Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Leiknir R.
1
1
Þróttur R.
0-1 Kári Kristjánsson '4
Shkelzen Veseli '61 1-1
18.07.2025  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Róbert Quental Árnason
10. Shkelzen Veseli ('80)
19. Axel Freyr Harðarson ('69)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
25. Dusan Brkovic
43. Kári Steinn Hlífarsson ('80)
45. Djorde Vladisavljevic
55. Anton Fannar Kjartansson ('85)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
3. Bogdan Bogdanovic
6. Jón Arnar Sigurðsson ('85)
8. Sindri Björnsson ('80)
9. Jóhann Kanfory Tjörvason ('69)
11. Gísli Alexander Ágústsson
14. Davíð Júlían Jónsson ('80)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Nemanja Pjevic
Ari Þór Kristinsson
Halldór Fannar Júlíusson
Konráð Grétar Ómarsson
Arnar Haukur Sævarsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('54)
Ágúst Þór Gylfason ('72)
Patryk Hryniewicki ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 í Breiðholtinu Viktor Andri tekur spyrnuna sem fer beint í vegginn og aftur fyrir markið. Twana ákveður að leyfa Þrótturum ekki að taka hornið og flautar leikinn strax af. Nokkuð sanngjarnt jafntefli heilt á litið. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín Gult spjald: Patryk Hryniewicki (Leiknir R.)
+3 Dusan í allskonar vandræðum með að koma boltanum frá sér og Þróttarar vinna af honum boltann og Patryk hefur engra annars kosta völ en að stoppa þá sókn og Þróttarar fá aukaspyrnu á fínum stað.
90. mín
+2 Aron Snær með boltann fyrir markið en þar er enginn sem ræðst á hann
90. mín
+1 Við fáum þrjár mínútur í uppbót
90. mín
Þróttarar aðgangsharðir þessar síðustu mínútur.
90. mín
Skallatennis inn í teig Leiknis endar á því að þeir þá loksins að hreinsa frá.
90. mín
Þróttarar halda áfram að sækja og Aron Snær fær hann, fer upp að endalínu og reynir að finna samherja út í teiginn en þar eru þeir fáir og sóknin renndur út í sandinn
88. mín
Dusan er sestur og er greinilega eitthvað tæpur en neitar þó að fá skiptingu. Teigir aðeins á og stendur upp.
87. mín
Eiríkur reynir að finna Aron Snæ inn fyrir varnarlínu heimamanna en boltinn er of fastur og beint á Ólaf Íshólm.
86. mín
Dauðafæri Aron Snær í dauuuðafæri eftir að hafa sloppið inn fyrir en hittir ekki markið
85. mín
Inn:Jón Arnar Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Anton Fannar Kjartansson (Leiknir R.)
85. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
84. mín
Vilhjálmur Kaldal með fyrirgjöf en finnur ekki samherja og boltinn aftur fyrir.
83. mín
Róbert Quental með bolta inn á teiginn sem er ætlaður Jóhanni Kanfory en hann er of fastur og fer aftur fyrir.
82. mín
Anton Fannar í góðri fyrirgjafarstöðu en setur boltann beint í Baldur
80. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
80. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
78. mín
Kári tekur hornið á fjær þar sem Aron Snær reynir að skalla boltann aftur fyrir en boltinn kallaður frá.
78. mín
Boltinn frá Kára er á fjær þar sem Leiknismenn skalla frá en setja hann aftur fyrir hinum megin og Þróttarar fá annað horn.
78. mín
Patryk og Aron Snær í baráttunni við endalínuna og Þróttarar fá horn.
76. mín
Aron Snær er ákafur inn í teig heimamanna, vinnur boltann og nær skoti á markið en Ólafur Íshólm ver.
74. mín
Jóhann Kanfory kemur sér í skotstöðu inn í teig en Hlynur kemur sér fyrir skotið.
73. mín
Jóhann Kanfory liggur eftir og Leiknismenn ærast yfir því að fá ekki aukaspyrnu
72. mín Gult spjald: Ágúst Þór Gylfason (Leiknir R.)
69. mín
Inn:Jóhann Kanfory Tjörvason (Leiknir R.) Út:Axel Freyr Harðarson (Leiknir R.)
65. mín
Inn:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Hrafn Tómasson (Þróttur R.) Út:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Við bjóðum Hrafn Tómasson velkominn til baka eftir krossbandaslit!!
62. mín
Leiknismenn fara upp hinum megin þar sem Róbert Quental reynir bolta inn í teiginn utan af velli en sendingin er of föst og fer aftur fyrir.
62. mín
Þróttara sækja upp hinum megin þar sem Unnar Steinn á skalla yfir markið.
61. mín MARK!
Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Heimamenn jafna! Axel Freyr Harðarson gerir vel og vinnur boltann á miðjunni. Hann keyrir upp með boltann og þræðir síðan Shkelzen í gegn sem tekur snertingu fram hjá Þórhalli og rennir honum svo í markið
60. mín
Djorde Vladisavljevic með afleita skottilraun langt fyrir utan teig sem fer framhjá
59. mín
Boltinn kemur inn í úr hornspyrnunni og Leiknismenn koma boltanum á markið en Þórhallur ver vel.
59. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu úti hægra megin sem Shkelzen tekur inn á teiginn. Þróttarar skalla frá en það er þó ekki langt og Leiknismenn halda áfram sókninni og fá horn á endanum.
54. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Ég bara hreinlega veit ekki hvað hann er að spjalda á, hlýtur eiginlega að vera fyrir kjaft eða eitthvað slíkt af því að Twana bara stoppaði leikinn og reif upp kortið, ekkert sem var í gangi
53. mín
Þróttarar sækja hratt og Liam Daði er kominn einn inn fyrir, Ólafur er kominn langt út úr markinu og Liam ætlar að setja boltann yfir hann en skotið er of fast og fer yfir markið.
52. mín
Axel tekur spyrnuna á fjær þar sem Patryk er aleinn og fær frían skalla en skallinn er alls ekki góður og beint á Þórhall.
52. mín
Leiknismenn halda áfram að sækja og uppskera hornspyrnu
51. mín
Dagur Ingi með frábæran snúning og er svo nálægt því að snúa Kolbein Nóa af sér en Kolbeinn gerir vel og tekst að loka fyrir skot.
50. mín
Brynjar Gautur vinnur horn fyrir Þrótt.

