Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Víkingur R.
1
2
Valur
0-1 Albin Skoglund '40
Ingvar Jónsson '44
Erlingur Agnarsson '65 1-1
1-2 Patrick Pedersen '89
20.07.2025  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
7. Erlingur Agnarsson
11. Daníel Hafsteinsson ('79)
15. Róbert Orri Þorkelsson ('66)
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('79)
24. Davíð Örn Atlason ('66)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson ('45)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m) ('45)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('66)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('79)
10. Pablo Punyed ('79)
17. Atli Þór Jónasson
19. Þorri Ingólfsson
34. Ívar Björgvinsson
36. Óskar Borgþórsson ('66)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('27)
Róbert Orri Þorkelsson ('42)
Tarik Ibrahimagic ('72)
Valdimar Þór Ingimundarson ('77)
Óskar Borgþórsson ('95)

Rauð spjöld:
Ingvar Jónsson ('44)
Leik lokið!
VALSMENN Á TOPPINN! Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka, þvílíkur leikur sem við fengum hér í Víkinni. Valsmenn fara með sigur af hólmi, nú eru þrjú lið jöfn á toppi deildarinnar með 30 stig, en Valsmenn með bestu markatöluna!
95. mín
Sé ekki jöfnunarmark í kortunum, viðurkenni það.
95. mín Gult spjald: Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Fer ansi hressilega í Jakob Franz og fær að líta gula spjaldið.
91. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Túfa þéttir raðirnar!
91. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
90. mín
Fimm mínútum bætt við!
89. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
KLAUFALEGIR VÍKINGAR! Senur!

Sveinn Gísli ætlar að skalla frá, nema hvað boltinn fer í Ekroth og berst þaðan á Patrick sem er aleinn í teignum og skorar auðvitað!

Fjórtanda mark Pedersen í deildinni!
88. mín
Valsmenn meira með boltann og þjarma að Víkingum þessa stundina.
85. mín
Ekroth liggur niðri og þarfnast aðhlynningar, sýnist þetta vera aftan í læri.
83. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (Valur)
Tómas Bent á leiðinni í leikbann, fjórða spjaldið hans í sumar.
79. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
79. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
78. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað! Valsmenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Víkinga. Adam Ægir tekur en spyrnan fer beint í vegginn!
77. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stöðvar sókn Valsmanna og fer í bókina góðu.
75. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Bjarni Mark Duffield (Valur)
75. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
74. mín
Mark dæmt af Valsmönnum! Klafs í teignum eftir hornspyrnu, en Valsmenn koma boltanum í netið en Vilhjálmur Alvar dæmir rangstöðu á Orra Sigurð sem stendur fyrir innan. Réttur dómur, mjög vel gert hjá tríóinu að koma auga á þetta.
72. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Valsmenn fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, eftir að Tarik gerist brotlegur. Víkingar skalla þó spyrnuna frá.
69. mín
Víkingar vilja víti! Óskar Borgþórs gerir frábærlega, kemur boltanum fyrir á Erling sem fellur við í teignum og gerir tilkall til vítaspyrnu, en ekkert dæmt. Hefði verið soft að mínu mati.
66. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Víkingur R.) Út:Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.)
Fyrsti leikur Óskars í Víkingstreyjunni.
66. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Albin Skoglund (Valur)
65. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Tarik Ibrahimagic
VÍKINGAR JAFNA! Frábær undirbúningur Tarik, sem þræðir svo Erling í gegn, sem klárar huggulega úr teignum. Tíu Víkingar hafa jafnað þetta!
58. mín
FRÁBÆR VARSLA Tryggvi Hrafn einn gegn Pálma, markverði Víkings, og tekur skotið, en Pálmi ver meistaralega!
57. mín
Myndaveisla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


53. mín
Valsmenn ógna! Kristinn Freyr með þrumuskot úr teignum, en boltinn í öxlina á Róberti Orra og aftur fyrir endalínu. Þarna munaði litlu, Valsmenn vilja vítaspyrnu en ekkert dæmir Vilhjálmur Alvar. Rétt að sleppa þessu.
52. mín
Jónatan Ingi sker inn frá hægri kantinum, fer í skotið en Pálmi ver örugglega í marki Víkinga.
48. mín
Það eru allar líkur a að Víkingar þurfi að opna sig einu undir og einum færri, yfir 3 mörk í leiknum á Epic er 2.35.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Víkingar hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn í kjörstöðu Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks, þvílíkar senur hér undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar eru vægast sagt í brekku, verður fróðlegt að sjá þennan síðari hálfleik.
45. mín
+1

Tryggvi Hrafn tekur loksins aukaspyrnuna, en Pálmi Rafn ver vel.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
45. mín
Inn:Pálmi Rafn Arinbjörnsson (Víkingur R.) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
Gylfa fórnað Jahérna hér, spilar mögulega inn í að hann sé á spjaldi og var tæpur í síðasta leik.
44. mín Rautt spjald: Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
MARTRAÐARMÍNÚTUR VÍKINGA! Jónatan Ingi sleppur einn í gegn, Ingvar mætir og keyrir Jónatan niður. Hárréttur dómur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

42. mín Gult spjald: Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.)
Róbert spjaldaður eftir baráttu við Kristinn Frey.
40. mín MARK!
Albin Skoglund (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Skoglund brýtur ísinn! Kristinn Freyr með frábæra sendingu í gegn á Albin Skoglund sem er einn gegn markverði og lyftir boltanum snyrtilega yfir Ingvar og í netið!
36. mín Gult spjald: Albin Skoglund (Valur)
Albin Skoglund fer hressilega í Davíð Örn sem liggur eftir, virðist vera sárþjáður.
33. mín
Víkingar fá aðra hornspyrnu, Patrick Pedersen skallar aftur fyrir endalínu og enn önnur Víkingshornspyrna í vændum.

Valsmenn skalla þriðju hornspyrnuna frá.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Gylfi tekur en Valsmenn koma boltanum frá. Tarik Ibrahimagic lýkur sókninni með skoti sem fer vel framhjá marki gestanna.
27. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
Gylfi í bann! Gylfi er fyrstur til að fara í bókina eftir tæklingu á miðjum velli. Er þetta fjórða gula spjald Gylfa á tímabilinu og verður hann því í leikbanni gegn Fram eftir viku.
26. mín
Gestirnir fá hornspyrnu, Ingvar handsamar boltann eftir nokkurn darraðadans í teignum.
23. mín
Róbert Orri fær tiltal eftir harkalega tæklingu á miðjum velli.
21. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Gylfi tekur en Valsmenn koma hættunni frá.
15. mín
Davíð Örn Atlason tekur langt innkast inn í teiginn. Boltinn dettur fyrir Tarik sem lætur vaða en tilraun hans hátt yfir mark gestanna.
7. mín
Schram í stuði! Karl Friðleifur með fast skot sem Frederik Schram ver út í teiginn, boltinn dettur fyrir Nikolaj Hansen í teignum en aftur ver Frederik.
5. mín
Tryggvi Hrafn nálægt því að sleppa í gegn, en Davíð Örn með frábæra tæklingu og kemur hættunni frá.
4. mín
Mikil harka í þessu til að byrja með, en Vilhjálmur Alvar ætlar greinilega að leyfa leiknum að fljóta.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir hefja leik.
Fyrir leik
Frábær mæting! Liðin ganga til vallar, smekkfull stúka og spenna í loftinu, það styttist í þessa veislu!
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Mynd: Kári Snorrason


Mynd: Kári Snorrason
Fyrir leik
Verða þrjú lið jöfn á toppnum? Breiðablik er komið upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildar karla eftir 1-0 sigur liðsins á Vestra á Kópavogsvellinum í gær.

Með sigri í dag geta Valsmen þó jafnað bæði Breiðablik og Víking að stigum en komist á toppinn vegna góðrar markatölu.

# Lið Leikir Markatala Stig
1 Víkingur R. 14 +12 30
2 Breiðablik 15 +7 30
3 Valur 14 +18 27
4 Fram 15 +4 23
5 Stjarnan 15 -1 21
6 Vestri 15 -1 19

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrsti leikur Óskars - Daði Berg snýr aftur Óskar Borgþórsson gekk til liðs við Víking frá Sogndal í Noregi í upphafi mánaðar, ef hann kemur við sögu í dag verður þetta fyrsti leikur hans fyrir Víking.

Þá hefur Víkingur jafnframt kallað Daða Berg Jónsson til baka úr láni frá Vestra. Daði kom á láni til Vestra frá Víkingi fyrir tímabilið og skoraði fimm mörk í ellefu leikjum í deildinni.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin skildu jöfn að fyrr í sumar
Fyrir leik
Bæði lið örugg í Evrópu Bæði Víkingur og Valur tryggðu sér sæti í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í vikunni.

Valur lagði FC Flora frá Eistlandi að velli úti í Eistlandi. Viðureignin endaði því samtals 5-1, en þeir unnu sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leiknum á Hlíðarenda.

Víkingar settu nýtt met í vikunni með 8-0 stórsigri á Malisheva frá Kósovó, sem er stærsti sigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni til þessa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lesendur telja Víking sigurstranglegri Í tilefni stórleiks kvöldsins efndi fotbolti.net til könnunar meðal lesenda um úrslit leiksins.

Hvernig fer Víkingur - Valur á sunnudagskvöld?
Víkingssigur - 752 atkvæði - 48.08%
Jafntefli - 310 aktvæði - 19.82%
Sigur Vals - 502 atkvæði - 32.1%
Samtals: 1564 svör

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stórleikur! Heilir og sælir lesendur góðir verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og Vals á Víkingsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
2. Tómas Bent Magnússon
4. Markus Lund Nakkim
6. Bjarni Mark Duffield ('75)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('91)
9. Patrick Pedersen ('91)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('75)
14. Albin Skoglund ('66)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
11. Sigurður Egill Lárusson ('75)
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('66)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('91)
21. Jakob Franz Pálsson ('91)
23. Adam Ægir Pálsson ('75)
33. Andi Hoti
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Albin Skoglund ('36)
Tómas Bent Magnússon ('83)

Rauð spjöld: