Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 1
1
ÍBV
Besta-deild karla
ÍA
LL 3
1
Afturelding
Breiðablik
1
1
ÍBV
0-1 Sverrir Páll Hjaltested '27
Tobias Thomsen '82 1-1
15.09.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('65)
9. Óli Valur Ómarsson ('65)
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson ('33)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('75)
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Arnór Gauti Jónsson ('65)
19. Kristinn Jónsson ('33)
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
77. Tobias Thomsen ('65)
99. Guðmundur Magnússon ('75)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('45)
Ágúst Orri Þorsteinsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Allt jafnt! Eyjamenn enda í neðri hlutanum og bið Blika eftir sigri í deild lengist örlítið meir.

Viðtöl og skýrlsa væntanleg seinna í kvöld.
96. mín
Tíminn er að renna frá báðum liðum.
95. mín Gult spjald: Þorlákur Breki Þ. Baxter (ÍBV)
93. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Eyjamanna og Gummi Magg og Þorlákur Breki Baxter sýnist mér skella saman og leikurinn stopp meðan hugað er að þeim.
91. mín
Eyjamenn ógna! Eyjamenn eru í hörku færum en Anton Ari bjargar heimamönnum!

Leikurinn að opnast þar sem bæði lið þurfa sigur!
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót
90. mín
Gummi Magg hleður í skot en flaggið á loft.
88. mín
Hliðarnetið! Eyjamenn í hættulegri stöðu og eiga hörkuskot í hliðarnetið!
87. mín
Það er smá kraftur í Blikum eftir markið.

Er sigurmark í þessu?
82. mín MARK!
Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Blikar jafna! Frábær fyrirgjöf frá vinstri endar á kollinum á Tobias Thomsen sem sneiðir hann í fjærhornið og jafnar leikinn!

ALLT JAFNT!
79. mín
Tobias Thomsen tekur spyrnuna og þrumar yfir markið.
78. mín
Blikar fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig.
75. mín
Inn:Jorgen Pettersen (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
75. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
72. mín
Tobias Thomsen með skalla framhjá markinu.
70. mín
Það er smá hiti að færast í þetta.
69. mín Gult spjald: Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Pirringur.
67. mín
Blikar í færi! Blikar finna Tobias Thomsen inn á teig og hann sker hann út á Valgeir Valgeirs sem tekur sér aðeins of langan tíma í þetta og á skot sem fer í varnarmann ÍBV en hann fær boltann aftur og lætur vaða á rétt framhjá.
66. mín
Þetta er endana á milli þessa stundina en vantar samt aðeins upp á.
65. mín
Inn:Tobias Thomsen (Breiðablik) Út:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
65. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
62. mín
Þetta var varsla!! Kristófer Ingi með skalla eftir horn sem Zapytowski ver frábærlega!
58. mín
Þetta er ekki alveg að smella fyrir Blika. Spurning hvort Dóri þurfi ekki að fara að hrista eitthvað upp í þessu og horfa í bekkinn.
53. mín
Eyjamenn sækja hratt og Hermann Þór keyrir í átt að marki og kemur boltanum á Oliver Heiðarsson á hægri vængnum en færið rennur út í sandinn.

Blikar óánægðir því þeir vildu fá dæmt hendi og víti í teig Eyjamanna þegar þeir sprengja upp.
51. mín
Hætta við mark Blika Virkilega vel spilað hjá Eyjamönnum og Hermann Þór kemur með fastan bolta fyrir markið í hættusvæðið en Vicente Valor er skrefinu á eftir boltanum og missir af honum.
46. mín
Eyjamenn sparka þessu af stað aftur
46. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn leiða í hlé! Það eru ÍBV sem eru á leið í efri hluta úrslitakeppninnar eins og staðan er núna. Breiðablik sömuleiðs að dragast verulega aftur úr í baráttunni við toppinn.

Blikar hafa ekki verið að finna glufur á vörn Eyjamanna sem hafa varist þeim vel. Eyjamenn fengið hættulegri færi í fyrri hálfleiknum en Blikar verið meira með boltann.

Verður áhugavert að sjá hvernig seinni hálfleikurinn spilast.
45. mín
Fjórar mínútur í uppbót
45. mín
HÖRKUFÆRI! +1

Stórhætta sem skapast úr aukaspyrnunni og Sverrir Páll á gott skot sem Anton Ari ver vel.
45. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Heftir för Elvis upp hægri og fær spjald.
43. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Fer full hraustlega í Kristinn Steindórsson og fer í svörtu bókina.
35. mín
Frábær sending á milli miðvarða ÍBV en Óli Valur rétt á eftir Zapytowski sem kom vel út á móti.
33. mín
Inn:Elvis Bwomono (ÍBV) Út:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
Búin að leggjst niður tvisvar í kvöld og getur ekki haldið leik áfram.
33. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Geri ráð fyrir að þetta séu meiðsli að hrjá Davíð Ingvars.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Skot á nærstöng! Kristinn Steindórs með tilraun sem Zapytowski ver.
27. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Eyjamenn taka forystu! Eyjamenn fengu svo sannarlega tækifærin til að klára þetta færi!

Alex Freyr á skot sem Anton Ari ver en Vicente Valor nær frákastinu og aftur ver Anton Ari og hann fellur fyrir Sverrir Pál sem nær með aðstoð Damirs að koma boltanum yfir línuna!

Damir á síðustu snertingu á leið inn en hann náði ekki að hreinsa tilraun Sverris og hvort þetta teljist sjálfsmark eða ekki verður að koma í ljós en það kemur út á það sama!

EYJAMENN LEIÐA!!
21. mín
Lúmskt! Óli Valur reynir að lyfta boltanum yfir Marcel Zapytowski í marki Eyjamanna inni á teig en hann slær boltann frá.

Lúmsk tilraun hjá Blikum.
19. mín
Blikar meira með boltann en ná þó lítið að skapa á móti þéttri vörn Eyjamanna.
16. mín
Hörkuskot! Höskuldur Gunnlaugs lætur vaða fyrir utan teig fast skot sem Marcel Zapytowski í marki ÍBV lenti í smá vandræðum með.
12. mín
Nokkuð jafnt með liðunum hér í upphafi.
9. mín
Eyjamenn verjast þessu horni vel.
8. mín
Breiðablik fær fyrsta horn leiksins.
3. mín
Alex Freyr reynir lúmskan bolta innfyrir en Anton Ari kemur út og handsamar boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik sparkar þessu af stað
Fyrir leik
Öruggur Blika sigur í dag er girnilegt, -1,5 á Epic er á flottum 2.7 stuðli
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! - Sterkir póstar á bekknum Breiðablik gera fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum uppi á Skaga en inn í liðið koma Ásgeir Helgi Orrason, Viktor Karl Einarsson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Kristófer Ingi Kristinsson fyrir Arnór Gauta Jónsson, Kristinn Jónsson, Viktor Örn Margeirsson og Tobias Thomsen.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyjamenn gera þá þrjár breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn ÍA. Inn koma Nökkvi Már Nökkvason, Sverrir Páll Hjaltested og Arnar Breki Gunnarsson fyrir þá Milan Tomic, Oliver Heiðarsson og Elvis Bwomono.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik spilar í sérstökum treyjum í kvöld Leikurinn verður spilaður til styrktar Ljóssins en í ár vill meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki vekja athygli á starfi ungra karla í Ljósinu.

Mynd: Breiðablik


Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Breiðablik mun spila í sérstökum treyjum til styrktar málefninu í leiknum í kvöld. Treyjan er hvít og með merki Ljóssins.

Fyrir leik
Spámaðurinn Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er mikill sérfræðingur um deildina, spáir í leikina að þessu sinni.

Breiðablik 3 - 1 ÍBV
Verður erfiður leikur fyrir Blika en þeir ná að kreista út gríðarlega mikilvægan sigur gegn flottu ÍBV liði og verða nálægt toppnum ásamt þremur öðrum liðum og við fáum ævintýralega skemmtilega úrslitakeppni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Gustað aðeins um Breiðablik Það hefur gengið afskaplega erfiðlega hjá Breiðabliki í Bestu deildinni í rúmlega tvo mánuði. Frá því að 1-4 sigur vannst á grönnunum í Stjörnunni hefur Breiðablik einungis unnið einn deildarleik. Það skal þó taka það fram að Breiðablik vann albanska liðið Egnatia í júlí sem fór langt með það að tryggja liðinu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og var það mjög öflugur sigur, og sætið í deildarkeppninni var svo tryggt með tveimur sigrum gegn Virtus frá San Marínó.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Breiðablik Blikar hafa ekki haft miklu að fagna í Bestu deildinni síðustu vikur og mánuði. Síðasti sigur Breiðabliks í deildinni kom 19. júlí þegar þeir höfðu betur gegn Vestra í 15. umferð en síðan þá hafa þrjú töp og þrjú jafntefli verið niðurstaðan fyrir Íslandsmeistarana sem eru nú í hættu á að stimpla sig ekki bara úr Íslandsmeistarabaráttunni heldur Evrópubaráttu ef þeim tekst ekki að komast aftur á sigurbraut bráðlega.

Það er því til mikils að vinna fyrir heimamenn sem þyrstir í langþráðan sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Efri hlutinn er séns fyrir Eyjamenn Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að Eyjamenn þurfa að sækja til sigurs hér í kvöld til þess að tryggja sig inn í efri hluta umspilið.

Þeir sitja í 8.sætinu með 28 stig en stigi fyrir ofan þá með 29 stig má finna KA og Fram. Fram sitja á markatölunni í 6.sætinu og vonast eftir að Breiðablik geri sér greiða með sigri í dag eða að Eyjamenn vinni allavega ekki.
ÍBV er með -4 í markatölu á meðan Fram eru með +1 svo það er ljóst að ekkert annað en sigur mun duga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Þórður Þorsteinsson Þórðarson heldur utan um flautuna hér í dag og honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Bergur Daði Ágústsson.
Fjórði dómari og sérlegur tæknimaður á skilti er Gunnar Freyr Róbertsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Velkomin til leiks! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik taka á móti ÍBV í Best deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
4. Nökkvi Már Nökkvason ('33)
5. Mattias Edeland
10. Sverrir Páll Hjaltested
14. Arnar Breki Gunnarsson ('46)
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
30. Vicente Valor ('75)
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
7. Jorgen Pettersen ('75)
11. Víðir Þorvarðarson
20. Indriði Áki Þorláksson
21. Birgir Ómar Hlynsson
22. Oliver Heiðarsson ('46)
42. Elvis Bwomono ('33)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Elías J Friðriksson
Arnar Gauti Grettisson
Elías Árni Jónsson
Bjarki Björn Gunnarsson
Filipe Andre Alexandre Machado

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('43)
Þorlákur Breki Þ. Baxter ('95)

Rauð spjöld: