Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Grindavík
3
2
Leiknir R.
0-1 Kári Steinn Hlífarsson '9
0-2 Shkelzen Veseli '13
Adam Árni Róbertsson '22 1-2
Adam Árni Róbertsson '34 2-2
Adam Árni Róbertsson '82 3-2
Darren Sidoel '86
08.08.2025  -  19:15
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og mikill vindur
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
Byrjunarlið:
1. Matias Niemela (m)
2. Árni Salvar Heimisson
9. Adam Árni Róbertsson (f)
10. Ingi Þór Sigurðsson
11. Breki Þór Hermannsson
14. Haraldur Björgvin Eysteinsson
16. Dennis Nieblas
23. Rúrik Gunnarsson ('72)
25. Terry Lartey-Sanniez
29. Manuel Gavilan Morales ('89)
33. Darren Sidoel
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
6. Viktor Guðberg Hauksson ('89)
20. Mikael Máni Þorfinnsson
21. Kristófer Máni Pálsson ('72)
22. Lárus Orri Ólafsson
26. Eysteinn Rúnarsson
27. Máni Berg Ellertsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Helgi Leó Leifsson
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández
Freyja Sóllilja Sverrisdóttir

Gul spjöld:
Rúrik Gunnarsson ('57)
Darren Sidoel ('84)
Matias Niemela ('93)
Adam Árni Róbertsson ('94)

Rauð spjöld:
Darren Sidoel ('86)
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Allt sem þú vilt í fótboltaleik
Hvað réði úrslitum?
Það er eiginlega með ólíkindum að þessi leikur hafi endað með sigri Grindavíkur í ljósi þess að Leiknir komst 2-0 yfir á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Maður bjóst þá við því að Leiknir myndi ganga á lagið og stúta leiknum, en annað kom á daginn. Leiknir er ekki með sjálfstraust og Grindavík í Grindavík er alltaf Grindavík. Heimamenn sýndu gríðarlegan karakter með því að koma til baka og unnu endurkomusigur.
Bestu leikmenn
1. Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
Skoraði þrennu af miklu harðfylgi. Kom meiddur inn í leikinn en spilaði samt. Talaði um það eftir leik að hann hefði gleymt meiðslunum eftir fyrsta markið. Leikmaður sem kom í Grindavík þegar náttúruhamfarirnar voru að byrja og hann hefur gengið í gegnum ýmislegt með liðinu, en sá er öflugur og frábær leiðtogi fyrir þetta Grindavíkur. Er orðaður við félög í Bestu deildinni en líður vel gula búningnum.
2. Ingi Þór Sigurðsson (Grindavík)
Ákvað að taka stökkið í Grindavík fyrir þetta tímabil og fá að spila í staðinn fyrir að sitja á bekknum með ÍA. Þetta er skemmtilegur kantmaður sem lagði upp sigurmarkið með stórkostlegri sendingu.
Atvikið
Það var rosa mikið af atvikum í þessum leik. Eitt af mörkum ársins var skorað þegar Shkelzen Veseli flengdi boltanum upp í samskeytin af 35 metra færi á 13. mínútu. Adam Árni skoraði þrennu og sigurmarkið var dramatískt. Endurkoman í heild var mögnuð og svo kom rautt spjald í lokin, sem hefði getað haft mikil áhrif. Þessi leikur hafði eiginlega allt sem þú vilt hafa sem hlutlaus áhorfandi.
Hvað þýða úrslitin?
Þetta er risastór sigur fyrir Grindvíkinga sem eru núna sex stigum frá fallsvæðinu. Sigur hefði getað gert rosalega mikið fyrir Leikni sem er áfram á botni deildarinnar með tíu stig. Næst er það svakalega mikilvægur leikur fyrir Leikni gegn Fylki.
Vondur dagur
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson sneri á sinn gamla heimavöll og fann sig ekki alveg. Hann komst nokkrum sinnum í álitlegar stöður en náði ekki að gera mikið við þær. Þetta var heldur ekki góður dagur fyrir Ágúst Gylfason, þjálfara Leiknis, sem missti tvo leikmenn í meiðsli. Það vantar sjálfstraust í Leiknisliðið og það er ekki góður andi í kringum liðið. Stuðningsmenn hafa ekki mikla trú eins og staðan er núna, en leikmennirnir þurfa að svara fyrir það inn á vellinum.
Dómarinn - 7
Ekki mjög erfiður leikur að dæma, þannig. Rauða spjaldið var mjög svo réttur dómur. Litlir dómar hér og þar, en fínasti leikur hjá Ellíasi og hans teymi.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('83)
10. Shkelzen Veseli
17. Adam Örn Arnarson ('46)
19. Axel Freyr Harðarson ('77)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
25. Dusan Brkovic ('46)
43. Kári Steinn Hlífarsson
44. Aron Einarsson ('89)
45. Djorde Vladisavljevic
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
3. Bogdan Bogdanovic ('46)
8. Sindri Björnsson ('89)
9. Jóhann Kanfory Tjörvason ('77)
11. Gísli Alexander Ágústsson
14. Davíð Júlían Jónsson ('83)
55. Anton Fannar Kjartansson ('46)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Nemanja Pjevic
Ari Þór Kristinsson
Ellert Ingi Hafsteinsson
Arnar Haukur Sævarsson
Sigþór Júlíusson

Gul spjöld:
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('68)
Patryk Hryniewicki ('81)
Djorde Vladisavljevic ('94)

Rauð spjöld: