Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Stjarnan
3
1
Fram
0-1 Kamila Elise Pickett '8
Andrea Mist Pálsdóttir '30 1-1
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '52 2-1
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '68 3-1
12.09.2025  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Maður leiksins: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
13. Bridgette Nicole Skiba (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('85)
4. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('85)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
9. Birna Jóhannsdóttir ('76)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir ('76)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Vera Varis (m)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('76)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('76)
18. Margrét Lea Gísladóttir
22. Esther Rós Arnarsdóttir ('85)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir
42. Sandra Hauksdóttir ('85)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Jessica Ayers
Arnar Páll Garðarsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:
Jakobína Hjörvarsdóttir ('11)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Takk fyrir að lesa, skýrsla og viðtöl koma seinna.
92. mín
Fanney skýtur í hliðarnetið, fór af varnarmanni
91. mín
Smith með skot en það fer rétt yfir markið
90. mín
+3 í uppbótartíma
88. mín
Hulda með skot langt frá og hann fer á Orkus en hún missir hann en rétt nær honum aftur áður en leikmaður Stjörnunnar nær að skora
87. mín
Andrea með skot fyrir utan vítateiginn en hann er beint á Orkus sem grípur hann
85. mín
Inn:Sandra Hauksdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
85. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
85. mín
Inn:Freyja Dís Hreinsdóttir (Fram) Út:Una Rós Unnarsdóttir (Fram)
84. mín
Tiernan sleppur í gegn á vinstri kantinum og fyrirjgöf hennar er beint á haus Ólínu en skallinn er ekki góður og er laus, fer beint á varnarmann stjörnunnar
83. mín
aukaspyrna sem virðust vera fara beint á leikmann Fram en hún rétt nær ekki að skalla hann og fyrir markspyrnu
80. mín
Andrea með skot en það er laust og létt fyrir Orkus að grípa boltann
80. mín
Hulda með skotið fyrir utan vítateiginn en skotið er rétt yfir markið
79. mín
Hulda hrund með fyrrigjöf en hún fer beint í hendurnar hjá Orkus
78. mín
Lítið að gerast en Stjarnan er líklegri til þess að bæta við
76. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
76. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
73. mín
Dominiqe með misheppnaða fyrirgjöf sem endar hjá Skiba
73. mín
Snædís með fyrirgjöf á hægri kantinum á Gyðu en hún nær ekki skotinu og Orkus grípur hann
68. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Gyða Kristín Gunnarsdóttir
Gyða á hægri kantinum með bolta sem fer beint á Úlfu Dís sem er galopin og þarf bara að pota honum inn
67. mín
Langur bolti í gegnum vörn Stjörnunnar en Skiba tekur hann
67. mín
Tiernan rangstæður eftir langa aukaspyrnu frá Dominiqe
64. mín
Úlfa Dís keyrir í átt að markinu á vinstri kantinum en hún fer niður, hún vill víti en dómarinn segir henni að standa upp
64. mín
Inn:Eyrún Vala Harðardóttir (Fram) Út:Katrín Erla Clausen (Fram)
64. mín
Inn:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (Fram) Út:Alda Ólafsdóttir (Fram)
62. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Úlfu Dís sem flýgur í gegnum allan mannskapinn á hægri kantinum en það er engin þarna til þess að pota honum inn
58. mín
Fram í skyndisókn en Farkas með skotið sem fer rétt framhjá markinu en skotið er fyrir utan vítateiginn
56. mín
Úlfa Dís á hægri kantinum með fyrirgjöf sem fer fyrir horn
54. mín
Hassett með skot fyrir utan vítateiginn en Orkus ver hann
52. mín MARK!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Úlfa Dís fær hann á hægri kantinum og rennir hann í gegnum vítateiginn og hann endar á Gyðu sem er á vinstri kantinum og hún rúllar honum inn
52. mín
Varnarmaður Fram sparkar boltanum í varnarmann Frams og boltinn fer í áttina að þeirra eigin marki en Orkus grípur hann
51. mín
Birna með skotið rétt fyrir utan vítateiginn en hann fer beint í varnarmann og sparkað svo út
49. mín
Fyrirgjöf sem á að fara á Tiernan en varnarmaður stjörnunnar nær að sparka burt
48. mín
Úlfa Dís fær boltann inn í vítateignum og sendir hann á Snædísi sem er galopin en fyrirgjöf hennar sem á að fara á Gyðu fer framhjá markinu
46. mín
Ingibjörg með fyrirgjöf en hún er yfir markið
46. mín
Seinni hálfleikur Stjörnukonur byrja
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur en sjáumst eftir korter

Pickett er búin að vera hættuleg á hægri vængnum en Tiernan er búin að hættuleg líka sérstaklega þegar það nær kom að hálfleik

Stjarnan er að spila og vel, í miðju fyrri hálfleiksins þá voru þær líklegri til þess að skora fleiri en Orkus er búin að verja vel
45. mín
+1 í uppbótartíma
45. mín
Tiernan sloppin í gegn á hægri vængnum en fyrirgjöf hennar er beint á haus varnarmanns
44. mín
Rangstaða Tiernan að skora fyrir Fram en það er flaggað fyrir rangstöðu
43. mín
Léleg sending frá Andreu Mist á leikmann Fram sem sendir Tiernan strax í gegn á fyrstu sendingu en Skiba er hraðari í boltann og sparkar honum

Hefur gerst áður að Stjarnan er að gefa lélegar sendingar sem er að gefa Fram góð tækifæri til þess að skora eins og fyrsta mark leiksins
42. mín
Pickett með skallan eftir scramble í teig Stjörnunnar en skallinn fer yfir
41. mín
Sáralítið að gerast á þessari stundu
36. mín
Arna Dís með fyrirgjöf sem lendir beint á markmanninn
33. mín
Úlfa Dís með skotið fyrir utan vítateiginn en það fer yfir markið
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Birna Jóhannsdóttir
Birna og Andrea eru að senda á milli sín fyrir utan og í vítateignum og Andrea tekur svo skotið og það flýgur í efra vinstra horn marksins, óverjandi
29. mín
Stjörnukonur eru byrjaðar að vera meira með boltann og fá fleiri tækifæri
28. mín
Orkus með aðra vörslu, Ingibjörg með skotið inn í vítateignum en það er laust
27. mín
Una Rós missir boltann og Birna kemst í 1v1 stöðu en Orkus er fljót út og ver hann fyrir horn
26. mín
Horn hjá Fram en Skiba nær ekki boltanum og hann flýgur yfir hana en Fram ná ekki að búa til tækifæri
23. mín
Innkast nálægt vítateig Stjörnunnar, kastið fer beint á Unu Rós sem nær að skjóta en skotið er beint á Skiba, Tiernan hársbreydd frá því að ná boltanum eftir vörsluna en nær ekki
22. mín
Pickett á hægri vængnum reynir að komast í skyndisókn en varnarmaður nær að tækla hana og stoppa sóknina
21. mín
Ingibjörg Lúcía með skot sem virðist fara framhjá markinu en varnarmaður setur fótinn út sem lætur Orkus neyðast til þess að verja skotið
19. mín
Úlfa Dís með skot rétt fyrir utan vítateiginn en það fer í varnarmann
17. mín
Gyða Kristín kemst í góað stöðu á móti markmanninum en Orkus er fljót og nær að loka á tækifærið
14. mín
Hár bolti yfir vörn Stjörnunnar á Pickett aftur sem hún kemst í 1v1 stöðu en Skiba ver
13. mín
Alda með skot fyrir aftan vítateig en hann fer framhjá
12. mín
Framarar herja á vörn Stjörnunar en vörn Stjörnunar verja vel og ná að koma honum burt
11. mín Gult spjald: Jakobína Hjörvarsdóttir (Stjarnan)
8. mín MARK!
Kamila Elise Pickett (Fram)
Stoðsending: Murielle Tiernan
Stjarnan missir boltann eftir vel lélega og misheppnaða sendingu um miðjan völlin og Tiernan fær boltann og rennur boltanum á Pickett sem er í 1v1 stöðu og skorar af miklu öryggi
6. mín
fyrirgjöf frá Snædísi en hún fer í varnarmann en Tiernan er hársbreydd frá því að ná í hann, Skiba grípur hann samt
4. mín
Það er barist hart á vellinum en það er ekki mikið að gerast
1. mín
Hár bolti á Snædísi en hann er aðeins of fastur og fer fyrir markspyrnu
1. mín
Hár bolti yfir á Tiernan en hann var of fastur
1. mín
Framarar fara strax í það að missa boltann óheppilegt
1. mín
Leikur hafinn
Framarar byrja leikinn
Fyrir leik
Spáin Bára Kristbjörg er spámaður umferðarinnar.

Hún spáir 3-1 sigur fyrir Stjörnuna.

,,Það er mikil spenna frá 5.sæti og niður í það 8. Þar sem aðeins 4 stig skilja þessi sæti að og 6 stig eftir í pottinum fyrir skiptingu. Bæði lið spiluðu hrikalega vel í síðustu umferð en Stjarnan vann sinn leik á meðan Fram tapaði á ótrúlegan hátt á króknum. Ég held að þessi umferð verði eins og Stjarnan vinnur Fram 3-1 á Samsung."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skipulagður varnarleikur á dagskrá og þá horfum við í undir 2.5 mörk sem eru á stuðlinum 2.62 á Epic
Fyrir leik
Fram tók síðasta leik Fyrri leikur liðanna var í 8. umferð þar sem Fram sigraði 3-1 á heimavelli sínum.

Lily Anna Farkas og Murielle Tiernan með tvennu skoruðu fyrir Fram, Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómaratríóið Stefán Ragnar Guðlaugsson er með flautuna í dag og honum til aðstoðar eru þau Kári Mímisson og Eydís Ragna Einarsdóttir. Breki Sigurðsson er varadómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram Fram er í áttunda sæti í deildinni með 18 stig, 6 sigrar, 0 jafntefli og 10 töp.

Fram tapaði síðasta leiknum sínum gegn Tindastóli á útivelli. En fyrir leikinn gegn Tindstóli unnu þær gegn Þór/KA á heimavelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Murielle Tiernan er markahæsti leikmaður liðsins með 9 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan er í fimmta sæti í deildinni með 22 stig, 7 sigrar, 1 jafntefli og 8 töp.

Stjarnan hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Þór/KA og FHL.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Úlfa Dís Úlfarsdóttir er markahæsti leikmaður liðsins með 8 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Besta deildin heilsar Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin á Samsungvöllinn, heimavöll Stjörnunar sem tekur á móti Fram í 17. umferð Bestu Deildarinnar.

Leikurinn hefst kl. 18:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ashley Brown Orkus (m)
4. Emma Kate Young
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
6. Katrín Erla Clausen ('64)
7. Alda Ólafsdóttir ('64)
9. Murielle Tiernan
10. Una Rós Unnarsdóttir ('85)
11. Lily Anna Farkas
13. Mackenzie Elyze Smith (f)
14. Hildur María Jónasdóttir
30. Kamila Elise Pickett
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
16. Karítas María Arnardóttir
20. Freyja Dís Hreinsdóttir ('85)
23. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('64)
26. Sylvía Birgisdóttir
77. Eyrún Vala Harðardóttir ('64)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Kirian Elvira Acosta
Gareth Thomas Owen
Pálmi Þór Jónasson
Svava Björk Hölludóttir
Guðlaug Embla Helgadóttir
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: