KR
1
1
Grindavík
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
'49
1-0
1-1
Óli Baldur Bjarnason
'78
15.09.2011 - 17:15
KR völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað en ágætlega hlýtt
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Óskar Pétursson
KR völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað en ágætlega hlýtt
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Óskar Pétursson
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
('67)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
('46)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson
Varamenn:
5. Egill Jónsson
('67)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('90)
Gunnar Þór Gunnarsson ('17)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Grindavíkur í Pepsi deild karla.
Fyrir leik
Það er smá rigning hérna á KR vellinum og búið að vera blautt í dag þannig að þetta ætti að verða hressandi leikur. Þessi viðureign er gífurlega mikilvæg fyrir bæði lið, KR er í 2. sætinu með 38 stig eftir að ÍBV steypti þeim af stóli í síðustu umferð, en þeir eiga þó leik til góða. Grindvíkingar eru í 9. sætinu með 19 stig, fimm stigum frá fallsæti, þannig að þeir þurfa nauðsynlega að hala inn stigum til að tryggja sér öryggi.
Fyrir leik
Fjórar breytingar eru á liði KR frá því í 2-1 tapinu gegn FH um helgina. Gunnar Þór Gunnarsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson og Dofri Snorrason eru komnir inn í liðið á meðan þeir Egill Jónsson, Gunnar Örn Jónsson, Magnús Már Lúðvíksson og Guðmundur Reynir Gunnarsson eru ekki í liðinu. Þeir eru allir á bekknum nema Guðmundur Reynir, sem meiddist í síðasta leik gegn FH. Hann og Skúli Jón Friðgeirsson eru hvíldir í dag, enda gríðarlega mikilvægur leikur framundan á sunnudag gegn ÍBV í Eyjum.
Fyrir leik
Einungis ein breyting er á liði Grindavíkur frá því í 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Jamie McCunnie kemur inn í liðið fyrir Boga Rafn Einarsson, sem er ekki í hóp.
Fyrir leik
Spurning dagsins er: Mun KR endurheimta toppsætið í kvöld? Endilega Twittum þetta í gang krakkar, og munið að nota hashtaggið #Fotbolti ef þið viljið segja eitthvað um leikinn á Twitter.
Gísli Torfi
það mun rigna inn mörkum í Pepsi á eftir og magnaðir hlutir munu gerast. #fótbolti
Já, við vonum það svo sannarlega Gísli!
það mun rigna inn mörkum í Pepsi á eftir og magnaðir hlutir munu gerast. #fótbolti
Já, við vonum það svo sannarlega Gísli!
Magnús Sigurbjörnss
KR-ingar hafa landað Grindvíkingum auðveldlega seinustu tvö ár, 2-0 og 1-0 á KR-velli #fotbolti
Auðveldlega? :P
KR-ingar hafa landað Grindvíkingum auðveldlega seinustu tvö ár, 2-0 og 1-0 á KR-velli #fotbolti
Auðveldlega? :P
3. mín
Stuðningsmenn KR tryllast af fögnuði þegar þeir heyra þær fréttir að Stjarnan sé komin í 1-0 gegn ÍBV. Það þýðir að KR endurheimtir toppsætið með sigri, jafnvel jafntefli.
4. mín
Baldur Sigurðsson á skot að marki, það fer beint á Óskar Pétursson sem var þó nálægt því að missa boltann í gegnum klofið. Þetta reddaðist þó á endanum. Skömmu síðar kemst Viktor Bjarki í fínt skotfæri en skot hans er slakt, hann nær að fylgja eftir með fastara skoti sem fer þó beint í varnarmenn.
9. mín
Grindvíkingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Hún berst út úr teignum og á Scott Ramsay sem þrumar í varnarmann og aftur í horn. Ekkert verður úr þeirri spyrnu.
11. mín
Dauðafæri!! Viktor Bjarki Arnarsson á frábæra sendingu á Kjartan Henry Finnbogason, en Jósef Kristinn missti af boltanum þannig að Kjartan komst einn í gegn. Hann fór á móti Óskari Péturssyni sem gerði vel og króaði Kjartan í örlítið þröngt færi þannig að skot hans fór í hliðarnetið þegar hann komst framhjá markverðinum. Hefði samt líkast til átt að gera betur.
14. mín
KR-ingar hafa verið betra liðið fyrsta stundarfjórðunginn og fá núna sína fyrstu hornspyrnu. Þeim tekst þó ekki að gera sér mat úr því.
17. mín
Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Gunnar Þór fær að líta fyrsta gula spjald leiksins og það réttilega fyrir að stöðva skyndisókn Grindvíkinga.
22. mín
Þarna munaði litlu!! Björn Jónsson, sem hefur verið mikið með boltann í liði KR, kemur sér í gott skotfæri og nær virkilega fínu skoti sem Óskar ver glæsilega í horn! Frábærlega gert hjá Birni sem virkar mjög sprækur hérna fyrstu mínúturnar.
28. mín
Þrátt fyrir að leikurinn sé ekkert sérlega skemmtilegur hafa KR-ingar verið mun hættulegri. Rétt í þessu átti Kjartan Henry frábæra sendingu inn í teiginn en Viktor Bjarki var of seinn að átta sig og náði ekki að gera gott úr þessu. Þeir eru farnir að þjarma ágætlega að gestunum.
30. mín
Kjartan Henry fer illa með Jósef Kristinn, sem hefur verið alveg úti á þekju í þessum leik, og gefur svo góðan bolta á Viktor Bjarka sem skýtur þó í leikmann Grindavíkur og þaðan fer boltinn í hornspyrnu. Baldur Sigurðsson skallar boltann svo rétt framhjá upp úr horninu.
40. mín
Grindvíkingar aðeins að lifna við og þarna áttu þeir hörkusókn! Magnús Björgvinsson á flottan sprett upp kantinn og kemur boltanum inn í teig þar sem hann berst á Orra Frey Hjaltalín. Orri Freyr er kominn í frábært færi einn gegn Hannesi en landsliðsmarkvörðurinn er snöggur að hugsa og lokar á Orra og ver vel.
42. mín
Björn Jónsson á skot rétt yfir þarna. Guðjón Baldvinsson nær boltanum, rennir honum á Björn sem þrumar yfir. Staðan er hins vegar enn 0-0.
43. mín
KR-ingar virðast ætla að komast yfir í fyrri hálfleiknum! Þarna munaði hársbreidd að Baldri Sigurðssyni tækist það en skot hans fór ekki í netið úr prýðis færi í teignum.
45. mín
KR-ingar enda fyrri hálfleikinn með skoti frá Bjarna Guðjónssyni úr ágætis færi utan teigs, en það fer yfir markið. Svo er flautað til leikhlés, staðan í Frostaskjóli enn 0-0 þrátt fyrir yfirburði heimamanna.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju, KR-ingar byrja aftur með boltann og sækja að félagsheimilinu.
49. mín
MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
MARK!!! KR-ingar eru komnir yfir!!! Þetta mark kom eftir stórkostlega vel útfærða hornspyrnu sem endaði með því að Bjarni Guðjónsson gaf boltann á Grétar Sigfinn Sigurðarson sem skallaði í netið! Frábærlega gert hjá KR-ingum.
Jón Heiðar Sveinsson
Æji helvítis Stjarnan að skemma Íslandsmótið fyrir hlutlausum #fotbolti Áfram Grindavík #íaugnablikinu
Æji helvítis Stjarnan að skemma Íslandsmótið fyrir hlutlausum #fotbolti Áfram Grindavík #íaugnablikinu
Ómar Örn Ólafsson
mér leiðist að segja þetta en vel gert kr! #fotbolti #framheldurseruppi
mér leiðist að segja þetta en vel gert kr! #fotbolti #framheldurseruppi
60. mín
Fínt færi hjá Grindavík. Óli Baldur Bjarnason tók á móti boltanum inni í teignum og kom honum á Jóhann Helgason sem átti skot sem Hannes varði vel í horn.