Kári tekur spyrnuna stutt, fær hann aftur og fyrirgjöfin er svo ekki nægilega góð og Leiknismenn skalla frá.
48. mín
Spyrnan kemur á fjær þar sem mér sýnist Leiknismaður fá hann í sig, boltinn skýst upp í loftið og Ólafur Íshólm grípur hann.
47. mín
Eiríkur fær boltann úti hægra megin, keyrir upp kantinn og vinnur horn
46. mín
Við erum komin aftur af stað í Breiðholtinu.
45. mín
Hálfleikur
0-1 fyrir gestunum í hálfleik. Sanngjörn forysta alveg klárlega þrátt fyrir rispur Leiknismanna hér og þar. Vonandi verður seinni hálfleikurinn meiri skemmtun en sá fyrri.
45. mín
SLÁIN +1

Aron Snær er með boltann vinstra megin í teignum, cutar inn og lætur vaða en boltinn í slána og aftur fyrir. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og Þróttur fær horn. Þeir ná þó ekki að nýta hornið
45. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu sem Shkelzen Veseli tekur inn á teiginn þar sem Dagur Ingi á skalla yfir
44. mín
Brynjar Gautur með fínan bolta fyrir mark Leiknismanna en Ólafur Íshólm handsalar hann
44. mín
Dagur er staðinn upp og ætlar að halda leik áfram
42. mín
Dagur Ingi liggur óvígur eftir í kjölfar samstuðs við varnarmann Þróttar og Leiknismenn setja boltann út fyrir svo hann geti fengið aðhlynningu.
40. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu úti hægra megin í línu við vítateiginn, boltinn kemur inn í en skallinn er yfir.
37. mín
Enn og aftur fá Þróttarar horn. Aron Snær næ skallanum en hann fer í bakið á Hlyni og Leiknismenn sækja hratt. Sóknin endar svo á fyrirgjöf frá Róberti Quental sem fer beint í fangið á Þórhalli
36. mín
Þróttarar sækja hratt og Viktor Steinar finnur Liam Daða inn á teignum en Leiknismenn loka vel á hans möguleika á skoti sem verður til þess að hann þarf að snúa sér frá markinu. Axel Freyr vinnur þá boltann og eftir smá klafs fyrir utan teiginn fá Þróttarar aukaspyrnu sem Kári setur í vegginn og aftur fyrir. Hann tekur svo líka hornið sem er skallað frá
34. mín
Þróttarar bjarga á línu! Ég sá ekki betur en að Þórhallur væri sigraður þarna en rauð og hvít treyja kom á siglingu fyrir aftan hann og tæklar boltann frá.
33. mín
Leiknismenn fá horn en engin hætta verður úr því
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Kári Kristjáns á spyrnuna sem er inn í hættusvæðið en skallinn frá Þrótturum í varnarmann og aftur fyrir. Þeir taka svo hitt hornið og ná ekki að skapa hættu úr því.
29. mín
SLÁIN Aron Snær keyrir upp hægri kantinn og kemur boltanum fyrir. Þar er Kári Kristjáns sem á einhvern furðulegan hátt fær hann í sig og þaðan fer hann í slána, Þróttarar fá svo horn sem ekkert verður úr en vinna þó aðra hornspyrnu strax á eftir
27. mín
Viktor Steinarsson er kominn upp að endalínu og á fyrirgjöf á Liam sem nær ekki til hans
26. mín
Kári Kristjáns tekur spyrnuna út í teiginn þar sem Unnar Steinn á skalla en hann er ekki nægilega góður og Ólafur Íshólm í engum vandræðum
26. mín
Þróttarar fá hornspyrnu
26. mín
Þórhallur er fljótur að negla markspyrnunni fram á Liam Daða sem er einn á einn en nær ekki að gera sér mat úr því
25. mín
Shkelzen Veseli tekur spyrnuna á fjær þar sem Kári Steinn á skalla fram hjá
25. mín
Axel á skot á markið sem fer í varnarmann á leiðinni sem gerir Þórhalli erfitt fyrir í markinu en hann gerir vel og kemur boltanum í horn
21. mín
Axel tekur hornið á fjær en Þórhallur rís hæst og blakar boltanum aftur fyrir sig og Þróttarar ætla að sækja hratt en það er stoppað strax við fæðingu
20. mín
Kári tekur örfá spor með boltann inn á teig Þróttara og vinnur horn á endanum.
18. mín
Þeir ná ekki að búa til hættu úr horninu. Róbert Quental kemur boltanum aftur fyrir en Þórhallur kýlir hann frá.
18. mín
Leiknismenn eiga sitt fyrsta skot á mark en það fer af varnarmanni og aftur fyrir
15. mín
Kári reynir stungusendingu á Aron Snæ en sendingin er of föst og endar hjá Ólafi Íshólm
13. mín
Þeir taka spyrnuna stutt á Unnar Stein sem setur hann inn í en sóknarbrot dæmt á Þróttara
13. mín
Kári Kristjáns með góðan snúning og Patryk Hryniewicki sparkar löppunum undan honum, Þróttarar fá aukaspyrnu
11. mín
Spyrnan fer ekki yfir fyrsta mann en Þróttarar ná ekki að hreinsa almennilega. Boltinn berst aftur fyrir og þar er eitthvað klafs sem endar með veiku vítakalli frá Leiknismönnum og Þróttarar koma boltanum frá á endanum.
11. mín
Kári Steinn með fínan bolta inn fyrir á Róbert Quental sem vinnur horn
8. mín
Leiknismenn ná aðeins að halda í boltann hérna eftir markið.
4. mín MARK!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Liam Daði Jeffs
Þetta tók ekki langan tíma Klaufagangur í uppspili Leiknismanna og Dusan gefur Þrótturum boltann á silfurfati. Eiríkur kemst inn í sendingu út úr vörninni, finnur Liam sem er fljótur að átta sig á plássinu sem Leiknismenn skilja eftir á milli miðvarðanna, Kári Kristjáns fær boltann fyrir utan teiginn og klárar vel, stöngin inn
3. mín
Kári tekur spyrnuna inn á markteiginn en Leiknismenn skalla frá
3. mín
Enn og aftur er Eiríkur í fyrirgjafarstöðu og nú vinnur hann horn
3. mín
Aftur er Eiríkur í fínni fyrirgjafarstöðu en finnur ekki samherja
3. mín
Leikurinn er í beinni á Livey!


 

1. mín
Eiríkur á fyrirgjöf frá hægri fyrir mark heimamanna en finnur ekki samherja inn í boxinu
1. mín
Twana flautar þetta í gang og gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Atli Þór Jónasson, leikmaður Víkings, er spámaður umferðarinnar og hann spáir heimasigri.

Leiknir 2 - 1 Þróttur
Leiknir vinnur loksins leik, Róbert Quental með tvennu.

Spáin í heild sinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Gústi Gylfa gerir eina breytingu á sínu liði frá því í síðasta leik en inn í liðið en Dusan Brkovic kemur inn í byrjunarliðið og Aron Einarsson kemur út.

Sigurvin Ólafsson gerir þá tvær breytingar á sínu liði en hjá honum koma inn í liðið Viktor Steinarsson og svo endurheimta Þróttarar Kára Kristjánsson sem er gríðarlega mikilvægt fyrir þá. Viktor Andri Hafþórsson og Sigfús Árni Guðmundsson fá sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Hrafn Tómasson kominn í Þrótt. Hrafn Tómasson, lánsmaður úr KR, gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt í kvöld. Hann sleit krossband í fyrra og gæti leikurinn í kvöld verið hans fyrsti síðan í apríl í fyrra.

Hrafn Tómasson í Þrótt R. (Staðfest)

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Þróttur Þróttarar hafa verið nokkuð ófyrirsjáanlegir í sumar en þeir eru með sex sigra, þrjú jafntefli og þrjú töp eftir tólf leiki. Þeir sitja í 4. sæti deildarinnar eins og staðan er í dag, fjórum stigum frá toppnum og aðeins þremur stigum fyrir ofan 6. sætið. Þeir fengu Keflvíkinga heim í Laugardalinn í síðasta leik sem þeir unnu 3-2.
Mynd: Hrefna Morthens

Fyrir leik
Leiknir Leiknismenn hafa verið í alvöru brasi í sumar og eru aðeins búnir að vinna tvo leiki. Síðasti sigur þeirra koma gegn Fylki 4. júní en það var fyrsti leikur Gústa Gylfa með liðið, síðan þá hafa þeir tapað fjórum og gert tvö jafntefli. Þeir sóttu Þórsara heim í Bogann í síðasta leik en sá leikur endaði 2-0 fyrir heimamenn. Leiknismenn sitja á botni deildarinnar á markatölu einu stigi frá öruggu sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Twana Khalid Ahmed stjórnar flautukonsertnum í kvöld og honum til aðstoðar eru AD1, Bergur Daði Ágústsson, og AD2, Kristofer Bergmann. Þá er Sigurður Hannesson eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
13. umferð Lengjudeildarinnar


föstudagur 18. júlí
18:00 HK-Þór (Kórinn)
19:15 Grindavík-Selfoss (Vogaídýfuvöllurinn)
19:15 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
19:15 Fylkir-Njarðvík (tekk VÖLLURINN)
19:15 Leiknir R.-Þróttur R. (Domusnovavöllurinn)

laugardagur 19. júlí
16:00 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Leiknis og Þróttar í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson
8. Baldur Hannes Stefánsson (f)
20. Viktor Steinarsson
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson ('85)
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson ('65)
80. Liam Daði Jeffs ('65)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Njörður Þórhallsson
6. Emil Skúli Einarsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('85)
24. Hrafn Tómasson ('65)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('65)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla
Hans Sævar Sævarsson
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:

Rauð spjöld: