Málfríður Erna Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, í Pepsi-deild kvenna spáir í níundu umferð Inkasso-deildar karla sem hefst í kvöld með einum leik. HK spilar við Fram í Kórnum.
Hinir leikir umferðarinnar eru á föstudag og laugardag.
Hinir leikir umferðarinnar eru á föstudag og laugardag.
HK 3 - 0 Fram (klukkan 19:15 í kvöld)
Brynjar Björn og Viktor Bjarki eru að gera góða hluti með Kópsvogsliðið. Þeir munu spila agaðan varnarleik og nýta sín færi vel á hinum enda vallarins. Guðmundur Júlíusson mun allavega skora eitt eftir horn.
Víkingur Ó. 0 - 0 ÍA (klukkan 19:15 á föstudag)
Baráttan um Vesturlandið endar með markalausu jafntefli í hörkuleik. Víkingar sækja meira en Skagamenn verjast vel og ná góðu stigi á erfiðum útivelli.
ÍR 0 - 2 Haukar (klukkan 19:15 á föstudag)
Kristján Ómar líklega búinn að vinna vel í varnarleiknum eftir skellinn gegn Þrótti í síðasta leik og Haukarnir halda hreinu í Breiðholtinu. Indriði Áki og Gunni Gunni setja sitt hvort markið.
Þróttur R. 3 - 2 Leiknir R. (klukkan 19:15 á föstudag)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar! Gulli Jóns er búinn að koma Viktori Jóns og Daða Bergs í gang og munu þeir skora sitthvort markið. Leiknismenn munu hins vegar komast tvisvar yfir í leiknum.
Selfoss 1 - 1 Þór (klukkan 16:00 á laugardag)
Þórsarar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum bikarsins og munu komast yfir í þessum leik. Þreytan eftir framlenginguna í bikarleiknum mun koma í ljós í lokin og Selfyssingar jafna.
Magni 0 - 2 Njarðvík (klukkan 16:00 á laugardag)
Þrátt fyrir að hafa skemmtilegasta aðstaðarþjálfara landsins í Andrési Vilhjálmssyni gengur ekkert hjá Magnamönnum. Þeir munu tapa enn einum leiknum og Drési gengur til liðs við Mið-Ísland eftir leik.
Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinssn (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir