Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Sex breytingar hjá Tottenham - Kristian á bekknum
Mynd: Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í Evrópudeildinni í kvöld þar sem 9 leikir fara fram í fyrstu umferð á fyrsta deildartímabili í sögu keppninnar.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest og gerir Ange Postecoglou þjálfari Tottenham sex breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Brentford um helgina fyrir heimaleik gegn asersku risunum í Qarabag. Radu Dragusin, Ben Davies, Yves Bissouma, Pape Sarr og hinir 18 ára gömlu Archie Gray og Lucas Bergvall koma inn í byrjunarliðið.

Son Heung-min, Dominic Solanke og Brennan Johnson halda byrjunarliðssætum sínum í sóknarlínunni.

Þá er Kristian Nökkvi Hlynsson á bekknum hjá Ajax sem tekur á móti tyrkneska stórveldinu Besiktas. Alveg eins og Daníel Tristan Guðjohnsen hjá Malmö, sem er að spila við Rangers þessa stundina og er staðan þar 0-2 fyrir Rangers.

Í byrjunarliði Ajax má finna Jordan Henderson, fyrrum fyrirliða Liverpool, og Bertrand Traore sem lék fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Daniele Rugani, Wout Weghorst og Chuba Akpom eru meðal varamanna.

Byrjunarlið Besiktas er heldur ekki af verri endanum, þar sem fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Arthur Masuaku, Gabriel Paulista, Milot Rashica og Gedson Fernandes byrja allir á meðan Joao Mario og Ciro Immobile byrja á bekknum.

Að lokum er búið að staðfesta byrjunarlið úr stórleik kvöldsins, þar sem AS Roma tekur á móti Athletic Bilbao í gríðarlega spennandi slag.

Ungstirnið eftirsótta Nico Williams byrjar á bekknum hjá Athletic Bilbao eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í spænsku deildinni í síðustu viku. Bróðir hans Inaki Williams er þó á sínum stað í byrjunarliðinu ásamt Gorka Guruzeta.

Paulo Dybala og Artem Dovbyk leiða öfluga sóknarlínu Rómverja sem eru að spila sinn annan leik undir stjórn nýs þjálfara.

Tottenham: Vicario, Gray, Dragusin, Van de Ven, Davies, Sarr, Bissouma, Bergvall, Johnson, Son, Solanke
Varamenn: Werner, Udogie, Porro, Maddison, Kulusevski, Bentancur, Austin, Forster, Lankshear, Moore



Ajax: Pasveer, Rensch, Sutalo, Baas, Hato, Fitz-Jim, Henderson, Taylor, Traore, Godts, Brobbey
Varamenn: Akpom, Weghorst, Hlynsson, Rugani, Wijndal, Tahirovic, Van den Boomen, Rasmussen, Ramaj, Kaplan, Gorter, Banel

Besiktas: Gunok, Svensson, Gabriel Paulista, Uduokhai, Masuaku, Onana, Al-Musrati, Rashica, Fernandes, Rafa Silva, Hekimoglu
Varamenn: Immobile, Joao Mario, Zaynutdinov, Ucan, Topcu, Sanuc, Ndour, Muci, Kilicsoy, Keles, Destanoglu, Bulut



Roma: Svilar, Mancini, Ndicka, Hermoso, Celik, Kone, Cristante, Baldanzi, Angelino, Dybala, Dovbyk
Varamenn: Soule, Shomurodov, Ryan, Paredes, Hummels, El Shaarawy, Aboubacar, Abdulhamid, Marin, Pisilli

Athletic: Agirrezabala, Gorosabel, Vivian, Paredes, Berchiche, Prados Diaz, Galarreta, I. Williams, Gomez, Djalo, Guruzeta
Varamenn: Berenguer, De Marcos, Herrera, N. Williams, Vesga, Serrano, Padilla, Nunez, Lekue, Marton, Jauregizar, Boiro
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner