Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Víkingur R.

LL
3
0
0

Forkeppni Evrópudeildarinnar
Zrinjski Mostar

LL
1
1
1

Lengjudeild kvenna
HK

64'
3
2
2

Besta-deild kvenna
Fram

LL
1
6
6

Besta-deild kvenna
Stjarnan

LL
3
0
0

Besta-deild kvenna
Þór/KA

LL
1
2
2

Lengjudeild kvenna
ÍBV

LL
5
2
2


Zrinjski Mostar
1
1
Breiðablik

0-0
Tobias Thomsen
'17
, misnotað víti

0-1
Tobias Thomsen
'18
Nemanja Bilbija
'72
, víti
1-1

07.08.2025 - 18:00
Stadium of HSK Zrinjski
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Enea Jorgji (Albanía)
Maður leiksins: Damir Muminovic
Stadium of HSK Zrinjski
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Enea Jorgji (Albanía)
Maður leiksins: Damir Muminovic
Byrjunarlið:
18. Goran Karacic (m)
5. Ilija Masic
9. Leo Mikic
12. Petar Mamic
20. Antonio Ivancic
('46)

21. Igor Savic
22. Jakov Pranjic
('76)

23. Stefano Surdanovic
('68)

44. Toni Sunjic
50. Kerim Memija
('46)

99. Nemanja Bilbija

Varamenn:
1. Arman Sutkovic (m)
40. Marin Ljubic (m)
3. Borna Filipovic
('68)

4. Hrvoje Barisic
10. Tomislav Kis
('46)

14. Matej Sakota
('76)

16. Mateo Susic
('46)
('75)


17. Ante Susak
27. Slobodan Jakovljevic
55. Duje Dujmovic
77. Karlo Abramovic
('75)

80. Mihajlo Seva
Liðsstjórn:
Igor Stimac (Þ)
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik fer með jafntefli á Kópavogsvöll!
Þetta eru góð úrslit á erfiðum útivelli, þó að þeir hefðu vel getað unnið þennan leik. Nú bíður maður spenntur eftir seinni leiknum á heimavelli Blika.
Takk fyrir samfylgdina.
Takk fyrir samfylgdina.
89. mín
Gott færi
Damir tapar skallaeinvígi inn á teignum og boltinn fellur fyrir Kis en Anton Ari sér við honum.
79. mín
Blikar eiga aukaspyrnu á fínum stað. Vænti þess að Höskuldur gefi þennan bolta fyrir.
78. mín
Það verður að viðurkennast, að þetta var ákveðið högg. Blikar hafa ekki verið í neinum vandræðum með heimamenn og því algjör óþarfi að gefa þeim líflínu.
76. mín

Inn:Matej Sakota (Zrinjski Mostar)
Út:Jakov Pranjic (Zrinjski Mostar)
Þá eru Mostar búnir með skiptingarnar sínar.
75. mín

Inn:Karlo Abramovic (Zrinjski Mostar)
Út:Mateo Susic (Zrinjski Mostar)
Mateo Susic sem kom inn á í hálfleik er skipt út af. Hann er eitthvað meiddur á hné.
72. mín
Mark úr víti!

Nemanja Bilbija (Zrinjski Mostar)
Þeir jafna!
Hann skorar af miklu öryggi og setur boltann alveg út við stöng. Anton Ari gaf sér svo sem fínan séns í knöttinn og valdi rétt horn en spyrnan góð.
72. mín
Mostar fá víti!
Ágúst Orri dettur svona eiginlega á Pranjic inn í teig og Jorgji bendir á punktinn. Klaufalegt.
70. mín
Það eru heldur betur tíðindi úr Víkinni. Nikolaj Hansen var að koma Víkingi yfir eftir stoðsendingu frá engum öðrum en Gylfa Sig. Það liggur augum uppi að ef bæði lið halda þetta út, væru það mjög jákvæðar fréttir.
66. mín

Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Kristinn labbar bara út af. Vonum að það sé í lagi með hann.
64. mín
Höskuldur brýtur á Kis aðeins fyrir utan D-bogann. Þeir skjóta líklega á markið.
61. mín
Það væri stórt fyrir Blika að sækja sigur hér á þessum erfiða útivelli í kvöld. Þeir þurfa bara að halda þetta út.
56. mín
Varamennirnir næstum búnir að koma Mostar yfir
Mateo Susic á frábæra sendingu af hægri í hlaupið á Kis sem skýtur á markið en Anton Ari er mjög fljótur niður og ver skotið. Fyrsta skiptið sem hefur reynt á hann í þessum leik.
55. mín
Heimamenn hafa byrjað þennan seinni hálfleik alveg eins og þeir spiluðu í fyrri hálfleik, sem er fagnaðarefni fyrir okkur.
46. mín

Inn:Tomislav Kis (Zrinjski Mostar)
Út: Kerim Memija (Zrinjski Mostar)
Tvöföld skipting.
45. mín
Hálfleikur
+3
Þá flautar Enea Jorgji til hálfleiks. Stuðningsmenn Mostar baula á sína menn. Blikar með öll spil á hendi farandi inn í seinni hálfleikinn.
Þá flautar Enea Jorgji til hálfleiks. Stuðningsmenn Mostar baula á sína menn. Blikar með öll spil á hendi farandi inn í seinni hálfleikinn.
43. mín
Uppspil heimamanna er rosalega hægt og fyrirsjáanlegt. Þeir hafa ekki fengið eitt gott færi hingað til. Eitthvað sem segir manni að þjálfari liðsins, Igor Stimac, muni láta sína menn heyra það í hálfleik.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Ég held að Damir Muminovic sé búinn að koma um það bil öllum fyrirgjöfum í átt að marki Blika frá markinu.
28. mín
Mostar eru ekkert mjög sannfærandi eins og staðan er núna. Þeir eru mikið meira með boltann en gera klaufaleg mistök inn á milli. Blikar virðast ekkert í allt of miklum vandræðum með þá.
24. mín
Það er gaman að segja frá því að Stuart Attwell, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, er í VAR-herberginu í dag. Blikar geta þakkað honum fyrir.
19. mín
Þetta var líflína fyrir Blika en vítaspyrnan frá Höskuldi var virkilega slök. Karacic var þó sannarlega kominn aðeins af línunni. Áhugavert að Tobias hafi fengið að taka seinni spyrnuna en ekki Höskuldur aftur.
18. mín
MARK!

Tobias Thomsen (Breiðablik)
Hann skorar!!
Tobias klikkar úr vítinu sem var mjög svipað og vítið sem Höskuldur tók. Karacic ver í stöngina, boltinn fellur svo fyrir Tobias sem skýtur og hann ver aftur en svo skoppar boltann vinalega fyrir Tobias og hann stangar knöttinn inn. 1-0!
16. mín

Hvað er í gangi??
Höskuldur misnotaði vítaspyrnuna en VAR segir að Karacic hafi verið kominn of langt af línunni og Höskuldur fær þá að taka vítið aftur!!
14. mín
Blikar fá vítaspyrnu!
Kiddi Jóns er að gefa boltann fyrir sem Tobias ætlar að reyna ná til en Ilija Masic rekur olnbogann í framherjann!
10. mín
Þetta fer ansi rólega af stað. Blikar hafa þó verið að koma sér vel inn í leikinn og halda boltanum ágætlega.
5. mín
Blikar fara illa með góða stöðu
Heimamenn gefa boltann klaufalega frá sér á miðsvæðinu og Ágúst Orri gerir vel og kemur boltanum á Höskuld sem á góða sendingu á Viktor en hann ætlar að þræða hann inn á Tobias sem gengur ekki í þetta skiptið.
2. mín
Það eru fínar aðstæður í Bosníu en völlurinn lítur vel út og það er sömuleiðis hlýtt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Enea Jorgji dómari leiksins flautar þessu af stað í Bosníu og Hersegóvínu. Heimamenn sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Sagan segir að Blikar ætli að þétta raðirnar í kvöld og verja markið sitt fyrir heimaleikinn í næstu viku, undir 2,5 mörk á Epic er 1,85 í stuðul.
Fyrir leik
Fótbolti.net náði tali á þjálfara Breiðabliks, Halldóri Árnasyni, fyrir einvígið gegn Zrinjski Mostar.
,,Í undirbúningnum horfi ég ekki í leikina fyrir tveimur árum. Við spiluðum við þá 2023, síðan þá eru þeir held ég búnir að skipta fimm sinnum um þjálfara; einn búinn að þjálfa þá tvisvar, og þeir voru að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það sýnir kannski bara metnaðinn hjá félaginu, þeir sækja Igor Stimac fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, þannig þeir eru ekkert að grínast."
Blikar ætla sér til Hollands eða Sviss
,,Í undirbúningnum horfi ég ekki í leikina fyrir tveimur árum. Við spiluðum við þá 2023, síðan þá eru þeir held ég búnir að skipta fimm sinnum um þjálfara; einn búinn að þjálfa þá tvisvar, og þeir voru að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það sýnir kannski bara metnaðinn hjá félaginu, þeir sækja Igor Stimac fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, þannig þeir eru ekkert að grínast."
Blikar ætla sér til Hollands eða Sviss

Fyrir leik
Tvær breytingar frá jafnteflinu gegn KA
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Óli Valur Ómarsson og Gabríel Snær Hallsson fara á bekkinn en inn í þeirra stað koma Kristinn Steindórsson og Valgeir Valgeirsson.
Óli Valur Ómarsson og Gabríel Snær Hallsson fara á bekkinn en inn í þeirra stað koma Kristinn Steindórsson og Valgeir Valgeirsson.
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Blika
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
Fyrir leik
Liðin hafa mæst áður
Liðin þekkjast ágætlega en þau hafa mæst tvisvar áður.
Viðureignir liðanna
17. ágúst 2023: Breiðablik 1 - 0 Zrinjski Mostar
10. ágúst 2023: Zrinjski Mostar 6 - 2 Breiðablik
Viðureignir liðanna
17. ágúst 2023: Breiðablik 1 - 0 Zrinjski Mostar
10. ágúst 2023: Zrinjski Mostar 6 - 2 Breiðablik
Fyrir leik
Lykilmenn
Nemanja Bilbija er lykilmaður í liði Zrinjski Mostar en hann er upp á topp í liði þeirra. Hann er mikill markahrókur og mun varnarlína Blika þurfa að hafa gætur á honum. Karlo Abramovic er lykilmaður á kantinum í liði Mostar en hann hefur verið að glíma við meiðsli og ólíklegt að hann taki þátt í leiknum.
Hins vegar gæti Aron Bjarnason verið frá vegna meiðsla í liði Blika en hann er lykilmaður í liði þeirra.
Hins vegar gæti Aron Bjarnason verið frá vegna meiðsla í liði Blika en hann er lykilmaður í liði þeirra.

Fyrir leik
Geta þessir Bosníumenn eitthvað?
Þetta er spurning sem margir spyrja sig og ætla ég að gera mitt besta í að svara henni. Zrinjski Mostar hefur átta sinnum orðið meistari í heimalandinu og unnu t.a.m. deildina í fyrra. Þeir eru erfiðir heim að sækja og tapa ekki oft á sínum heimavelli.
Þeir voru eins og Blikar í forkeppni Meistaradeildarinnar en þeir mættu Virtus frá San Marínó og gerðu sér lítið fyrir og unnu einvígið 4-1. Því næst mættu þeir grönnum sínum frá Slovan Bratislava en þeir töpuðu þeir fyrri leiknum 4-0 en gerðu jafntefli við þá á sínum heimavelli. Zrinjski Mostar er sterkt lið og munu Blikar þurfa á öllum sínum hestum að halda gegn þeim.
Þeir voru eins og Blikar í forkeppni Meistaradeildarinnar en þeir mættu Virtus frá San Marínó og gerðu sér lítið fyrir og unnu einvígið 4-1. Því næst mættu þeir grönnum sínum frá Slovan Bratislava en þeir töpuðu þeir fyrri leiknum 4-0 en gerðu jafntefli við þá á sínum heimavelli. Zrinjski Mostar er sterkt lið og munu Blikar þurfa á öllum sínum hestum að halda gegn þeim.

Fyrir leik
Gengi Breiðabliks í Evrópu á þessu tímabili
Breiðablik spilaði í forkeppni Meistaradeildarinnar en eru nú komnir niður í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir spiluðu tvö einvígi gegn Egnatia og Lech Poznan.
Leikir Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar
Egnatia 1 - 0 Breiðablik
Breiðablik 5 - 0 Egnatia
Lech Poznan 7 - 1 Breiðablik
Breiðablik 0 - 1 Lech Poznan
Leikir Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar
Egnatia 1 - 0 Breiðablik
Breiðablik 5 - 0 Egnatia
Lech Poznan 7 - 1 Breiðablik
Breiðablik 0 - 1 Lech Poznan
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
('66)

15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
('66)

21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
('84)
- Meðalaldur 29 ár


Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
9. Óli Valur Ómarsson
('66)

11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson
('66)

23. Kristófer Ingi Kristinsson
('84)

24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson
45. Þorleifur Úlfarsson
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: