Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 17. október 2017 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Præst: Það er líka líf eftir fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Michael Præst er líklega á heimleið til Danmerkur eftir nokkurra ára dvöl á Íslandi.

Præst kom til Íslands fyrir tímabilið 2013 þegar hann gekk í raðir Stjörnunnar. Hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 áður en hann gekk í raðir KR fyrir sumarið 2016.

Í sumar lék hinn 31 árs gamli Præst einungis fjóra leiki í Pepsi-deildinni en meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá honum.

Hann fær ekki nýjan samning hjá KR.

„Ég hef verið mikið meiddur á þessu tímabili og það er kominn nýr þjálfari. Félagið hefur ekki fengið það sem það borgaði fyrir þar sem ég hef verið mikið meiddur. " sagði Præst í samtali við Bold.dk. „Þetta kemur ekki á óvart."

Præst segist opinn fyrir öllum hugmyndum, en hann býst við því að fara aftur heim til Danmerkur.

„Ég verð að ræða við fjölskyldu mína um næsta skref. Allt er að fara að breytast núna."

„Ég útiloka það ekki að spila í 2. deild eða spila fótbolta í hlutastarfi. Ég er kominn á þann aldur þar sem ég þarf að fara að líta á heildarmyndina. Það er líka líf eftir fótboltann."

„Núna er ég á leið heim í frí og síðan sjáum við hvað gerist."

Sjá einnig:
Præst og Sandnes fara frá KR - Tobias og Bjerregaard mögulega áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner