Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 23:17
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
„Þarf enginn að vera hissa að þessi umræða sé komin í gang“
Framtíð Túfa hefur verið til umræðu.
Framtíð Túfa hefur verið til umræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þó Túfa, Srdjan Tufegdzic, hafi bara stýrt Val í átta leikjum eftir að hafa gert þriggja ára samning eru strax komnar af stað vangaveltur og kjaftasögur um að hann sé valtur í sessi.

Rætt var um það í vikunni að Valur hefði áhuga á að ráða Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram.

„Þessi umræða er komin fljótt af stað en það þarf enginn að vera hissa að hún sé komin í gang miðað við hvað hann (Túfa) hefur sýnt og boðið uppá. Ef þeir telja að Rúnar Kristinsson sé rétti maðurinn þarna inn þá myndi ég óttast Val næstu árin. Ég tel að hann sé fullkominn fyrir þennan leikmannahóp," sagði Atli Viðar Björnsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Í þættinum var talað um varfærnislega nálgun Túfa og hvort hans hugmyndafræði henti Valsliðinu. Valur lenti tveimur mörkum undir gegn Stjörnunni á mánudag en gerði jafntefli 2-2.

„Mér finnst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir vilja ekki standa fyrir þetta. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur," segir Atli.

Hann bendir á að Valur hafi unnið þrjá af átta leikjum síðan Túfa tók við af Arnari Grétarssyni sem var rekinn.

„Tveir af þessum þremur sigrum voru gegn liðum í fallbaráttunni og einum fleiri í 80 mínútur sirka. Þeir unnu KR sannfærandi og ég segi að það sé eini góði leikurinn undir stjórn Túfa," segir Atli Viðar en Baldur Sigurðsson var einnig í þættinum.

„Þeir gefa Túfa þriggja ára samning, kannski ætla þeir að halda sér við hann og sjá eitthvað í honum sem við sjáum ekki. Ég veit það ekki. Leikmenn vilja samt spila skemmtilegan fótbolta og vera með boltann og það vilja stuðningsmenn líka. Þetta þarf að koma inn."
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 23 16 4 3 59 - 23 +36 52
2.    Breiðablik 23 16 4 3 55 - 28 +27 52
3.    Valur 23 11 6 6 55 - 35 +20 39
4.    Stjarnan 23 10 5 8 42 - 37 +5 35
5.    ÍA 23 10 4 9 41 - 33 +8 34
6.    FH 23 9 6 8 39 - 41 -2 33
Athugasemdir
banner
banner