Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Grindavík
1
2
Þróttur R.
Ármann Ingi Finnbogason '39 1-0
1-1 Unnar Steinn Ingvarsson '73
1-2 Viktor Andri Hafþórsson '78
25.07.2025  -  19:15
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Hrafn Tómasson
Byrjunarlið:
1. Matias Niemela (m)
7. Ármann Ingi Finnbogason ('86)
9. Adam Árni Róbertsson (f) ('61)
10. Ingi Þór Sigurðsson
11. Breki Þór Hermannsson
14. Haraldur Björgvin Eysteinsson
16. Dennis Nieblas
21. Rúrik Gunnarsson ('69)
23. Sindri Þór Guðmundsson
26. Eysteinn Rúnarsson ('86)
33. Darren Sidoel ('86)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
2. Árni Salvar Heimisson ('61)
6. Viktor Guðberg Hauksson ('86)
17. Andri Karl Júlíusson Hammer
20. Mikael Máni Þorfinnsson ('86)
22. Lárus Orri Ólafsson ('86)
27. Máni Berg Ellertsson ('69)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Helgi Leó Leifsson
Hilmir Kristjánsson
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Sindri Þór Guðmundsson ('18)
Eysteinn Rúnarsson ('54)
Breki Þór Hermannsson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur fer með stigin þrjú til Reykjavíkur eftir að hafa verið miklu betri hér í seinni hálfleik

Heimamenn voru ekki líklegir til að jafna

Skýrsla og viðtöl á leiðinni
95. mín Gult spjald: Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
95. mín Gult spjald: Breki Þór Hermannsson (Grindavík)
90. mín
5 bætt við En heimamenn ekki líklegir til að jafna hins vegar
89. mín
Inn:Sigfús Árni Guðmundsson (Þróttur R.) Út:Hrafn Tómasson (Þróttur R.)
87. mín Gult spjald: Viktor Steinarsson (Þróttur R.)
Fyrir leikaraskap
86. mín
Inn:Lárus Orri Ólafsson (Grindavík) Út:Darren Sidoel (Grindavík)
86. mín
Inn:Mikael Máni Þorfinnsson (Grindavík) Út:Eysteinn Rúnarsson (Grindavík)
86. mín
Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík) Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
84. mín
Hrafn Tómasson nálægt því að skora Á skot með vinstri rétt yfir markið og þá meina ég rétt svo yfir markið
83. mín
Þróttur R með öll völd Það er ekki að sjá á leiknum að Þróttur er komið yfir.

Þeir eru líklegri til að bæta við.
79. mín
Inn:Benóný Haraldsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
79. mín
Inn:Kolbeinn Nói Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
78. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Viktor Steinarsson
Viktor á Viktor Frábær sending hjá Viktori S á Viktor A.

Þvílík stungusending sem sendir Viktor A einan í gegn og hann vippar boltanum skemmtilega yfir Matias sem leggst í grasið einum á móti honum.
73. mín MARK!
Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Hlynur Þórhallsson
Sanngjarnt hjá Þrótti R Hornspyrna hjá Hrafni og smá flikk hjá Hlyni og boltinn berst á Unnar sem klárar af stuttu færi.

Hafsentarnir tveir sáu bara um þetta, ekki flókið
71. mín
Stórhættuleg sending hjá Vilhjálmi Kaldal Á flotta fyrirgjöf frá hægri en þarna vantaði bara haus til að klára.

Munaði litlu að Viktor Andri næði til boltans

Gestirnir eru beittir núna og líklegir til að jafna
69. mín
Inn:Máni Berg Ellertsson (Grindavík) Út:Rúrik Gunnarsson (Grindavík)
Rúrik eitthvað meiddur
66. mín
Smá taktísk breyting hjá Þrótti Liðið þarf að skora og það sést eru komnir í 3 manna vörn sýnist mér

Hlynur, Njörður og Unnar í vörn aðrir eru að sækja
65. mín
Flott rispa hjá Viktori S Hann er allt í einu kominn hægra megin og Eiríkur vinstra megin.

Flott samspil milli hans og Hrafns.

En Eysteini tekst að verja í horn, en það kemur ekkert úr henni
62. mín
Árni Salvar næstum því kominn i dauðfæri Rúrik með sendingu frá vinstri og smá flikk hjá Breka og boltinn berst næstum því á Árna sem var búinn að vera inná í 30 sekúndur

Þarna hefði minnsta snertingin komið heimamönnum í 2-0
61. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (Grindavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
Adam eitthvað tæpur Hann fékk eitthvað högg

En sóknarmaður út og varnarmaður inn.

Ætla heimamenn að pakka í vörn og halda
58. mín
Ekki mikið að frétta þessa stundina
54. mín Gult spjald: Eysteinn Rúnarsson (Grindavík)
48. mín
Ármann með svakalega rispu Hleypur nánast upp allan völlinn hægra megin, sá er fljótur og gefur flottan bolta á Breka sem á misheppnað skot rétt fyrir utan teig
45. mín
Seinni hálfleikur Seinni byrjaður
45. mín
Sjúkrabíll í hálfleik Þetta gæti verið Aron Snær sem liggur fyrir fram bekkinn.

Það er verið að bera einhvern út í þessum töluðu orðum en sést illa hver

45. mín
Hálfleikur
Heimamenn fara með verðskuldaða forystu í hálfleik

Búið að vera fínn leikur, bæði lið hafa spilað vel og haldið vel í bolta.

Heilt yfir hafa heimamenn fengið fleiri færi og verið ögn betri

Tökum okkur 15
45. mín
Fimm mínútum bætt við
39. mín MARK!
Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
Stoðsending: Sindri Þór Guðmundsson
Virkilega vel gert hjá Ármanni Sindri fær stoðsendingu þarna þó svo að hann gerir mest lítið.

Stutt sending á Ármann sem fær hann á hægri kanti og keyrir inná völl eins og áðan en í þetta skipti fer skotið hans í netið.

Hnitmiðað skot í vinstra fjærhornið, set smá spurningarmerki við Þórhall þarna en líklega sá hann þetta seint.
32. mín
Viktor með gott skot af 20 metra færi Flottur undirbúningur hjá Hrafni sem finnur Viktor frían sem mundar í skotið.

Fast var það en framhjá

Ekki Viss um að Matias hefði varið þennan
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Vilhjálmur Kaldal liggur í grasinu eftir honspyrnu Leikurinn er stopp eins og stendur

Væri agalegt fyrir gestina að þurfa að gera aðra breytingu í hálfleik
24. mín
Dauðafæri hjá Viktori Frábær sprettur hjá Eiríki á hægri sem hreinlega labbar framhjá Eysteini og á hárnákvæma sendingu á Viktor inni í teig en skotið hans rétt yfir
21. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.) Út:Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
Meiðsli því miður Liam tekur stöðuna hans Aron fremst
20. mín
Ármann með gott færi Boltinn berst yfir á Breka á vinstri sem á góða sendingu á Ármann rétt fyrir utan teig.

Hann fær hann á uppáhaldsfótinn sinn en skotið ekki alveg nógu gott.

Ármann er að byrja þennan leik vel
18. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Grindavík)
Algjör óþarfi hjá Sindra sem stöðvar sókn á miðjum velli.

Ekki mikil hætta á ferðinni þarna að mínu mati

En það er víst bannað að halda mönnum með báðum höndum
14. mín
Dauðfæri hjá Inga Flott fyrirgjöf hjá Ármanni frá hægri sem finnur Inga einan á fjærstöng en skotið hans framhjá.

Hann hefði geta tekið boltann niður hreinlega.
13. mín
Fyrsta hornið er heimamanna Ármann vinnur það fyrir sína menn og tekur það sjálfur en auðveldlega skallað burt úr vörninni
7. mín
Lið Þróttar Þórhallur
Hlynur - Njörður - Unnar - Viktor S
Eiríkur - Hrafn -Brynjar - Vilhjálmur
Aron - Viktor Andri
3. mín
Flott rispa hjá Ármanni Fær boltann á hægri og keyrir inn á miðju og á gott skot með vinstri sem fer yfir.

Fyrsta skot leiksins
2. mín
Lið Grindavíkur Matias
Sindri - Haraldur- Dennis - Eysteinn
Darren - Ingi - Rúrik
Ármann - Breki
Adam
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar Freyr flautar og það eru gestirnir sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Styttist í þetta Liðin eru að labba inn á völlinn
Fyrir leik
Það er komið júlí Það sést á grasinu að það er komið júlí enda lítur það hrikalega vel út.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Breytingar hjá Þrótti R Sigurvin teflir hins vegar fram mjög breyttu Þróttarliði frá jafnteflinu gegn Leikni í síðustu umferð.

Hann gerir hvorki meira né minna en fjórar breytingar:

Inn koma þeir Njörður Þórhallsson, Viktor Andri Hafþórsson, Hrafn Tómasson og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson.
Á bekkinn fara þeir Liam Daði Jeffs og Kolbeinn Nói Guðbergs. Kári Kristjánsson er í Danmörku og Baldur Hannes Stefánsson er utan hóps spurning um meiðsli þar á bæ?
Fyrir leik
Breytingar hjá Grindavík Halli gerir eina breytingu á sínu liði frá tapleiknum á móti Selfossi, nýi maðurinn hollendingurinn Darren Sidoel kemur í liðið og Árni Salvar Heimisson sest á bekkinn.
Fyrir leik
Liðsstyrkur fyrir Þróttara Þróttur fékk Miðjumaðinn Hrafn Tómasson á láni frá KR og hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Leikni þegar hann kom inn af bekknum á 65. mínútu

Hrafn, eða Krummi eins og hann er oftast kallaður, er 22 ára miðjumaður sem sleit krossband í apríl í fyrra og er að komast af stað eftir þau meiðsli.

Fyrir leik
Grindvíkingar með tvo markaskorara Heimamenn eru með tvo leikmenn í topp 10 lista markahæstu leikmanna Lengjudeildarinnar.

Adam Árni Róbertsson er í 4. sæti með 7 mörk á meðan Breki Þór Hermannsson deilir 5-11. sæti með sjö öðrum leikmönnum sem allir hafa skorað 6 mörk í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðsstyrkur fyrir heimamenn í Grindavík Rúrik Gunnarsson er kominn á láni frá HK út tímabilið og var í byrjunarliðinu gegn Selfossi í síðustu umferð.

Rúrik er tvítugur fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað á miðju og í vörninni.

Einnig fékk liðið Hollending að nafni Darren Sidoel sem er varnarsinnaður miðjumaður. Hann fékk hins vegar ekki leikheimild fyrir leikinn gegn Selfossi en allar líkur á því að hann verði með í kvöld.

Það er nokkuð ljóst að Halli þjálfari er að reyna að bæta varnarleik liðsins.



Fyrir leik
Kári Kristjánsson ekki með í kvöld Það mun klárlega ekki hjálpa gestunum að það vanti einn besta leikmann þeirra en það er búið að gefa það út að hann spili ekki í kvöld.

Hann er staddur í Danmörku þessa stundina og er æfa með Hobro í dönsku B deildinni.

Hefur hann spilað sinni síðasta leik fyrir Þrótt Reykjavík?

Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Þessi tvö lið mættust á Avis vellinum þann 18. maí og fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í þeim leik 4-2.

Breki Þór Hermannsson skoraði tvennu og Ármann Ingi og Adam Arni bættu við mörkum fyrir gestina.

Hjá Þrótti skoruðu þeir Eiríkur Blöndal og Jakob Gunnar Sigurðsson en sá síðarnefndi er ekki lengur hjá liðinu.

Það var ekkert leyndarmál að Jakob Gunnar var ósáttur við spiltíma sinn en hann var í láni frá KR en er núna farinn til Lyngby



Fyrir leik
Þróttur Reykjavík Gestirnir eru þó í betri málum og eru sem stendur í 5. sæti (umspilssæti) eftir jafntefli við Leikni Reykjavík í síðustu umferð í Breiðholtinu.

Það má alveg færa rök fyrir því að liðið er á smá siglingu en á undan jafnteflinu við Leikni vann liðið Keflavík og Þór Akureyri á Akureyri

Mynd: Hrefna Morthens

Fyrir leik
Grindavík Grindvíkingar neyddust til að spila síðasta heimaleik á Vogaídýfuvellinum í Vogunum og töpuðu þeim leik 0-2 gegn Selfossi

Nú erum menn mættir á sinn alvöru heimaleikvöll og ætla eflaust að gera betur.

Liðið er sem stendur í 7. sæti og gengið liðsins ekki verið gott nýlega en liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum með tilheyrandi falli niður stigatöfluna

Varnarleikur liðsins hefur verið hausverkur tímabilsins enda ekkert lið fengið fleiri mörk á sig í deildinni eða 38 stykki.

Liðinu gengur vel að skora en illa að verjast.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar í kvöld
Gunnar Freyr Róbertsson Dómari
Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage Aðstoðardómari 1
Arnþór Helgi Gíslason Aðstoðardómari 2
Jón Sigurjónsson Eftirlitsmaður

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin til Grindavíkur Verið velkomin á Stakkavíkurvöll þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld kl 19.15 að öllu öðru óbreyttu ( ekkert eldgos og mengun )

Heimamenn fá Þrótt Reykjavík í heimsókn í 14. umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: JJK

Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Livey


Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson ('79)
9. Viktor Andri Hafþórsson
20. Viktor Steinarsson
21. Brynjar Gautur Harðarson
24. Hrafn Tómasson ('89)
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason ('21)
33. Unnar Steinn Ingvarsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('79)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson ('79)
6. Emil Skúli Einarsson
19. Benóný Haraldsson ('79)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('89)
80. Liam Daði Jeffs ('21)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla
Baldur Hannes Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:
Viktor Steinarsson ('87)
Viktor Andri Hafþórsson ('95)

Rauð spjöld: