Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Þróttur R.
3
2
Keflavík
Aron Snær Ingason '32 1-0
1-1 Marin Mudrazija '35
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal '58 2-1
Kári Kristjánsson '86 3-1
3-2 Eiður Orri Ragnarsson '88
Sindri Kristinn Ólafsson '94
11.07.2025  -  19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað en sólin skín í gegn. Rennislétt og blautt gervigras
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Aron Snær Ingason (Þróttur)
Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson
8. Baldur Hannes Stefánsson (f)
9. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
21. Brynjar Gautur Harðarson
25. Hlynur Þórhallsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('73)
32. Aron Snær Ingason ('90)
33. Unnar Steinn Ingvarsson ('65)
80. Liam Daði Jeffs ('65)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Njörður Þórhallsson ('73)
6. Emil Skúli Einarsson
7. Eiður Jack Erlingsson ('65)
10. Jakob Gunnar Sigurðsson ('65)
22. Kári Kristjánsson ('46)
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('90)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla
Stefán Þórður Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:
Brynjar Gautur Harðarson ('29)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Fullt af atvikum í 50-50 leik sem Þróttarar vinna
Hvað réði úrslitum?
Þetta var mjög jafn leikur og ekki mikið um dauðafæri. Þróttarar nýttu sín færi betur og uppskáru sigurinn. Keflavík náði að gera leikinn spennandi í lokinn með því að minnka munninn strax eftir að Þróttarar komust í 3-1, en það reyndist ekki nóg.
Bestu leikmenn
1. Aron Snær Ingason (Þróttur)
Aron skoraði fyrsta markið, og átti líka mjög stóran þátt í öðru markinu. Hann er alltaf gríðarlega mikilvægur sóknarleik Þróttara.
2. Kári Kristjánsson (Þróttur)
Kári kom inn á í hálfleik ný búinn að jafna sig af einkirningssótt. Hrottaleg veikindi, sem undirritaður getur vottað um að er ekkert djók að ganga í gegnum. Hann leggur upp mark númer tvö og skorar svo það sem reyndist vera sigur markið.
Atvikið
Rauða spjaldið á Sindra Kristinn í uppbótartíma. Alvöru skógarhlaup hjá honum, þar sem hann bæði fer í boltann með höndinni og hann stöðvar hlaup Jakobs. Eins og Jakob sagði í viðtali eftir leik, í raun bara tvö rauð í einu.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttarar fara upp í fjórða sætið og eru aðeins fjórum stigum á eftir toppsætinu. Keflavík dregst aðeins aftur úr toppbaráttunni, eru þremur stigum á eftir Þrótturum, og sjö stigum á eftir toppsætinu.
Vondur dagur
Sindri Kristinn Ólafsson, fær til að byrja með á sig þrjú mörk þar sem hann átti líkast til að gera betur í fyrsta markinu. Svo lendir hann í tveimur atvikum þar sem ég tel hann heppinn að sleppa með rauða spjaldið í fyrsta skiptið en fær svo rautt í seinna skiptið.
Dómarinn - 6
Mig langaði að gefa Gunnari Odd og félögum háa einkunn þar sem tilfinningin mín á vellinum var að þeir hefðu dæmt þennan leik frábærlega. Hins vegar eftir nánari skoðun á tveim atvikum verða þeir að lækka í einkunn. Keflavík skorar mark sem virðist hafa verið fullkomlega löglegt, en þeir dæma rangstöðu. Svo er það fyrra atvikið með Sindra Kristinn, hann fer alveg greinilega með takkana í Baldur Hannes og mér finnst hann eiga að fá rautt þar.
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon ('67)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('67)
14. Marin Mudrazija ('78)
18. Ernir Bjarnason
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
25. Frans Elvarsson (f) ('95)
92. Kári Sigfússon
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m) ('95)
5. Stefán Jón Friðriksson
7. Gabríel Aron Sævarsson ('78)
10. Stefan Ljubicic ('67)
19. Edon Osmani
23. Eiður Orri Ragnarsson ('67)
42. Baldur Logi Brynjarsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Marin Brigic ('45)

Rauð spjöld:
Sindri Kristinn Ólafsson ('94)