Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 19. október 2017 15:26
Elvar Geir Magnússon
Bjöggi Stefáns: Rúnar þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Björgvin Stefánsson í búningi KR.
Björgvin Stefánsson í búningi KR.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður KR ásamt Kristni Jónssyni. Björgvin er þekktur markaskorari úr Inkasso-deildinni þar sem hann hefur raðað inn mörkum fyrir Hauka.

„Hún smellpassar!" sagði Björgvin eftir að hann var kominn í KR treyjuna.

„Þetta er stór klúbbur með mikla sögu. Þetta er einn stærsti klúbbur landsins ef ekki sá stærsti. Það er sigurhefð hér og ég vil taka þátt í henni."

„Þegar Rúnar (Kristinsson) hringdi varð ég strax mjög spenntur. Ég held að það hafi tekið hann einn fund til að sannfæra mig um að þetta væri rétti klúbburinn."

Björgvin spilaði í efstu deild með Val og Þrótti á síðasta tímabili en skoraði ekki mikið.

„Ég á algjörlega eftir að sanna mig í þessari deild. Ég hef trú á mér og tel mig geta spilað í henni, nú er komið að mér að sýna að ég get skorað í þessari deild."

Viðtalið við Björgvin er í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar talar hann meðal annars um eftirhermukeppni sem hann fór í við Hjörvar Hafliðason í útvarpsþætti á FM 957.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner
banner