„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
Pablo Punyed gekk í dag í raðir KR. Pablo, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið.
„Mér finnst ég geta lært mikið af Rúnari og Bjarna, þeir hafa mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Rúnar hefur þjálfað í Noregi og Belgíu og ég vil vinna með besta þjálfaranum í deildinni," sagði Pablo í viðtali við Fótbolta.net.
Hann ræddi ekki einungis við KR.
„Nokkur félög höfðu samband við mig um helgina, en þetta var besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína," segir hann, en það var líka áhugi erlendis frá á Pablo. „Það voru lið í neðri deildum í Kanada og á Spáni, en þetta var besta skrefið."
„Mér finnst ég geta lært mikið af Rúnari og Bjarna, þeir hafa mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Rúnar hefur þjálfað í Noregi og Belgíu og ég vil vinna með besta þjálfaranum í deildinni," sagði Pablo í viðtali við Fótbolta.net.
Hann ræddi ekki einungis við KR.
„Nokkur félög höfðu samband við mig um helgina, en þetta var besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína," segir hann, en það var líka áhugi erlendis frá á Pablo. „Það voru lið í neðri deildum í Kanada og á Spáni, en þetta var besta skrefið."
Pablo ritaði í gær kveðju til ÍBV en hann hefur leikið í Eyjum undanfarin tvö ár. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveðja Vestmannaeyjar.
„Það er alltaf erfitt að kveðja lið sem þú hefur verið í, en eins og ég segi er þetta gott skref fyrir mig og fjölskyldu mína að koma til Reykjavíkur" segir Pablo.
Pablo er bjartsýnn fyrir næsta sumar.
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn."
Pablo er í landsliði El Salvador sem er ekki á leið á HM í Rússlandi. Pablo er því stuðningsmaður Íslands næsta sumar.
„Næsta sumar er HM sumar og við því segi ég bara áfram Ísland! Ég er stuðningsmaður Íslands næsta sumar."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir