Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Kormákur/Hvöt
3
2
Ægir
Moussa Ismael Sidibe Brou '18 1-0
Moussa Ismael Sidibe Brou '28 , víti 2-0
2-1 Einar Breki Sverrisson '45
2-2 Bjarki Rúnar Jónínuson '61 , víti
Kristinn Bjarni Andrason '88 3-2
26.07.2025  -  17:00
Sjávarborgarvöllurinn
2. deild karla
Aðstæður: Skýjað og 9°.
Dómari: Óliver Thanh Tung Vú
Maður leiksins: Ismael Sidibe
Byrjunarlið:
1. Simon Zupancic (m)
3. Federico Ignacio Russo Anzola
4. Papa Diounkou Tecagne
6. Sigurður Pétur Stefánsson (f)
8. Helistano Ciro Manga
10. Bocar Djumo ('90)
11. Jón Gísli Stefánsson ('84)
16. Moussa Ismael Sidibe Brou
17. Goran Potkozarac
22. Abdelhadi Khalok
23. Juan Carlos Dominguez Requena
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
5. Dominic Louis Furness
9. Kristinn Bjarni Andrason ('84)
13. Sigurður Bjarni Aadnegard ('90)
15. Sergio Francisco Oulu
32. Arnór Ágúst Sindrason
44. Indriði Ketilsson
66. Stefán Freyr Jónsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Ingvar Magnússon (Þ)
Björn Vignir Björnsson
Sigurjón Bjarni Guðmundsson
Jón Örn Stefánsson
Björn Ívar Jónsson
Matheus Bettio Gotler

Gul spjöld:
Goran Potkozarac ('46)
Jón Gísli Stefánsson ('50)
Juan Carlos Dominguez Requena ('81)
Sigurður Bjarni Aadnegard ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR FRÁBÆR SIGUR FYRIR HEIMAMENN!!! 3-2 LOKASTAÐA!
90. mín Gult spjald: Sigurður Bjarni Aadnegard (Kormákur/Hvöt)
Hann var ekki lengi að næla sér í þetta. Ég sá nú ekki fyrir hvað.
90. mín
Inn:Sigurður Bjarni Aadnegard (Kormákur/Hvöt) Út:Bocar Djumo (Kormákur/Hvöt)
Örugglega kominn tími á að dómarinn flauti leikinn af.
90. mín
Ismael liggur eftir en Ægismenn fá aukaspyrnu. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þennan dóm. Furðulegt.
89. mín
Vá hvað þetta ver nálægt hjá Jordan Adeyemo! Tekur volleyið sem sleikir stöngina!
88. mín MARK!
Kristinn Bjarni Andrason (Kormákur/Hvöt)
AUÐVITAÐ VAR ÞAÐ HANN KRISTINN BJARNI ANDRASON EN EKKI HVAÐ!! KEMUR HEIMAMÖNNUM YFIR Á LOKAMÍNÚTUM LEIKSINS!!!
87. mín
Hann skýtur boltanum yfir og Kormákur/Hvöt fær hornspyrnu eftir að boltinn fer í vegginn.
87. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu. Sýnist Bocar ætli að taka hana
84. mín
Inn:Kristinn Bjarni Andrason (Kormákur/Hvöt) Út:Jón Gísli Stefánsson (Kormákur/Hvöt)
84. mín
Inn:Anton Breki Viktorsson (Ægir) Út:Bjarki Rúnar Jónínuson (Ægir)
81. mín Gult spjald: Juan Carlos Dominguez Requena (Kormákur/Hvöt)
80. mín
Finnst í raun magnað að Dominic er ekki búinn að gera skiptingu fyrir Kormák/Hvöt miðað við hvernig gangur leiksins er búinn að vera seinustu 20 mínútur.
74. mín
Ægismenn búnir að vera með yfirhöndina í síðari hálfleik. Heimamenn fá engin færi.
70. mín
Erfitt að sjá hverjir eru að koma útaf og inná. Daníel Karl kom inná í hálfleik og nú rétt áðan kom Guðmundur Stefánsson inná, en ekki veit ég hverjir fóru útaf
61. mín Mark úr víti!
Bjarki Rúnar Jónínuson (Ægir)
Bjarki Rúnar klárar þetta örugglega og jafnar hér með metin!
60. mín
Vítaspyrna fyrir Ægismenn. Daníel Karl lendir milli Khalok og SigurðiPétri
52. mín
Þvílík varsla hjá Simon! Leikmaður kemst í gegn en Simon ver frábærlega með vinstri fætinum!
50. mín Gult spjald: Jón Gísli Stefánsson (Kormákur/Hvöt)
Gult á Jón Gísla fyrir vel grófa tæklingu. Heppinn að sleppa við rautt.
46. mín Gult spjald: Goran Potkozarac (Kormákur/Hvöt)
Gult á Goran fyrir grófa tæklingu.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er örugglega stysti hálfleikur í sögu íslenska fótboltans. Örugglega svona 5 minútna pása áður en seinni byrjar.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur að baki hérna á Sjávarborgarvellinum. Verður spennandi að sjá hvernig seinni hálfleikur verður!
45. mín MARK!
Einar Breki Sverrisson (Ægir)
Sýnist það vera Einar Breki sem skýtur af löngu færi. Simon missir hann svo síðan inn. 2-1 rétt fyrir hálfleik!
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
38. mín
Ekki viss hvað gerðist, Atli Rafn liggur niðri en fyrir hvað veit ég ekki. Getur verið að Helistano hafi stigið óvart á hann.
29. mín Gult spjald: Sigurður Óli Guðjónsson (Ægir)
Það er að sjóða uppúr. Hörð tækling hjá Sigurði Óla á Goran sem liggur niðri.
28. mín Gult spjald: Andri Þór Grétarsson (Ægir)
Sýnist markmaður Ægis fá gult fyrir að rífast við dómarann.
28. mín Mark úr víti!
Moussa Ismael Sidibe Brou (Kormákur/Hvöt)
2-0!!!!! Frábær spyrna! Ismael sendir markmanninn í rangt horn! Æsispennandi leikur hér á Hvammstanga og hver veit nema Ismael fær þrennuna!
28. mín
Markmaður Ægis fer af línunni og Ismael fær að endurtaka vítaspyrnu sem markmaður þeirra ver
27. mín
VÍTI Jón Gísli tekinn niður á teig Ægismanna og fiskar þetta víti. Hárrétt hjá dómaranum
24. mín
Federico eitthvað að reyna að sýna takta. Reynir að senda no-look sendingu sem fer beint a leikmann Ægis.
21. mín
Cokic skýtur laust skot sem rúllar í hendurnar á Simon.
21. mín
Ægismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Spurning hvort þeir nái að nýta þetta færi.
18. mín MARK!
Moussa Ismael Sidibe Brou (Kormákur/Hvöt)
Stoðsending: Goran Potkozarac
Frábært spil hjá Goran. Sólar 3 leikmenn Ægis og síðan fyrirgjöf á Ismael sem slúttar honum í neðra vinstra hornið! 1-0 á Hvammstanga!
17. mín
Rifið eitthvað í Bocar og heimamenn vilja gult
10. mín
Ekkert mikið svosem að gerast. Frekar jafn leikur þó Ægismenn hafi fengið fleiri færi
3. mín
Adeyemo í dauðafæri en nær ekki skotið á rammann.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Ægir er besta lið deildarinnar eins og taflan sýnir en ég hef tilfinningu fyrir því að Kormákur/Hvöt mæti trítilóðir til leiks og vinni þennan, 3,20 í stuðul á það á Epic
Fyrir leik
Það eru nokkrar breytingar á liðunum síðan úr seinustu umferð. Federico Russo og Bocar Djumo eru að spila sínu fyrstu leiki fyrir Kormák/Hvöt í dag og Dominguez kemur inn eftir að hafa verið í banni. Þjálfarinn Dominic Furness byrjar ekki á vellinum í dag og er á bekknum, sem og Sigurður Bjarni Aadnegard og Kristinn Bjarni Andrason.


