Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 06. nóvember 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo Punyed: Besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pablo Punyed gekk í dag í raðir KR. Pablo, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið.

„Mér finnst ég geta lært mikið af Rúnari og Bjarna, þeir hafa mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Rúnar hefur þjálfað í Noregi og Belgíu og ég vil vinna með besta þjálfaranum í deildinni," sagði Pablo í viðtali við Fótbolta.net.

Hann ræddi ekki einungis við KR.

„Nokkur félög höfðu samband við mig um helgina, en þetta var besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína," segir hann, en það var líka áhugi erlendis frá á Pablo. „Það voru lið í neðri deildum í Kanada og á Spáni, en þetta var besta skrefið."

Pablo ritaði í gær kveðju til ÍBV en hann hefur leikið í Eyjum undanfarin tvö ár. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveðja Vestmannaeyjar.

„Það er alltaf erfitt að kveðja lið sem þú hefur verið í, en eins og ég segi er þetta gott skref fyrir mig og fjölskyldu mína að koma til Reykjavíkur" segir Pablo.

Pablo er bjartsýnn fyrir næsta sumar.

„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn."

Pablo er í landsliði El Salvador sem er ekki á leið á HM í Rússlandi. Pablo er því stuðningsmaður Íslands næsta sumar.

„Næsta sumar er HM sumar og við því segi ég bara áfram Ísland! Ég er stuðningsmaður Íslands næsta sumar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner