Tíunda umferðin í Inkasso-deildinni hefst í kvöld. Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður Fjölnis, fær það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.
Þór 2 -1 Þróttur (18:00 í kvöld)
Þórsararnir taka þetta í þorpinu 2-1. Þórsarar hafa verið illviðráðanlegir eftir að Jónas Björgvin komst í stand. Hann setur eitt ásamt Montejo. Viktor Jóns pannar einn inn að hætti gamla skólans.
Haukar 1 -1 Leiknir R. (18:30 á morgun)
Þessi leikur fer 1-1. Sanngjarnt jafntefli í skemmtilegum leik. Haukar verða yfir 1-0 lungann af leiknum en heraginn í þeirra varnaleik á eftir að bregðast í hornspyrnu á 88. mínútu þegar skrokkurinn Bjarki Aðalsteins rífur sig upp á þriðju hæðina og stangar boltann í netið.
ÍA 3 - 1 Selfoss (19:15 á morgun)
ÍA tapar ekki tveimur leikjum í röð og Selfoss hefur verið í smá brasi.
ÍR 0 - 2 HK (19:15 á morgun)
Sannfærandi sigur hjá HK-ingum. Ég sé ekki fyrir mér hverjir geti stoppað HK lestina. Hún er komin í gang með Bjarna Gunn og Gumma Júl í fararbroddi. Vona að Gummi Júl fari í viðtal eftir þennan leik, hann talar íslensku.
Njarðvík 1 - 2 Víkingur Ó. (19:15 á morgun)
Ejub er galdramaður. Víkingur Ó. kemst í 2-0 með marki frá Kwame Quee og Inga Kort. Helgi Þór klóarar í bakkann fyrir heimamenn.
Fram 2 - 0 Magni (16:0ö á morgun)
Fram búnir að tapa tveimur í röð og ætla svara fyrir það í þessum leik. Þeir vinna sannfærandi sigur á baráttuglöðum Magnamönnum. Gummi Magg setur eitt úr víti.
Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinssn (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir