Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 03. apríl 2014 15:24
Magnús Már Einarsson
25% atvinnumanna glíma við geðvandamál
Ingólfur Sigurðsson sagði sögu sína á dögunum.
Ingólfur Sigurðsson sagði sögu sína á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FIFPro, samtök atvinnumanna í knattspyrnu, birtu í dag niðurstöður úr könnun þar sem kemur fram að meira en 25% af leikmönnum glíma við þunglyndi eða kvíðaröskun.

FIFpro gerði könnun á meðal leikmanna varðandi geðvandamál og þar komu þessar niðurstöður í ljós.

Á meðal fyrrum atvinnumanna í fótbolta fer þessi tala upp í 39%.

Í síðasta mánuði stigu tveir íslenskir fótboltamenn fram og sögðu sögu sína af geðvandamálum en það voru þeir Guðlaugur Victor Pálsson hjá NEC Nijmegen og Ingólfur Sigurðsson hjá Þrótti.

Sjá einnig:
Guðlaugur Victor glímir við þunglyndi - Íhugaði að taka eigið líf
Upptaka - Ingólfur Sigurðsson um glímuna við geðsjúkdóm
Athugasemdir
banner
banner
banner