Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bryndís viðbeinsbrotin og er tæp fyrir landsleikina mikilvægu
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna Níelsdóttir verður mögulega ekki með íslenska landsliðinu í næstu tveimur leikjum liðsins þar sem hún er viðbeinsbrotin. Hún brotnaði í fyrsta leik Växjö í sænsku úrvalsdeildinni og hefur því ekki verið í leikmannahópnum síðan.

Í samtali við Fótbolta.net segir Bryndís að hún verði 6-8 vikur að jafna sig á brotinu. Bryndís meiddist 14. apríl og sex vikum eftir þá dagsetningu á landsliðið tvo leiki. Ef Bryndís missir af leikjunum verður það annað höggið fyrir liðið á skömmum tíma því fyrr í vikunni var greint frá því að Sædís Rún Heiðarsdóttir væri að glíma við meiðsli.

Bryndís skoraði flest mörk af öllum í Bestu deildinni í fyrra, skoraði all 15 mörk í 22 leikjum með Val. Í kjölfarið samdi hún svo við Växjö. Hún er tvítugur framherji sem var í byrjunarliðinu gegn Póllandi í síðasta landsleikjaglugga og kom inn af bekknum gegn Þýskalandi. Framundan, sitthvoru megin við mánaðamótin maí/júní eru tveir leikir gegn Austurríki sem eru lykilleikir í undankeppninni.

Alls á Bryndís að baki 6 leiki fyrir A-landslið og í þeim hefur hún skorað 1 mark.

föstudagur 31. maí
Landslið kvenna - Undankeppni EM
00:00 Þýskaland-Pólland
16:00 Austurríki-Ísland (Josko Arena Ried)

þriðjudagur 4. júní
Landslið kvenna - Undankeppni EM
00:00 Pólland-Þýskaland (Stadion Miejski w Gdyni)
19:30 Ísland-Austurríki (Laugardalsvöllur)
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 2 2 0 0 6 - 3 +3 6
2.    Austurríki 2 1 0 1 5 - 4 +1 3
3.    Ísland 2 1 0 1 4 - 3 +1 3
4.    Pólland 2 0 0 2 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner