Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 24. apríl 2024 22:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Venni fær Dag frá FH (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík hefur fengið hinn nítján ára gamla Dag Traustason á láni frá FH út tímabilið. Dagur mun því spila með Þrótti í Lengjudeildinni í sumar.

Framherjinn var á láni hjá Grindavík fyrri hluta mótsins í fyrra og kom við sögu í átta leikjum í Lengjudeildinni.

Dagur er uppalinn hjá FH og á að baki einn leik í efstu deild sem kom gegn KA árið 2021. Hann lék svo með ÍH sumarið 2022 og skoraði þar sex mörk í þrettán leikjum í 3. deild. Hann hefur nokkrum sinnum verið í úrtakshópum yngri landsliðanna.

Sigurvin Ólafsson - Venni, fyrrum aðstoðarþjálfari FH, er í dag þjálfari Þróttar. Þetta er annar framherjinn sem Þróttur fær í dag því í morgun var greint frá því að Þórir Guðjónsson væri mættur í Þrótt.

„Dagur Traustason, ungur strákur, hefur komið mjög vel inn af bekknum í þessum leikjum," sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, um Dag þegar rætt var um framherjamál FH snemma á árinu.
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Athugasemdir
banner
banner
banner