Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   þri 15. mars 2011 13:22
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn gegn Kýpur: Eiður ekki valinn - 10 úr U21
Eiður er ekki í hópnum.
Eiður er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ingvar Þór Kale er sá eini í hópnum sem á ekki landsleik að baki.
Ingvar Þór Kale er sá eini í hópnum sem á ekki landsleik að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn sem mætir Kýpur í undankeppni EM 26. mars næstkomandi.

Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Fulham, er ekki í hópnum að þessu sinni.

,,Hann hefur ekki verið að spila mikið nánast frá því að hann fór frá Barcelona og það er ástæðan fyrir því að hann er ekki í hópnum að þessu sinni,” sagði Ólafur um Eið Smára á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Sölvi Geir Ottesen er ekki með vegna meiðsla og þá er Árni Gautur Arason ekki í hópnum þrátt fyrir að Ólafur velji þrjá markverði. Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, er heldur ekki í hópnum.

,,Auðvitað var hann inn í myndinni eins og aðrir leikmenn en ég valdi hann ekki núna og tók yngri stráka fram yfir hann," sagði Ólafur um Veigar.

Tíu leikmenn í hópnum koma úr U21 árs landsliðinu og þeir verða því ekki með í vináttuleiknum gegn Úkraínu 24.mars. Einhverjir af U21 árs leikmönnunum gætu hins vegar spilað með U21 árs liðinu gegn Englendingum mánudaginn 28. mars.

Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni.

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson (FH)
Stefán Logi Magnússon (Lilleström)
Ingvar Þór Kale (Breiðablik)

Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)
Indriði Sigurðsson (Viking)
Kristján Örn Sigurðsson (Hönefoss)
Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Birkir Már Sævarsson (Brann)
Ragnar Sigurðsson (Gautaborg)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Stabæk)

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Ólafur Ingi Skúlason (Sönderjyske)
Rúrik Gíslason (OB)
Arnór Smárason (Esbjerg)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)
Birkir Bjarnason (Viking)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Gylfi Þór Sigurðsson (Hoffenheim)

Sóknarmenn:
Heiðar Helguson (QPR)
Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar)
Alfreð Finnbogason (Lokeren)
banner
banner
banner