tíma til að athafna sig og leggja boltann í netið.

Ekki góð byrjun á seinni hálfleiknum, því miður.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
47. mín
Noregur fær aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu eftir að Katla var dæmd brotleg.

Boltinn á fjær og Guðrún skallar hann aftur fyrir.

Noregur fær hornspyrnu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
46. mín
Inn:Justine Kielland (Noregur) Út:Vilde Bøe Risa (Noregur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
46. mín
Inn:Marit B. Lund (Noregur) Út:Mathilde Harviken (Noregur)
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
45. mín
Hálfleikur
Noregur fer með forystuna inn í hálfleikinn Eftir góða byrjun misstum við svolítið tökin og dampinn og Noregur refsuðu okkur og fara frekar sanngjarnt með forystuna inn í hálfleik.

Vonumst til að fá alvöru frammistöðu síðustu 45+ mínúturnar á þessu móti takk!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
45. mín
Við fáum innkast, Sveindís kastar boltanum inn á teig og Ingibjörg fleytir honum lengra. Boltinn skoppar aftarlega í teignum en þarna vantaði íslenskar treyjur, Norðmenn koma þessu frá.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
45. mín
Noregur fær horn Maanum og Gaupset fara illa með íslensku vörnina og Gaupset reynir svo fyrirgjöf sem fer af Guðrúnu og aftur fyrir.

Cecilía grípur hornspyrnuna.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
44. mín
Noregur fær horn Enn eru þær að ná að opna okkur frekar auðveldlega, það kemur fyrirgjöf ætluð Gaupset en Glódís nær að setja tá í boltann og hann fer aftur fyrir.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
41. mín
Frekar rólegar mínútur og Noregur með góða stjórn á leiknum, við erum ekki að gera okkur líklegar.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
36. mín
Woldvik með háan bolta inn á teig en Cecilía örugg í teignum og grípur boltann.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
35. mín Gult spjald: Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Glódís aðeins of sein í boltann og Maanum fellur við.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
32. mín
Terland með fast skot af löngu færi sem fer vel framhjá markinu.

Ekki gott hvað þær eru að fá mikinn tíma til að koma sér í góðar skotstöður.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
31. mín
Sveindís virðist ekki geta keypt sér aukaspyrnu hjá þessum dómara!

Hún vinnur boltann og er að stefna á teiginn, Tuva Hansen virðist setja fótinn fyrir hana og Sveindís fellur við vítateigshornið en dómarinn sér ekkert í þessu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Ísland að setja góða pressu eftir markið, væri gott að ná að svara fyrir þetta mark sem fyrst.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
26. mín MARK!
Signe Gaupset (Noregur)
Úfffff Risa vinnur boltann inn á miðjunni, Gaupset fær boltann rétt fyrir utan teig og fær alltof mikinn tíma til að athafna sig og á svo hnitmiðað skot úti niður í vinstra hornið.

Þær eru fljótar að refsa okkur.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
25. mín
Maanum með hörkuskot rétt framhjá markinu!

Karólína með lélega sendingu inn á miðjunni og Norðmenn keyra í bakið á okkur.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
24. mín
Cecilía! Gaupset finnur Terland inn á miðjum teignum, hún snýr af sér varnarmann og á skot af stuttu færi sem Cecilía slær yfir markið.

Noregur að ná að opna okkur aðeins of mikið fyrir minn smekk síðustu mínútur.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
18. mín
Sveindís kastar boltanum inn á teig og Ingibjörg fleytir honum áfram, við náum ekki að gera okkur mat úr þessu og Noregur vinnur boltann.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
17. mín
Gott uppspil hjá okkar konum, Sædís kemur svo með krossinn yfir á Sveindísi sem nær að halda boltanum inná og reynir að koma boltanum inn á teiginn.

Norðmenn koma þessu útaf og við fáum innkast.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
15. mín MARK!
Signe Gaupset (Noregur)
Norðmenn jafna Risa með hornspyrnuna aftarlega í teiginn, Gaupset rífur sig frá Kötlu og er með nægt pláss til að koma góðu skoti niðri í hægra hornið.

Cecilía átti ekki breik í þetta því miður.

Allt jafnt á ný.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
14. mín
Gaupset fær boltann úti vinstra megin, sækir á Guðrúnu og kemur sér framhjá henni inn á teiginn og nær góðu skoti á markið en boltinn fer af varnarmanni og í horn.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
11. mín
Noregur fær aðra hornspyrnu Við komum fyrri hornspyrnunni frá en Noregur heldur sókninni áfram og reynir að koma boltanum aftur inn á teig en Ingibjörg skallar aftur fyrir.

Cecilía grípur svo hornspyrnuna örugglega!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
10. mín
Noregur fær hornspyrnu Norðmenn sækja hinumegin og eru lausar í teignun, Glódís kemur boltanum aftur fyrir.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
6. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
ÞARNAAAA!! Karólína með hornspyrnuna út í miðjan teiginn, Alexandra með hörkuskalla sem Fiskestrand þarf að hafa sig alla við að verja en Sveindís Jane er vel staðsett og leggur boltann í netið.

VAR er að skoða hvort Sveindís hafi verið rangstæð, held það sé engin hætta á því.

Þetta er MAAARK, jááá!!

6. mín
Dauðafæri!! Sveindís vinnur boltann, hleypur á vörnina og er með Kötlu með sér vinstra megin, leggur boltann á hárréttum tímapunkti út á Kötlu sem er í dauðafæri en Fiskerstrand sér við henni!

Ísland fær hornspyrnu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
4. mín
Það er athyglisvert að Katla er fremsti maður Íslands og Sandra María er á vinstri kanti. Sveindís er hægra megin.
3. mín
Norðmenn í ágætri sókn, ná að spila sig í gegnum okkur og koma sér inná teig en við komum hættunni frá.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
1. mín
Alexandra reynir skot af löngu færi en það er alltaf á leiðinni vel yfir markið.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
1. mín
Leikur hafinn
Lokaleikurinn okkar á EM 2025 er farinn af stað Katla Tryggva sparkar þessu í gang.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl og við förum að byrja þetta.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Gæsari! Upphitun lokið. Ég er kominn heim í hátalarakerfinu og íslenskir stuðningsmenn taka vel undir. Þetta er alltaf gæsari!
Fyrir leik
Munum eiga stúkuna Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar, mætti til Thun í dag og er byrjaður að syngja og tralla fyrir leik. Íslensku stuðningsmennirnir munu eiga stúkuna hér í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Kynning á Kötlu Hérna er smá kynning á Kötlu sem er yngsti leikmaður íslenska hópsins á EM. Hún byrjar í kvöld gegn Noregi.

Fyrir leik
Það er búið að vera geggjað veður hér í Thun í dag. Það eru um 22 gráður og sólin að setjast. Umhverfið er virkilega fallegt í kringum völlinn.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Noregur hristir upp í liðinu sínu Noregur er búið að vinna riðilinn og getur því leyft sér að rótera liðinu aðeins í kvöld. Það eru samt sem áður engir aukvissar sem byrja hjá þeim í kvöld eins og má sjá á félagsliðunum sem leikmennirnir spila fyrir; þarna eru til dæmis þrír leikmenn Manchester United.

Byrjunarlið Noregs:
1. Cecilie Fiskerstrand (m) - Fiorentina
3. Emilie Woldvik - Rosengård
4. Tuva Hansen - Bayern München
6. Maren Mjelde - Everton
8. Vilde Bøe Risa - Atletico Madrid
16. Mathilde Harviken - Juventus
17. Celin Bizet Ildhusøy - Man Utd
18. Frida Maanum - Arsenal
19. Elisabeth Terland - Man Utd
21. Lisa Naalsund - Man Utd
22. Signe Gaupset - Brann
Fyrir leik
Katla fær tækifærið Katla Tryggvadóttir fær tækifærið í kvöld. Hún er tvítug og er fyrirliði Kristianstad í Svíþjóð. Virkilega spennandi leikmaður.

Mynd: KSÍ
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Risaleikur hinum megin Sviss og Finnland mætast á sama tíma en það verður virkilega áhugaverður leikur. Bæði lið eru með þrjú stig og er þetta bara hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið fari áfram. Sviss dugir jafntefli en ef þú spyrð mig, þá vona ég að Finnland fari áfram. Hafa heillað mig mikið á þessu móti.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Gríðarleg stemning Það var ótrúlega gaman að labba í gegnum stuðningsmannasvæði Íslands í Thun í dag. Þetta byrjaði svolítið rólega en þegar líða tók á daginn þá fóru íslenskir stuðningsmenn að fjölmenna og það myndaðist eiginlega bara þjóðhátíðarstemning í miðbæ Thun. Íslendingar verða í meirihluta í stúkunni í kvöld og við ætlum að enda þetta með stæl.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þær norsku verið harðlega gagnrýndar Noregur hefur náð markmiði sínu að komast áfram úr riðlinum á Evrópumótinu í Sviss. Liðið er búið að vinna riðilinn fyrir leik sinn gegn Íslandi í kvöld.

En samt sem áður hefur frammistaða liðsins vakið mikið umtal í heimalandinu og nágrannalöndunum og hefur liðið fengið harða gagnrýni þrátt fyrir góð úrslit.

Fyrir leik
Höfum spilað við þær tvisvar á árinu Ísland hefur tvisvar mætt Noregi á þessu ári í Þjóðadeildinni og enduðu þeir leikir báðir með jafntefli. Fyrri leikurinn á Þróttaravelli endaði með markalausu jafntefli þar sem íslenska liðið var sterkara og seinni leikurinn í Þrándheimi endaði 1-1 þar sem Ísland var lengi vel með forystuna.

Það er kominn tími á að vinna Noreg!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hiti á fréttamannafundi í gær Það var smá hiti á fréttamannafundi Íslands í gær. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur síðustu daga verið spurður út í framtíð sína eftir vonbrigðin á Evrópumótinu.

Þegar hann var spurður í enn eitt skiptið út í framtíð sína á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi í gær þá sagðist hann ekki ætla að svara spurningunni daginn eftir leik. Sagðist hann í kjölfarið verulega ósáttur við það að leikmaður Íslands hefði fengið spurningu varðandi framtíð þjálfarateymisins eftir leikinn gegn Sviss.

„Ég er mjög hreinskilinn maður og mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því daginn eftir leik hvort að hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og mér finnst hún dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig um þetta en að spyrja leikmann út í þetta finnst mér... ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota," sagði Steini og notaði svo orðið „nautheimska."



Fyrir leik
Nennum þeim ekki lengur Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil þá er íslenski hópurinn staðráðinn í að vinna leikinn á morgun og enda mótið með stæl. Það mátti heyra strax á leikmönnum eftir leikinn gegn Sviss á dögunum sem tapaðist 2-0.

„Við ætlum bara að fokking vinna Noreg. Ég nenni þeim ekki lengur. Við spilum fyrir stoltið og þá frábæru áhorfendur sem eru hérna og þeir eiga skilið að fá sigur," sagði miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leikinn gegn Sviss og tóku fleiri leikmenn undir það.

Fyrir leik
4376 dagar Í dag eru 4376 dagar síðan íslenska kvennalandsliðið vann síðast leik á stórmóti og komst síðast upp úr riðlinum á Evrópumótinu.

Ísland hefur aðeins einu sinni komist upp úr riðlinum á EM í fimm tilraunum en það gerðist síðast á EM 2013 þegar Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmarkið gegn Hollandi. Það var jafnframt eini sigurleikur kvennalandsliðsins á EM til þessa.

Sá leikur var 17. júlí árið 2013.

Fyrir leik
Varstu búin/n að hlusta? Undirritaður tók upp hlaðvarp með Eddu Sif og Einari Erni á RÚV eftir vonbrigðin gegn Sviss. Hægt er að hlusta á það á öllum hlaðvarpsveitum og með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Fyrir leik
Mikil vonbrigði Þetta mót hefur verið mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst. Við töpuðum gegn Finnlandi í fyrsta leik og svo gegn Sviss í leik tvö. Eftir tapið gegn Sviss varð það ljóst að við ættum ekki lengur möguleika á því að fara áfram. Noregur hins vegar hefur spilað illa og er búið að vinna báða leikina sína.

Mynd: EPA
Fyrir leik
JÆJA Þá er komið að síðasta leik Íslands á Evrópumótinu í Sviss. Hann er gegn Noregi og það væri gaman að vinna hann.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála í þessari textalýsingu.

Mynd: EPA
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('72)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Sædís Rún Heiðarsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('72)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('82)
15. Katla Tryggvadóttir ('57)
16. Hildur Antonsdóttir ('57)
18. Guðrún Arnardóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('82)
9. Diljá Ýr Zomers
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('57)
11. Natasha Anasi
11. Natasha Anasi
14. Hlín Eiríksdóttir ('72)
17. Agla María Albertsdóttir ('57)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('72)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir
Tinna Mark Antonsdóttir
Hafsteinn Steinsson

Gul spjöld:
Glódís Perla Viggósdóttir ('35)

Rauð spjöld: