Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. apríl 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
KR ætlar að semja við Tansaníumanninn
Adolf Bitegeko.
Adolf Bitegeko.
Mynd: KR
KR ætlar að reyna að fá miðjumanninn Adolf Bitegeko í sínar raðir en þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Adolf er 19 ára gamall unglingalandsliðsmaður frá Tansaníu en hann var með KR í æfingabúðum á Spáni í síðustu viku.

Unnið er að því að fá atvinnuleyfi fyrir Adolf og hann gæti gengið í raðir KR á næstu vikum.

„Hann er ennþá gjaldengur í 2. flokk og er efnilegur framtíðarleikmaður. Við hrifumst af honum í þessari æfingaferð og viljum fá hann til okkar," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag.

„Hann er ennþá gjaldgengur í 2. flokk og fær þá alltaf leiki. Það er jákvætt fyrir stráka sem er í 2. flokk að fá leiki ef þeir spila ekki alltaf með meistaraflokki"

„Það gefur honum meiri tíma til að aðlagast íslenskum fótbolta og íslenskum aðstæðum. Þetta er allt öðruvísi menning og allt annað hitabelti. Þessir strákar sem eru að koma frá Afríku þurfa yfirleitt 1-2 ár til að aðlagast. Maður þekkir það bara frá Noregi og víðar."


KR hefur leik í Pepsi-deildinni föstudagskvöldið 27. apríl þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Vals.

Komnir:
Albert Watson frá Kanada
Björgvin Stefánsson frá Haukum
Kristinn Jónsson frá Breiðabliki
Pablo Punyed frá ÍBV

Farnir:
Garðar Jóhannsson hættur
Guðmundur Andri Tryggvason í Start
Michael Præst
Óliver Dagur Thorlacius til Gróttu á láni
Robert Sandnes
Stefán Logi Magnússon í Selfoss
Tobias Thomsen í Val
Athugasemdir
banner
banner
banner