Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Þór
3
1
Njarðvík
Sigfús Fannar Gunnarsson '6 1-0
Rafael Victor '25 2-0
Ingimar Arnar Kristjánsson '72 3-0
3-1 Tómas Bjarki Jónsson '96
23.08.2025  -  16:00
Boginn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Kaldari inni en úti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: Þéttsetinn Boginn em aldrei fyrr
Maður leiksins: Yann Emmanuel Affi
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Yann Emmanuel Affi
8. Einar Freyr Halldórsson
9. Rafael Victor ('88)
10. Aron Ingi Magnússon ('65)
11. Clement Bayiha ('65)
15. Kristófer Kristjánsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
24. Ýmir Már Geirsson
25. Christian Greko Jakobsen
37. Sigfús Fannar Gunnarsson ('81)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
28. Franko Lalic (m)
2. Ásbjörn Líndal Arnarsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('65)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('81)
18. Sverrir Páll Ingason
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('88)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('65)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Konráð Grétar Ómarsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Yann Emmanuel Affi ('77)
Ýmir Már Geirsson ('80)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Sungu Þórsara á toppinn
Hvað réði úrslitum?
Þetta var á pari í dag, frammistaða Þórsara inn á vellinum og svo frammistaða stuðningsmannanna, Mjölnismanna, í stúkunni. Magnaður stuðningur sem hófst löngu fyrir leik og hafði klárlega áhrif á Þórsliðið í dag - gaf liðinu mikinn kraft. Þór var ofan á fyrri hálfleiknum og leiddi sanngjarnt, Njarðvík bankaði í seinni en markið til að opna leikinn kom ekki fyrr en munurinn var orðinn þrjú mörk og nánast ekkert eftir.
Bestu leikmenn
1. Yann Emmanuel Affi
Þvílíkur fengur fyrir Þór þessi leikmaður, besti miðvörður deildarinnar. Hef áður sagt það en segi aftur, maður sá þetta ekki í honum miðað við fyrstu leiki hans sem vou alls ekki góðir.
2. Sigfús Fannar Gunnarsson
Jafnmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Skoraði sitt tólfta deildarmark og hefði hæglega getað skorað fleiri. Lagði upp þriðja markið og var mjög öflugur.
Atvikið
Annað mark Þórs. Davíð Helgi var þjáður og settist í grasið, varnarlína Njarðvíkur færðist ofar þannig hann sat eftir og við það myndaðist stórt svæði sem Rafael Victor nýtti sér og tvöfaldaði forskot heimamanna.
Hvað þýða úrslitin?
Þórsarar eru komnir á topp Lengjudeildarinnar í fyrsta sinn í háa herrans tíð. Fimm sigrar í röð og sjö í síðustu átta. Þetta var annað tap Njarðvíkur í röð og liðið er komið í þriðja sætið eftir sigur Þróttara fyrr í dag.
Vondur dagur
Allt Njarðvíkurliðið virkaði vankað í fyrri hálfleik, Freysteinn kannski líflegastur. Þjálfari liðsins var ósáttur með Aron Snæ í fyrsta markinu og Davíð Helga í öðru markinu. Þeir fá þetta box.
Dómarinn - 7
Fannst Vilhjálmur Alvar dæma þennan leik heilt yfir mjög vel, sammála spjöldunum fyrir utan eitt því ég ætla að fá að setja stórt spurningamerki við atvik í uppbótartíma þar sem ég held að Sigurjón hefði átt að fjúka út af fyrir að grípa í Ingimar á sprettinum. Rautt spjald og vítaspyrna eins og ég sé þetta, brotið heldur áfram inn í teig.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias ('78)
9. Oumar Diouck
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('73)
13. Dominik Radic ('78)
16. Svavar Örn Þórðarson ('78)
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
21. Viggó Valgeirsson ('73)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Andrés Már Kjartansson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg ('78)
10. Valdimar Jóhannsson ('73)
17. Símon Logi Thasaphong ('78)
18. Björn Aron Björnsson ('78)
29. Ali Basem Almosawe ('73)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Rafn Markús Vilbergsson
Sigurður Már Birnisson
Jaizkibel Roa Argote
Gabríel Sindri Möller

Gul spjöld:
Svavar Örn Þórðarson ('61)
Viggó Valgeirsson ('69)

Rauð spjöld: