Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 22:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Vissir um að HK hefði unnið ef Atli hefði ekki látið reka sig út af
Atli Hrafn fékk verðskuldað rautt spjald að mati sérfræðinganna.
Atli Hrafn fékk verðskuldað rautt spjald að mati sérfræðinganna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK náði að jafna í lokin 3-3 gegn KA í Bestu deildinni í kvöld en Kópavogsliðið, sem berst fyrir lífi sínu í deildinni, var 2-1 yfir þegar Atli Hrafn Andrason fékk sitt annað gula spjald í lok fyrri hálfeiks og þar með rautt.

Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport voru sammála um að það hafi ekki verið annað í myndinni fyrir Erlend Eiríksson dómara en að sýna Atla rauða spjaldið.

Lestu um leikinn: KA 3 -  3 HK

„Þetta er klárt gult spjald, svo þegar maður sér hvað hefur gengið á í fyrri hálfleiknum er þetta alveg uppsafnað," segir Atli Viðar Björnsson. Í þættinum var sýnt að Atli Hrafn hefði átt að vera búinn að fá gult áður en hann fékk fyrra gula spjaldið sitt.

„Gula spjaldið sem hann fær er argandi gult og í seinna gula spjaldinu í kjölfarið er umhugsunarvert af hverju hann er að fara niður. Af hverju býður hann upp í þennan dans þegar hann er á gulu? Ég get notað orðið klaufaskapur en niðurstaðan getur aldrei orðið önnur en seinna gula spjaldið."

Atli Hrafn henti sér í tæklingu á gulu spjaldi og leikmaður KA fór niður. Baldur tekur undir að spjöldin hafi verið hárrétt.

„Mergurinn málsins er að þú rennir þér ekki á spjaldi og sérstaklega ekki svona nálægt teignum. Við höfum tekið umræðuna um Atla fyrr í sumar, þetta er svo skrítinn leikmaður. Hann hefur hæfileika og hugarfarið sem HK þarf en hjálpar ekki liðinu þarna. HK hafði átt flottan leik og ég er sannfærður um að þeir hefðu klárað þennan leik með sigri ef hann hefði ekki fengið rautt," segir Baldur og Atli er sammála: „Þetta er agalegt fyrir þá og hann að fá sitt annað rauða spjald í sumar og því á leið í tveggja leikja bann."

HK er tveimur stigum fyrir ofan fallsætin eftir þetta jafntefli í dag.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 23 7 7 9 35 - 41 -6 28
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 23 6 3 14 29 - 59 -30 21
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner
banner