Eyjólfur Á. Halldórsson
Grétar Sigfinnur hefur aldrei skrifað jafn mörg mörk í sumar en áður! #markahrókur #fotbolti
Que??
Grétar Sigfinnur hefur aldrei skrifað jafn mörg mörk í sumar en áður! #markahrókur #fotbolti
Que??
Einar Lövdahl, fyrrum Inspector í MR
KR er með einn þjálfara við völlinn en svona hundrað uppi í stúku. #allirgólandi #besserwisserar #fotbolti
KR er með einn þjálfara við völlinn en svona hundrað uppi í stúku. #allirgólandi #besserwisserar #fotbolti
69. mín
Magnús Björgvinsson skorar fyrir Grindvíkinga en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Virkilega falleg sending á Magnús inn í teiginn og hann kláraði snilldar vel, en rangstaða var dæmd. Ég er ekki sannfærður..
73. mín
Þarna munaði litlu að KR bætti við marki!! Guðjón Baldvinsson fékk frábæra sendingu og brunaði inn í teig og ætlaði að gefa boltann fyrir, en varnarmaður Grindvíkinga bjargaði naumlega í horn.
78. mín
MARK!
Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
ÞVÍLÍKT RUGL!!!! ÓLI BALDUR BJARNASON JAFNAR METIN MEÐ HREINT ÚT SAGT STÓRKOSTLEGU MARKI ÚR HJÓLHESTASPYRNU!!! BOLTINN BARST INN Í TEIGINN OG ÓLI BALDUR MÆTTI Á SVÆÐIÐ MEÐ FRÁBÆRAN HJÓLHEST Í STÖNGINA OG INN!! EITT AF MÖRKUM SUMARSINS, KLÁRLEGA!!
80. mín
Grindvíkingar hafa verið mjög fínir í seinni hálfleiknum. KR var talsvert betra liðið í þeim fyrri en í seinni hafa Grindvíkingar verið betri ef eitthvað er. Þeir hafa ógnað heimamönnum og skoruðu svo auðvitað þetta frábæra mark.
87. mín
DAUÐAFÆRI!!! Kjartan Henry fór ótrúlega illa með varnarmenn Grindvíkinga eftir að hafa fengið frábæra sendingu inn í teiginn en hann sólaði eginlega of mikið og sólaði framhjá markinu, eða nánast. Hann var kominn í þröngt færi og Óskar bjargaði. Þarna munaði virkilega litlu, frábærlega gert hjá Kjartani að frátaldri kláruninni.
90. mín
Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kjartan fær gult spjald og er þar með kominn í leikbann. Aganefnd fundar hins vegar ekki fyrr en næsta þriðjudag þannig að hann verður ekki í banni í mikilvæga leiknum gegn ÍBV næsta sunnudag.
90. mín
Hörku lokamínútur hér í Vesturbænum!!! Kjartan Henry á skot sem Óskar ver og Grindvíkingar gefa síðan hornspyrnu. Grindvíkingar komast svo í skyndisókn þar sem Jósef Kristinn er í úrvals færi en skýtur beint á Hannes. Eigum við von á svakalegri dramatík??
90. mín
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. KR-ingar endurheimta toppsætið eftir að ÍBV tapaði í Garðabæ, þeir eru yfir á markatölu en eiga leik til góða. Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Orri Freyr Hjaltalín
('64)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
17. Magnús Björgvinsson
25. Alexander Magnússon
Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
16. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
20. Stefán Þór Pálsson
Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Gul spjöld:
Matthías Örn Friðriksson ('52)
Rauð spjöld: