Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 06. nóvember 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo Punyed: Besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pablo Punyed gekk í dag í raðir KR. Pablo, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið.

„Mér finnst ég geta lært mikið af Rúnari og Bjarna, þeir hafa mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Rúnar hefur þjálfað í Noregi og Belgíu og ég vil vinna með besta þjálfaranum í deildinni," sagði Pablo í viðtali við Fótbolta.net.

Hann ræddi ekki einungis við KR.

„Nokkur félög höfðu samband við mig um helgina, en þetta var besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína," segir hann, en það var líka áhugi erlendis frá á Pablo. „Það voru lið í neðri deildum í Kanada og á Spáni, en þetta var besta skrefið."

Pablo ritaði í gær kveðju til ÍBV en hann hefur leikið í Eyjum undanfarin tvö ár. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveðja Vestmannaeyjar.

„Það er alltaf erfitt að kveðja lið sem þú hefur verið í, en eins og ég segi er þetta gott skref fyrir mig og fjölskyldu mína að koma til Reykjavíkur" segir Pablo.

Pablo er bjartsýnn fyrir næsta sumar.

„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn."

Pablo er í landsliði El Salvador sem er ekki á leið á HM í Rússlandi. Pablo er því stuðningsmaður Íslands næsta sumar.

„Næsta sumar er HM sumar og við því segi ég bara áfram Ísland! Ég er stuðningsmaður Íslands næsta sumar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner