Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 21:24
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi skoraði í endurkomu - Júlíus með bikarmark
Arnór Ingvi skoraði í mögnuðum leik.
Arnór Ingvi skoraði í mögnuðum leik.
Mynd: Guðmundur Svansson
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði fjórða mark Norrköping sem vann magnaðan 4-2 endurkomusigur gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Andri Fannar Baldursson spilaði allan leikinn fyrir Elfsborg sem var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Ísak Andri Sigurgeirsson var ónotaður varamaður hjá Norrköping.

Gísli Ejólfsson kom inn sem varamaður á 87. mínútu hjá Halmstad sem vann Hammarby 2-1 en Birnir Snær Ingason kom ekkert við sögu hjá Halmstad.

Júlíus Magnússon fyrirliði Frederikstad skoraði eitt af mörkum liðsins í 5-2 útisigri gegn Eik Tönsberg í 2. umferð norsku bikarkeppninnar. Hans fyrsta mark fyrir félagið.

Í hollensku úrvalsdeildinni lék Willum Þór Willumsson allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles sem tapaði 1-3 gegn lærisveinum Arne Slot í Feyenoord. Willum og félagar eru í áttunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner