Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
4
2
Vllaznia
Daníel Hafsteinsson '10 1-0
1-1 Bekim Balaj '26 , víti
Nikolaj Hansen '55 2-1
2-2 Bekim Balaj '85 , víti
Nikolaj Hansen '86 3-2
Róbert Orri Þorkelsson '94 4-2
Ensar Tafili '111
31.07.2025  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Mihaly Kapraly (Ungverjaland)
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
9. Helgi Guðjónsson ('78)
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
19. Óskar Borgþórsson ('69)
20. Tarik Ibrahimagic ('86)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('117)
23. Nikolaj Hansen ('91)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
16. Jochum Magnússon (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('91)
7. Erlingur Agnarsson ('91)
8. Viktor Örlygur Andrason ('69)
10. Pablo Punyed ('117)
17. Atli Þór Jónasson ('86)
18. Daði Berg Jónsson
24. Davíð Örn Atlason ('78) ('91)
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
34. Viktor Steinn Sverrisson
37. Ívar Björgvinsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Viktor Bjarki Arnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('77)
Tarik Ibrahimagic ('81)

Rauð spjöld:
@ Alexander Tonini
Skýrslan: Euro Vikes einfaldlega miklu betra lið en Vllaznia frá Albaníu
Hvað réði úrslitum?
Gæðin réðu úrslitum hér í kvöld. Nú skal ég viðurkenna að ég er ekki alveg hlutlaus – sem Íslendingur (þó ég sé hálfur Ítali) – en jafnvel amma mín, sem horfir aldrei á fótbolta, hefði getað séð að Víkingur Reykjavík er einfaldlega mun betra lið en Vllaznia frá Albaníu.
Bestu leikmenn
1. Valdimar Þór Ingimundarson
Annar leikurinn í röð sem Valdimar er maður leiksins. Alveg eins og á móti Fram þá lagði hann upp mark á silfurfati en í þetta skipti fyrir Niko Hansen. Hann lagði líka upp það sem hefði átt að vera mark á Atla Þór Jónsson en sá skaut í slánna. Það eru einfaldlega öðruvísi gæði í fótunum á Valdimari. Hlaupaformið hans er einnig með ólíkindum – hann var ennþá að ógna, skapa færi og valda usla langt inn í seinni víðbótartíma.
2. Gylfi Þór Sigurðsson
Sýndi gamla takta hér í kvöld og átti tvær stoðsendingar og fiskaði Esar Tafili út af með sitt annað gula spjald. Sendingarnar voru margar og glæsilegar, og leikskilningurinn – eins og svo oft áður – á allt öðru stigi en hjá flestum öðrum á vellinum. Hann hljóp mikið, vann vel til baka og gerði í raun allt sem þú vilt sjá frá þínum leikstjórnanda.
Atvikið
Þegar gestirnir í Vllaznia jöfnuðu úr vítaspyrnu á 85. mínútu og fögnuðu eins og þeir hefðu unnið heimsmeistaramótið. En Adam var ekki lengi í paradís – það tók Víkingi aðeins eina mínútu að svara með marki. Eftir það leið manni alltaf eins og Víkingur væri að fara klára þetta.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur Reykjavík er komið í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar – og þar bíður þeirra risastórt verkefni. Danska stórliðið Brøndby, sem á sér langa og glæsilega sögu í Evrópukeppnum, er næsti andstæðingur Víkinga. Fyrir Vllaznia frá Albaníu er þetta hins vegar búið spil.
Vondur dagur
Ensar Tafili, leikmaður Vllaznia, átti ekki góðan dag í kvöld. Að koma inn á 62. mínútu og láta reka sig af velli með tveimur gulum spjöldum telst vart til afreka – nema þá í neikvæðum skilningi. Það sem gerir þetta enn athyglisverðara er að dómari leiksins var sérstaklega þolinmóður; hann tók sér tíma í að ræða við leikmenn og gaf þeim oft tækifæri áður en hann dró upp spjald. Í því samhengi verður þetta að teljast árangur út af fyrir sig.
Dómarinn - 5
Það má setja stórt spurningarmerki við öll þessi tiltöl sem leikmenn Vllaznia fengu í fyrri hálfleik – í stað þess að fá spjöld. Sérstaklega þegar menn sparka boltanum viljandi í burtu eftir að aukaspyrna hefur verið dæmd – það er skólabókadæmi um gult spjald. Þó er líklegt að dómarinn hafi dæmt rétt í báðum vítaspyrnum sem Vllaznia fékk. Frammistaðan batnaði örlítið í seinni hálfleik, og þá fór dómarinn líka að grípa harðar til aðgerða – spjöldin fóru að lyftast.
Byrjunarlið:
12. Aron Jukaj (m)
2. Erdenis Gurishta
6. Ardit Krymi ('62)
8. Eslit Sala ('87)
9. Bekim Balaj
16. Melos Bajrami
17. Bismark Charles ('46)
20. Esat Mala ('116)
29. Andrey Yago ('46)
33. Amir Brahimi
92. Elmando Gjini

Varamenn:
1. Kristi Qarri (m)
88. Léon Pöhls (m)
3. Gledjan Pusi
4. Artan Jazxhi
10. Edon Murataj
14. Arsid Kruja ('46) ('98)
22. Kevin Dodaj
23. Ersin Hakaj
25. Klinti Qato ('87)
27. Geralb Kubazi ('98)
40. Ensar Tafili ('62)
55. Alexandros Kouro
77. Antonio Delaj ('116)
80. Xhoel Hajdari
99. Alfred Mensah ('46)

Liðsstjórn:
Edi Martinaj (Þ)

Gul spjöld:
Aron Jukaj ('51)
Ardit Krymi ('58)
Erdenis Gurishta ('75)
Ensar Tafili ('77)
Eslit Sala ('82)
Elmando Gjini ('90)
Alexandros Kouro ('110)

Rauð spjöld:
Ensar Tafili ('111)