Engar breytingar eru á byrjunarliði Ægismanna frá seinasta leik.
Fyrir leik
Seinasti leikur Gróttu var æsispennandi og endaði 6-3 gegn KFG. Kormákur/Hvöt fengu í seinustu umferð KFA í heimsókn og hefndu sín rækilega úr fyrstu umferð og sigruðu Austfirðinga 5-1.
Fyrir leik
Grótta fékk til sín miðvörðinn Baptiste Gateau á dögunum. Hann kemur úr röðum UNH Wildcats í Bandaríkjunum þar sem hann hefur spilað seinustu tvö ár. Verður spennandi að sjá hvort hann muni spila sinn fyrsta leik í dag.
Fyrir leik
Gaman að minnast á það að það er bæjarhátíð í gangi á Hvammstanga sem nefnist Eldur í Húnaþingi, en á morgun fyrir leik verður svokallað fanzone. Eflaust áhugavert að skella sér á það
Fyrir leik
Það hafa margir leikmenn spilað fyrir bæði Kormák/Hvöt og Ægi, af minni bestu vitund eru þeir 8 talsins. Einn núverandi leikmaður Kormáks/Hvatar, Goran Potkozarac, spilaði með Ægi 2019-2020.
Fyrir leik
Kormákur/Hvöt hafa fengið til liðs við sig 3 leikmenn fyrir seinni umferðina í 2. deild, það eru þeir Indriði Ketilsson frá KA, Federico Russo Anzola frá KF og Bocar Djumo sem kemur frá BSV Rehden úr 5. deild Þýskalands.
Þrír leikmenn hafa þá farið frá Kormáki/Hvöt á þessu sumri, það eru þeir Acai Elvira, Jaheem Burke og Marko Zivkovic sem var kallaður til baka af láni frá Leikni.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna á þessu tímabili fór 3-0 fyrir Ægismönnum þar sem markahrókurinn Jordan Adeyemo skoraði þrennu. Mikið hefur verið talað um hvort hann fari eitthvert í þessum glugga þar sem ÍBV og KR hafa lýst yfir áhuga á kappa.
Mynd: Ægir

Fyrir leik
Dómaratrío leiksins Dómari leiksins er Óliver Thanh Tung Vú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Honum til aðstoðar verða Þráinn Jón Elmarsson og Elías Baldvinsson.
Byrjunarlið:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
8. Atli Rafn Guðbjartsson
9. Jordan Adeyemo
10. Dimitrije Cokic
11. Stefan Dabetic (f)
15. Sigurður Óli Guðjónsson
21. Einar Breki Sverrisson
22. Elvar Orri Sigurbjörnsson
30. Benedikt Darri Gunnarsson
50. Baptiste Gateau
80. Bjarki Rúnar Jónínuson ('84)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
25. Ivaylo Yanachkov (m)
5. Anton Breki Viktorsson ('84)
19. Bilal Kamal
23. Ivan Rodrigo Moran Blanco
28. Guðmundur Stefánsson
31. Kristján Daði Runólfsson
45. Daníel Karl Þrastarson
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Arnar Logi Sveinsson (Þ)
Guðbjartur Örn Einarsson

Gul spjöld:
Andri Þór Grétarsson ('28)
Sigurður Óli Guðjónsson ('29)

Rauð spjöld: