Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 06. júní 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 6. umferð: Hef ekki tölu á húðflúrunum
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Emil er með nóg af húðflúrum!
Emil er með nóg af húðflúrum!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Það var gott að ná þremur mörkum," sagði Emil Lyng, framherji KA, við Fótbolta.net í dag en hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í gær.

Þegar Emil var kominn með tvö mörk í leiknum fékk hann frábært færi til að skora þriðja mark sitt. Emil ákvað hins vegar að gefa á Steinþór Frey Þorsteinsson sem skaut í stöngina.

„Ég hefði getað skotið sjálfur en ég hefði gert það og skorað þá hefði ég ekki fengið að taka vítaspyrnuna í lokin. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) tekur vítin vanalega en þökk sé honum þá náði ég þrennunni," sagði Emil en hann skoraði þriðja mark sitt úr vítaspyrnu í lokin.

Emil kom til KA í vor en fleiri íslensk félög höfðu sýnt honum áhuga í veutr.

„Ég var búinn að vera í sambandi við nokkur íslensk félög í janúar. Meðal annars tvö félög í Reykjavík. Ég var að bíða eftir tilboði frá Suður-Evrópu en sumir umboðsmenn tala mikið en standa ekki við loforð sín."

„Í mars var ég félagslaus og þá vildi ég spila fótbolta. KA spurði hvort ég vildi skrifa undir hjá þeim og viku síðar var ég mættur í æfingaferð með þeim. Ég vil bara spila fótbolta og núna spila ég næstum alla leiki. Ég sinni mínu starfi með því að skora. Ég er búinn að skora fimm og skora vonandi fleiri á tímabilinu."


Árið 2014 lenti Emil í slæmum veikindum en þau hafa þó ekki áhrif á hann í dag.

„Ég greindist með veikindi í maganum eftir sumarfrí sem fór í. Þetta var frekar alvarlegt og ég var frá keppni í 3-4 mánuði. Ég fékk lyf og þetta hefur ekki verið vandamál síðan 2014. Meðan ég held mér í formi og spila fótbolta er þetta ekkert vandamál."

Emil er með húðflúr út um allan líkamann en hann byrjaði á því að fá sér húðflúr þegar hann lék með Lille.

„Þá kynntist ég góðum húðflúrara og ér finnst flott að hafa þetta á líkamanum. Ég hef ekki tölu á þeim. Ég er með húðflúr á öllum handleggnum og það gæti talist sem 60 húðflúr samtals. Ég er að fara að bæta meira við núna á Akureyri," sagði Emil léttur að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner