Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
ÍBV
0
0
Valur
17.08.2025  -  14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Staðan

Fyrir leik
Svekkjandi tap ÍBV gegn KA í síðustu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Fannst KA betri fyrsta hálftímann og það var bara ekkert fyrr en eftir 30 mínútur sem að mér fannst við líkir sjálfum okkur. Leikurinn var bara jafn í rauninni eftir það, þeir sterkari fyrstu 30 og svo bara jafnt. Maður hélt að þetta væri að sigla í jafntefli þegar að þeir skora," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 1-0 tap Eyjamanna gegn KA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Valsmenn á flugi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn eru í heldur betur góðum gír og unnu 2-1 endurkomusigur gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Framundan er svo bikarúrslitaleikur hjá þeim næsta föstudagskvöld gegn Vestra.

„Í lokin var karakter, stuðningur úr stúkunni sem hljóp lífi í okkur og innkoma varamanna sem gefur okkur aukinn kraft og hjálpar okkur að vinna leikinn á endanum," sagði Túfa eftir leikinn.
Fyrir leik
Sigurður Arnar í banni Varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon verður ekki með ÍBV þar sem hann tekur út leikbann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur vann í Eyjum í bikarnum Liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í júní og Valsmenn tryggðu sér þar eins marks sigur. Hólmar Örn Eyjólfsson með eina markið. Sá leikur fór fram á Þórsvelli.

Fyrir leik
Valsmenn ekki í nokkrum vandræðum Hólmar Örn Eyjólfsson, Patrick Pedersen og Birkir Heimisson skoruðu fyrir Val þegar liðin áttust við 24. maí á Hlíðarenda. Leikar enduðu 3-0 fyrir Val.

Fyrir leik
Toppliðið mætir á Hásteinsvöll! Velkomin með okkur til Vestmannaeyja þar sem topplið Vals heimsækir ÍBV í 19. umferð Bestu deildar karla. Valsmenn léttir í lund með fimm stiga forystu á toppnum en Eyjamenn eru aðeins einu stigi frá fallsæti.

Mynd: ÍBV


sunnudagur 17. ágúst
14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
14:00 Stjarnan-Vestri (Samsungvöllurinn)
17:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)
18:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)

mánudagur 18. ágúst
19:15 Fram-KR (Lambhagavöllurinn)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: