Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Selfoss
0
0
Keflavík
13.09.2025  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Síðustu leikir Í síðustu umferð spiluðu bæði liðin hörkuleiki, Selfoss tapaði 2-0 fyrir Leikni á meðan Keflvík vann Njarðvík 2-1.

Því má segja að liðin gangi missátt frá verkefnum 21. umferðar en það er allt undir hér í dag og mikið til að berjast um.

Þó munu bæði lið þurfa að treysta á önnur úrslit í leikjum dagsins ef þau ætla ná markmiðum sínum hér.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna Þessi lið mættust síðast 3.Júlí 2025 í 11. umferð á HS Orku vellinum.

Þar var boðið uppá alvöru veislu sem endaði með 3-2 sigri Keflavíkur.
Staðan var 2-2 strax eftir 20mín.
Mörk Keflavíkur skoruðu Ari Steinn og Muhamed Alghoul.
Mörk Selfoss skoruðu Reynir Freyr og Aron Lucas.
Sigurmarkið kom svo á 80mín upp úr horni þar sem Frans Elvarsson skallaði boltan glæsilega í netið.


Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Sigurður Bjartur Hallsson spáði fyrir þessa síðustu umferð Lengjudeildarinnar.
Hann spáði þvælu leik.

Selfoss 4-5 Keflavík
Fyrir leik
Keflavík Keflvíkingar eru í 6.sæti með 34 stig.

Gestirnir eru þremur stigum frá umspili og því gæti markatala þeirra í lok dags reynst þeim býsna mikilvæg.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Selfoss Selfyssingar eru í 11.sæti fyrir leik dagsins með 19 stig.

Nýliðunum bráðvantar stig og einnig þurfa önnur úrslit í leikjum dagsins að falla með þeim til að þeir haldi sér uppi.

Nacho Gil er eini í leikbanni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómararnir Helgi Mikael Jónasson er á flautunni í dag.

Guðni Freyr Ingvason og Breki Sigurðsson honum til aðstoðar.

Jón Sigurjónsson er eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Síðasta umferðin! Verið velkomin í 22.umferð og jafnframt þá síðustu fyrir umspil í Lengjudeildinni.

Þessi textalýsing er í beinni frá JÁVERK-vellinum, þar sem Selfoss fær Keflavík í heimsókn.
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: