Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 29. maí 2017 14:50
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 5. umferð: Hef horft 48 sinnum á markið
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Þrumufleygur Arnars syngur í netinu í Vestmannaeyjum.
Þrumufleygur Arnars syngur í netinu í Vestmannaeyjum.
Mynd: Raggi Óla
Arnar með knöttinn.
Arnar með knöttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, skoraði sturlað mark þegar Skagamenn tóku sín fyrstu stig með því að vinna 4-1 útisigur gegn ÍBV í 5. umferð Pepsi-deildarinnar.

Smelltu hér til að sjá markið sturlaða

Arnar er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net og Domino's og fékk þá spurningu fyrst hversu oft hann hefði horft á glæsimark sitt.

„Ég hef horft á markið svona 48 sinnum, ég ætla ekki að ljúga neinu um það. Þetta var geggjað, það var kominn tími á „klínu" frá mér aftur enda langt síðan síðast," segir Arnar.

ÍA átti erfiða byrjun á mótinu en Arnar segir að það sé mikill léttir á mannskapnum að vera komnir á blað.

„Maður er alltaf léttari eftir sigurleiki, sérstaklega eftir fjóra tapleiki í röð. Það léttist mikið á liðinu og öllum í kringum liðið, bæjarfélaginu í heild sinni. Maður finnur það þegar maður fer niður í bæ."

Skaginn tók mikla rispu í fyrra þegar liðið komst á beinu brautina og segir Arnar að það væri draumur að ná því líka núna, þó menn verði að vera raunsæir.

„Mótið hefur verið virkilega skemmtilegt og svo virðist sem allir geti unnið alla. Það er allt mögulegt. Við stimpluðum okkur inn með þessum sigri. Það er mikilvægt að við náum að þétta vörnina og höldum áfram að skora," segir Arnar.

Næsti leikur ÍA er annað kvöld á Skaganum þegar Inkasso-lið Gróttu kemur í heimsókn í 16-liða úrslitum bikarsins. Er það ekki skyldusigur?

„Á pappírnum er það skyldusigur enda 1. deildarlið gegn Pepsi-deildarliði. En þetta verður erfiður leikur. Það sást gegn Fram í síðustu umferð bikarsins að þetta verður erfitt. Við förum í þann leik af fullri alvöru,"

Sjá einnig:
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner