Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 03. janúar 2017 21:41
Magnús Már Einarsson
Víkingur samþykkir tilboð Lokeren í Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur samþykkt tilboð frá belgíska félaginu Lokeren í framherjann Gary Martin. Heimir Gunnlaugsson varaformaður knattspyrnudeildar Víkings staðfesti þetta við Fótbolta.net í kvöld.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lokeren, þekkir Gary vel en hann fékk enska framherjann til KR á sínum tíma. Í sumar fékk Rúnar síðan Gary til norska félagsins Lilleström á láni.

Gary lék vel með Lilleström og hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli.

Gary er nú á leið í læknisskoðun hjá Lokeren og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann fara með liðinu í æfingaferð til Spánar. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Íslensku landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spila með Lokeren en liðið er í 10. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni.

Lokeren hefur einungis skorað 20 mörk í 21 leik á tímabilinu og er í leit að framherja til að styrkja sóknarleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner