Búist við tilboði Liverpool í Neves - Ten Hag með þrjár kröfur - AC Milan vill Cash
   fim 16. maí 2024 18:42
Kári Snorrason
Byrjunarlið Grindavíkur og Víkings: Arnar gerir sex breytingar
Arnar mætir aftur á hliðarlínuna
Arnar mætir aftur á hliðarlínuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Ingi byrjar í kvöld
Dagur Ingi byrjar í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tekur á móti Víkingum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingar þarf þó ekki að fara langt en leikurinn er spilaður í Safamýrinni en Víkingar lánuðu Grindavík aðstöðuna vegna aðstæðna í Grindavík. Búið er að tilkynna byrjunarliðin fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

Grindavík gerði 1-1 jafntefli við ÍR í síðustu umferð í Lengjudeildinni, Brynjar Björn gerir þrjár breytingar á sínu liði frá þeim leik.
Þeir Dagur Ingi Hammer, Kristófer Konráðsson og Ion Perelló koma allir í byrjunarliðið í stað Eric Ramos, Hassan Jalloh og Nuno Malheiro sem fór meiddur af velli í síðasta leik.

Víkingar unnu sterkan sigur á FH í síðasta leik þeirra. Arnar Gunnlaugsson mætir aftur á hliðarlínuna en hann var í leikbanni í gegn FH, Arnar hristir vel upp í liðinu og gerir sex breytingar á liði sínu. Þeir Pálmi Rafn, Helgi Guðjóns, Gísli Gottskálk, Karl Friðleifur, Valdimar Þór og Danijel Djuric koma allir inn í byrjunarlið bikarmeistaranna.

Byrjunarliðin í heild sinni má sjá hér að neðan.


Byrjunarlið Grindavík:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
7. Kristófer Konráðsson
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Símon Logi Thasaphong
16. Dennis Nieblas
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Matevz Turkus
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló
77. Kwame Quee

Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner