Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. maí 2018 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Töframaðurinn Hodgson - Gerðist síðast 1899-00
Hodgson er búinn að gera geggjaða hluti með Crystal Palace.
Hodgson er búinn að gera geggjaða hluti með Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson er einn af stjórum ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Hann varð að algjöru djóki í Englandi eftir EM 2016 þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitunum gegn litla Íslandi. Crystal Palace ákvað að taka sénsinn á honum og það borgaði sig.

Hann tók við Palace í glataðari stöðu um miðjan september eftir að Frank de Boer hafði stýrt Palace í fyrstu fjórum leikjunum. Undir stjórn De Boer hafði Palace tapað fyrstu fjórum leikjum sínum án þess að skora eitt einasta mark.

Hodgson tók við liðinu og hann er búinn að ná sér eftir hrakfarirnar með Englandi. Undir hans stjórn er Palace komið upp í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig.

Þetta er geggjaður árangur, sérstaklega í ljósi þess að liðið tapaði líka fyrstu þremur leikjunum sínum hjá Hodgson. Tölfræðisnillingarnir á OptaJoe hafa tekið það saman að Palace er fyrsta liðið sem tapar fyrstu sjö leikjunum sínum og heldur sér í efstu deild Englands á sama tímabili, frá því að Liverpool gerði það 1899-1900.

Palace náði að tryggja sér endanlega sæti í deildinni í dag með því að fella Stoke í leiðinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner