Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Stjarnan
0
0
Vestri
17.08.2025  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gluggatíðindi Stjörnumenn voru heldur betur uppteknir á skrifstofunni í lok gluggans en þrír útlendingar duttu inn á gluggadegi. Jökull Elísabetarson ræddi við fótbolta.net um félagaskiptin.

Jökull útskýrir óvæntu félagaskiptin - „Þurftum að fara út fyrir þægindarammann"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Ívar Orri Kristjánsson er flautumeistarinn í Garðabænum í dag og honum til halds og trausts eru Eysteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ingi Bjarnason með sitthvort flaggið. Patrik Freyr Guðmundsson er varadómari og Hjalti Þór Halldórsson er eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Vestramenn hafa náð að rétta úr kútnum upp á síðkastið eftir erfiðar vikur í lok júní og byrjun júlí. Þeir fengu Fram í heimsókn í síðustu umferð þar sem þeim tókst á einhvern ótrúlegan hátt að sækja punktana þrjá en Fram voru betra liðið í leiknum heilt yfir. Vestri sitja í 5. sæti með 26 stig og geta komið sér upp fyrir Stjörnuna með sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnumenn hafa átt nokkuð skrýtið sumar. Þeir hafa átt fína kafla á tímabilinu en þeir hafa líka átt alveg einstaklega vonda kafla. Þeir unnu frækinn sigur á Víkingum þar sem leikar enduðu 2-4 en Stjörnumenn voru einum færri nær allan seinni hálfleikinn. Stjörnumenn eru búnir að sækja átta stig í síðustu fimm leikjum en þeir sitja í 4. sæti deildarinnar með 28 stig.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vestra í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: