Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 29. apríl 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
„Scholes lét vita af sér á æfingum“
Sam Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United á árum áður.
Sam Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United á árum áður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við æfðum stundum með aðalliðinu.  Vinir mínir spurði mig alltaf á hverjum degi hvort við hefðum æft með aðalliðinu eða ekki en fyrir mig var þetta orðið eðlilegt.
,,Við æfðum stundum með aðalliðinu. Vinir mínir spurði mig alltaf á hverjum degi hvort við hefðum æft með aðalliðinu eða ekki en fyrir mig var þetta orðið eðlilegt."
Mynd: Getty Images
Hewson kemur inn á fyrir Wayne Rooney í æfingaleik.  Síðar var hann í leikmannahópi Manchester United gegn Roma í Meistaradeildinni.
Hewson kemur inn á fyrir Wayne Rooney í æfingaleik. Síðar var hann í leikmannahópi Manchester United gegn Roma í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
,,Ég fékk símtalið um að koma til Íslands og ákvað að semja út tímabilið til að sjá hvernig mér myndi líka.  Ég er ennþá hér svo ég hef verið ánægður.  Ísland er mjög fínt land, fólkið er vingjarnlegt og mér líður eins og heima.  Það er líka stutt að fara í flugi til Englands.“
,,Ég fékk símtalið um að koma til Íslands og ákvað að semja út tímabilið til að sjá hvernig mér myndi líka. Ég er ennþá hér svo ég hef verið ánægður. Ísland er mjög fínt land, fólkið er vingjarnlegt og mér líður eins og heima. Það er líka stutt að fara í flugi til Englands.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,, Margir sögðu að við værum ólíklegri aðilinn fyrir leikinn en við töldum að við ættum fína möguleika.  Við lentum 2-0 undir og héldum að þetta yrði ekki okkar dagur en við komum til baka og unnum.
,, Margir sögðu að við værum ólíklegri aðilinn fyrir leikinn en við töldum að við ættum fína möguleika. Við lentum 2-0 undir og héldum að þetta yrði ekki okkar dagur en við komum til baka og unnum."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Strákarnir stríddu mér smá þegar ég kom.  Ég ætlaði að halda mér í formi úti og hélt ég væri í formi en svo var ekki.
,,Strákarnir stríddu mér smá þegar ég kom. Ég ætlaði að halda mér í formi úti og hélt ég væri í formi en svo var ekki."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nafn: Sam Hewson
Aldur: 25 ára
Staða: Miðjumaður
Twitter: twitter.com/s_hewson15

Í desember árið 2007 var Sam Hewson, miðjumaður FH, í leikmannahópi Manchester United þegar liðið mætti Roma á útivelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hewson var á þessum tíma fyrirliði varaliðs Manchester United en hann var á mála hjá United frá átta ára aldurs og þar til hann varð 21 árs.

,,Ég er frá Bolton og spilaði með hverfisliði þar áður en ég fór átta ára gamall til Manchester United á reynslu í sex vikur. Ég spilaði með yngri flokkum Manchester United og þegar ég var sextán ára gerði ég tveggja ára unglingasamning. Þar á eftir gerði ég síðan atvinnumannasamning við félagið,“ sagði Hewson við Fótbolta.net.

,,Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Bolton. Pabbi minn fór með mig á Bolton leiki en ég fékk líka miða á leiki Manchester United svo ég fór á leiki hjá báðum liðum. Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjohnsen og fleiri Íslenidngar hafa spilað með Bolton. Ég elskaði Guðna sem leikmann og ég vissi eitthvað smá um íslenska boltann áður en ég kom hingað.“

Erfitt að eiga við Scholes
Hewson var í unglingaliði Manchester United með leikmönnum eins og Danny Welbeck og Tom Cleverley en síðar meir spilaði hann með varaliðinu með brasilísku tvíburabræðrunum Rafael og Fabio svo eitthvað sé nefnt. Hewson æfði einnig af og til með stjörnum í aðalliði Manchester United.

,,Við æfðum stundum með aðalliðinu. Vinir mínir spurði mig alltaf á hverjum degi hvort við hefðum æft með aðalliðinu eða ekki en fyrir mig var þetta orðið eðlilegt,“ segir Hewson sem spilaði með varaliðinu á stórum leikvöngum eins og Old Trafford, Anfield og Emirates.

,,Uppöldu strákarnir töluðu mest við okkur yngri strákana. Gary Neville, Paul Scholes, Ryan Giggs og John O‘Shea til dæmis. Þeir höfðu gengið í gengum það sama og við og vissu hvernig okkur leið. Þeir létu samt finna fyrir sér og Paul Scholes tæklaði af krafti á æfingum en ég held að það hafi aðallega verið til að láta vita af sér.“

Hewson segir hafa verið gríðarlega erfitt að eiga við Scholes á æfingum hjá United. ,,Það var svo erfitt að ná boltanum af honum. Þegar þú pressaðir á hann þá kom hann boltanum alltaf frá sér. Hann er líka með gífurlegt sigurhugarfar og er öskrandi á boltann á æfingum.“

Ferguson þekkir alla persónulega
Hápunkturinn á ferli Hewson hjá United var fyrrnefndur leikur gegn Roma í Meistaradeildinni þar sem hann var á bekknum ásamt tveimur öðrum ungum leikmönnum. United hafði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum og því voru nokkrir lykilmenn hvíldir í leiknum.

,,Það var góð reynsla að vera með aðalliðinu og sjá hvernig þeir undirbúa sig fyrir leiki. Alex Ferguson notaði tvær skiptingar og ég var að vona að hann myndi nota þriðja skiptinguna fyrir ungan leikmann en hann gerði það ekki,“ segir Hewson en hann ber Ferguson söguna vel.

,,Ferguson talaði við alla unga leikmenn. Ef þú hittir hann á æfingasvæðinu þá spjallaði hann við þig. Ég held að einn mesti styrkur hans sem knattspyrnustjóri sé að hann þekkti hvern einasta leikmann persónulega.“

Kann vel við sig á Íslandi
Hewson fór frá Manchester United til Hereford og Bury á láni en síðarnefnda liðið vildi síðar semja við hann. Fjárhagsvandræði komu þó í veg fyrir það. Eftir að samningur Hewson við Manchester United rann út sumarið 2010 lék hann um stutt skeið með Altrincham áður en hann gekk í raðir Fram í júlí 2011.

,,Toddi (Þorvaldur Örlygsson) var í sambandi við umboðsmann sem benti á mig. Hann sá myndband af mér í leik og bauð mér að koma hingað á æfingar. Hann vildi síðan semja við mig í kjölfarið.“

,,Ég fékk símtalið um að koma til Íslands og ákvað að semja út tímabilið til að sjá hvernig mér myndi líka. Ég er ennþá hér svo ég hef verið ánægður. Ísland er mjög fínt land, fólkið er vingjarnlegt og mér líður eins og heima. Það er líka stutt að fara í flugi til Englands.“


Hewson kom til Fram á svipuðum tíma og Steven Lennon og þeir hjálpuðu liðinu að bjarga sér frá falli 2011 eftir magnaðan lokasprett. Í fyrra varð Hewson síðan bikarmeistari með Frömurum en liðið lagði Stjörnuna í mögnuðum úrslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

,,Það var frábær reynsla að komast í úrslit og vinna. Margir sögðu að við værum ólíklegri aðilinn fyrir leikinn en við töldum að við ættum fína möguleika. Við lentum 2-0 undir og héldum að þetta yrði ekki okkar dagur en við komum til baka og unnum,“ segir Hewson en Framarar tóku sig saman í andlitinu í hálfleik eftir að hafa verið 2-0 undir.

,,Við vorum svekktir því að við höfðum ekki sýnt okkar rétta andlit og þeir höfðu stjórnað leiknum. Við fórum yfir málin og náðum marki snemma í síðari hálfleik sem gaf okkur trú. Þessi dagur í heild sinni var frábær.“

Kom of þungur í janúar
Eftir síðastliðið tímabil ákvað Hewson að róa á önnur mið og semja við FH-inga.

,,Samningurinn minn var að renna út og ég vissi ekki hver myndi vera þjálfari. Rikki Daða vildi halda mér en síðan gerðist eitthvað hjá honum og stjórninni. FH vildi semja við mig og mér fannst það vera gott skref. Ég átti tvö og hálft ár hjá Fram og vildi nýja áskorun. Ég vil berjast um titilinn og FH hefur gert það undanfarin tímabil.“
Hewson fór í frí til Englands síðastliðið haust áður en hann kom til Íslands í í janúar. Hewson var þungur á sér þegar hann kom til baka og hefur oft verið í betra formi en þá.

,,Það er líklega satt,“ sagði Hewson hlæjandi. ,,Strákarnir stríddu mér smá þegar ég kom. Ég ætlaði að halda mér í formi úti og hélt ég væri í formi en svo var ekki. Ég hef verið á æfingum hjá Silju (Úlfarsdóttur) og hún hefur hjálpað mér mikið. Ég hef æft tvisvar á dag, misst nokkur kíló og ég er kominn í fínt stand í dag,“ sagði Hewson að lokum, klár í baráttuna sem er framundan í Pepsi-deildinni.

Sjá einnig:
Lagðist niður og skallaði boltann inn (Árni Vilhjálms)
„Eins og einhver væri að stinga þig“ (Atli Jó)
„Hann sagði við mig að hann vildi deyja“ (Kristinn Freyr)
Spilaði leik sama dag og faðir hans lést (Eiður Aron)
„Ég og Raggi Bjarna yrðum eitrað dúó" (Arnþór Ari)
„Fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd“ (Hörður Sveins)
Heyrnarlaus og borðar hamborgara fyrir leiki (Orri Hjaltalín)
„Ég var létt geggjaður“ (Ragnar Bragi Sveinsson)
„Út í hött að meiðast í 15-0" (Aron Elís Þrándarson)
Úr utandeildinni í Pepsi-deildina (Haukur Lárusson)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner