Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 06. nóvember 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo Punyed: Besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pablo Punyed gekk í dag í raðir KR. Pablo, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið.

„Mér finnst ég geta lært mikið af Rúnari og Bjarna, þeir hafa mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Rúnar hefur þjálfað í Noregi og Belgíu og ég vil vinna með besta þjálfaranum í deildinni," sagði Pablo í viðtali við Fótbolta.net.

Hann ræddi ekki einungis við KR.

„Nokkur félög höfðu samband við mig um helgina, en þetta var besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína," segir hann, en það var líka áhugi erlendis frá á Pablo. „Það voru lið í neðri deildum í Kanada og á Spáni, en þetta var besta skrefið."

Pablo ritaði í gær kveðju til ÍBV en hann hefur leikið í Eyjum undanfarin tvö ár. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveðja Vestmannaeyjar.

„Það er alltaf erfitt að kveðja lið sem þú hefur verið í, en eins og ég segi er þetta gott skref fyrir mig og fjölskyldu mína að koma til Reykjavíkur" segir Pablo.

Pablo er bjartsýnn fyrir næsta sumar.

„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn."

Pablo er í landsliði El Salvador sem er ekki á leið á HM í Rússlandi. Pablo er því stuðningsmaður Íslands næsta sumar.

„Næsta sumar er HM sumar og við því segi ég bara áfram Ísland! Ég er stuðningsmaður Íslands næsta sumar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner