
Stjarnan
0
0
Vestri

17.08.2025 - 14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gluggatíðindi
Stjörnumenn voru heldur betur uppteknir á skrifstofunni í lok gluggans en þrír útlendingar duttu inn á gluggadegi. Jökull Elísabetarson ræddi við fótbolta.net um félagaskiptin.
Jökull útskýrir óvæntu félagaskiptin - „Þurftum að fara út fyrir þægindarammann"
Jökull útskýrir óvæntu félagaskiptin - „Þurftum að fara út fyrir þægindarammann"

Fyrir leik
Dómarateymið
Ívar Orri Kristjánsson er flautumeistarinn í Garðabænum í dag og honum til halds og trausts eru Eysteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ingi Bjarnason með sitthvort flaggið. Patrik Freyr Guðmundsson er varadómari og Hjalti Þór Halldórsson er eftirlitsmaður.

Fyrir leik
Vestri
Vestramenn hafa náð að rétta úr kútnum upp á síðkastið eftir erfiðar vikur í lok júní og byrjun júlí. Þeir fengu Fram í heimsókn í síðustu umferð þar sem þeim tókst á einhvern ótrúlegan hátt að sækja punktana þrjá en Fram voru betra liðið í leiknum heilt yfir. Vestri sitja í 5. sæti með 26 stig og geta komið sér upp fyrir Stjörnuna með sigri.

Fyrir leik
Stjarnan
Stjörnumenn hafa átt nokkuð skrýtið sumar. Þeir hafa átt fína kafla á tímabilinu en þeir hafa líka átt alveg einstaklega vonda kafla. Þeir unnu frækinn sigur á Víkingum þar sem leikar enduðu 2-4 en Stjörnumenn voru einum færri nær allan seinni hálfleikinn. Stjörnumenn eru búnir að sækja átta stig í síðustu fimm leikjum en þeir sitja í 4. sæti deildarinnar með 28 stig.

Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: