Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Fylkir
0
0
Þór
08.08.2025  -  18:00
tekk VÖLLURINN
Lengjudeild karla
Dómari: Mischa Huru Kellerhals
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarinn Mischa Huru Kellerhals verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Björn Reidar Klingenberg Schaal. Eftirlitsmaður er Egill Már Markússon.

Mischa er norskur dómari, en hann hefur dæmt mikið í næst efstu deild Noregs.
Fyrir leik
Þórsarar hamra járnið Þór hefur verið á góðu flugi undanfarið, og hafa ekki tapað leik síðustu fjóru deildarleiki. Þeir hafa náð í 10 stig af 12 mögulegum í þessum fjóru leikjum og hafa lyft sér upp í 4. sætið í deildinni. Þeir eru því aðeins fimm stigum frá toppsætinu og markmið þeirra um að berjast um sæti í efstu deild, lítur betur og betur út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gengi Fylkis ekkert breyst Fylkir gerði breytingu á þjálfarateyminu 16. júlí og hafa spilað þrjá leiki síðan þá. Arnar Grétarsson tók við af Árna Frey Guðnasyni en síðan þá hafa Fylkismenn aðeins sótt eitt stig. Það var 3-3 jafntefli gegn Fjölni en þeir hafa einnig tapað fyrir Njarðvík og Þrótt.
Mynd: Fylkir
Fyrir leik
Lengjudeildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Þór í 16. umferð Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilaður á Tekk vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: