Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mið 24. apríl 2024 22:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Verðum að hætta að gefa mörk
Mynd: EPA

Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að liðið verði að hætta að gefa mörk en liði fékk á sig ansi klaufaleg mörk í 4-2 sigri liðsins gegn Sheffield United í kvöld.


„Þetta var góður leikur fyrir áhorfendur. Við spiluðum nokkuð vel. Það var margt jákvætt og margt neikvætt. Við gáfum tvö mörk, það má ekki gerast, það er óásættanlegt og við verðum að taka það út úr leiknum okkar," sagði Ten Hag.

Fyrirliðinn, Bruno Fernandes, jafnaði metin í 2-2 fyrir Man Utd með marki úr vítaspyrnu, skoraði þriðja markið einnig og lagði upp það fjórða.

„Hann er virkilega að leiða liðið áfram. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna hans," sagði Ten Hag.

Þá var Ten Hag ánægður með frammistöðu Casemiro sem hefur verið að spila í miðverði í undanförnum leikjum vegna meiðslavandræða hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner