Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   mán 06. nóvember 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo Punyed: Besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pablo Punyed gekk í dag í raðir KR. Pablo, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið.

„Mér finnst ég geta lært mikið af Rúnari og Bjarna, þeir hafa mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Rúnar hefur þjálfað í Noregi og Belgíu og ég vil vinna með besta þjálfaranum í deildinni," sagði Pablo í viðtali við Fótbolta.net.

Hann ræddi ekki einungis við KR.

„Nokkur félög höfðu samband við mig um helgina, en þetta var besta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína," segir hann, en það var líka áhugi erlendis frá á Pablo. „Það voru lið í neðri deildum í Kanada og á Spáni, en þetta var besta skrefið."

Pablo ritaði í gær kveðju til ÍBV en hann hefur leikið í Eyjum undanfarin tvö ár. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveðja Vestmannaeyjar.

„Það er alltaf erfitt að kveðja lið sem þú hefur verið í, en eins og ég segi er þetta gott skref fyrir mig og fjölskyldu mína að koma til Reykjavíkur" segir Pablo.

Pablo er bjartsýnn fyrir næsta sumar.

„Við erum með lið sem getur barist um titilinn. Það er mjög erfitt að spila í Pepsi-deildinni og við verðum að nota næstu sex, sjö mánuðina mjög vel til að berjast um titilinn."

Pablo er í landsliði El Salvador sem er ekki á leið á HM í Rússlandi. Pablo er því stuðningsmaður Íslands næsta sumar.

„Næsta sumar er HM sumar og við því segi ég bara áfram Ísland! Ég er stuðningsmaður Íslands næsta sumar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner