Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 16. maí 2017 15:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 3. umferð: Týpa eins og Davíð Þór
Aleksandar Trninic (KA)
Trninic er hrikalega öflugur.
Trninic er hrikalega öflugur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Serbinn Aleksandar Trninic hefur farið gríðarlega vel af stað í Pepsi-deildinni eins og lið hans KA. Trninic er mikilvægur á miðju KA en í 2-0 sigrinum gegn Fjölni í 3. umferð færðist hann svo yfir í miðvörðinn.

Trninic var besti maður vallarins og er leikmaður umferðarinnar í deildinni. Við fengum Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að fræða okkur frekar um þennan þrítuga leikmann.

„Hann kemur með ákveðinn styrkleika. Varnarlega er hann mjög sterkur og hann er mikill atvinnumaður sem hefur starfað við þetta allt sitt líf. Hann kemur með þetta „dirty" hugarfar sem við vorum að leita að og er flottur leikmaður með góða reynslu," segir Sævar.

„Þetta er týpa eins og Davíð Þór Viðarsson, maður sem gerir allt sem þarf til að vinna. Það er hugarfar sem þú vilt hafa í liðinu þínu. Að vera með hann og Guðmann (Þórisson) upp hrygginn er hrikalega sterkt. Alvöru gæjar sem gefa sig 100% í öll verkefni."

„Þetta eru týpur sem þú elskar að spila með en þú hatar að spila á móti þeim. Þeir eru hundleiðinlegir á æfingum líka."

Trninic hjálpaði KA að komast upp úr Inkasso-deildinni í fyrra en þá sagði hann við Fótbolta.net að sér hefði gengið vel að aðlagast lífinu á Akureyri.

„Fyrir mig hefur þetta verið fullkomið. Þetta er mjög rólegt og frábært fyrir mig og mína fjölskyldu eftir að hafa verið í Belgrad þar sem allt er svo stórt. Við höfum allt til alls hérna," sagði Trninic í viðtalinu.

KA hefur farið vel af stað í Pepsi-deildinni og er með 7 stig að loknum þremur umferðum. Liðið mætir Stjörnunni í næsta leik sem verður á sunnudagskvöld í Garðabænum.

Sjá einnig:
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner