Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. september 2010 23:55
Fótbolti.net
Umfj.: Eyjamenn áfram í baráttunni eftir sigur í Suðurlandsslag
Sævar Þór Gíslason og Tonny Mawejje í baráttunni.
Sævar Þór Gíslason og Tonny Mawejje í baráttunni.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Stuðningsmenn ÍBV voru hressir.
Stuðningsmenn ÍBV voru hressir.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þórarinn Ingi fagnar marki sínu.
Þórarinn Ingi fagnar marki sínu.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Einar Ottó Antonsson með boltann.
Einar Ottó Antonsson með boltann.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfoss 0-2 ÍBV
0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (7. mín)
0-2 Albert Sævarsson (81. mín - víti)

Selfoss tók á móti ÍBV í derbyslag 20. umferðar í Pepsídeildinni í dag. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, ÍBV í harðri toppbaráttu og Selfyssingar í botnbaráttunni.

Fyrir leik voru stúlkunar úr 3. flokk Selfoss heiðraðar, en þær urðu Íslandsmeistarar á dögunum. Eins voru strákarnir úr 6.flokk sem urðu líka íslandsmeistarar og stelpurnar í 6. flokk sem tóku silfrið á Íslandsmótinu heiðruð.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust ætla að berjast fyrir lífi sínu. Það kom því alveg gegn gangi leiksins er ÍBV komst yfir á 8. mínútu. Þá fór Denis Sytnik upp hægri kantinn, lék á varnarmann Selfyssinga og lagði boltann fyrir Þórarinn Inga sem var kominn á fjær stöng og setti boltann í markið.

Nokkuð fjör var í leiknum í byrjun og stuttu eftir markið vildu eyjamenn fá víti. Hinum megin á vellinum náðu Ingþór Jóhann og Viðar Örn að spila sig í gegnum vörn ÍBV, en náðu ekki að skora. Eins átti Jón Daði gott skot eftir einstaklingsframtak. Denis Sytnik átti svo gott færi er hann slapp einn í gegn, en setti boltann framhjá.

Um miðjan fyrrihálfleik missteig markaskorarinn Þórarinn Ingi sig og þurfti stuttu seinna að fara af velli, en eftir ítarlega skoðun hjá Víði Óskarssyni þá var einungis um netta tognun að ræða og gæti þessi mikilvægi leikmaður náð næsta leik eyjamanna.

Þegar leið á fyrri hálfleik róuðu eyjamenn leikinn niður, voru lengi að taka öll föst leikatriði og lágu eftir hvert brot. Skynsamlega spilað hjá þeim og Selfyssingar ekki með nógu mikið sjálfstraust til að rífa leikinn upp aftur.

Í hálfleik var flott klappstýru atriði frá stúlkum frá Vík í Mýrdal og eins voru nokkrum hvítum friðardúfum sleppt. Táknræn og flott atriði.

Fyrsta færi síðari hálfleiks fékk ÍBV, en þá komst Tonny einn í gegn en setti boltann í hliðarnetið. Fyrsta færi Selfoss í seinni fékk Ingþór eftir frábæra sendingu frá Jóni Daða þá fór skalli Ingþórs framhjá.

Á 65. mínútu gerðu Selfyssingar tvöfalda skiptingu, þá komu Sævar Þór og Arilíus inn fyrir Ingþór Jóhann og Guðmund Þórarinsson. Tíu mínútum seinna fór Sigurður Eyberg útaf fyrir Einar Ottó. Hinum megin kom Eyþór Helgi inn fyrir Denis Sytnik og satt að segja var lítið annað að gerast á þessum tíma.

En á 80. mínútu slapp Viðar Örn í gegn eftir góða sendingu frá Sævari Þór, en Albert í marki ÍBV varði vel. Mínútu seinna fengu eyjamenn vítaspyrnu upp úr nákvæmlega engu, frekar harður dómur hjá dómara leiksins.

Það var markmaðurinn Albert Sævarsson sem var sendur á punktinn og þrátt fyrir furðulegt aðhlaup skoraði hann örugglega og kom ÍBV í 0-2. Yngvi Borgþórs kom svo inn á fyrir Tryggva Guðmunds þegar lítið var eftir og síðasta færið fékk Eyþór Helgi, en Jóhann Ólafur varði virkilega vel.

Leikurinn í heild sinni var frekar dapur, Selfyssingar sennilega að spila einn sinn versta leik í sumar og ljóst að eyjamenn hafa oft spilað betur. Veðrið var til fyrirmyndar, völlurinn frábær og heyrðist hátt í fjölmörgum stuðningsmönnum beggja liða. Allar aðstæður til að spila góðan fótbolta því til staðar, en leikurinn því miður ekkert fyrir augað.

Selfyssingar eru eftir þennan leik einir á botninum, sex stigum á eftir Grindavík og nokkur munur á markatölunni. Því er ljóst að róðurinn verður erfiður fyrir þá, en enn er tölfræðileg von. Eyjamenn eru hins vegar áfram í toppbaráttu, eru enn stigi á eftir toppliði Breiðabliks og allt opið þar.

Selfoss 4-4-2: Jóhann Ólafur Sigurðsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson(Einar Ottó Antonsson) Agnar Bragi, Andri Freyr Björnsson, Ingþór Jóhann Guðmundsson(Sævar Þór Gíslason) Viktor Unnar Illugason, Martin Dohlsten, Guðmundur Þórarinsson( Arilíus Marteinsson) Viðar Kjartansson, Jón Daði Böðvarsson, Jón Guðbrandsson

ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson(Danien Justin Warlem) Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson (Ingvi Borgþórsson) Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen

Maður leiksins: Tonny Mawejje
Áhorfendur: 1124
banner
banner