mið 08. ágúst 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif spáir í 15. umferðina í Inkasso-deildinni
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni vinnur Selfoss í kvöld að mati Örnu. Bjarni Aðalsteinsson skorar sigurmarkið.
Magni vinnur Selfoss í kvöld að mati Örnu. Bjarni Aðalsteinsson skorar sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fimmtánda umferð Inkasso-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Umferðinni lýkur svo á morgun.

Hilmar Árni Halldórsson, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, var með fjóra rétta, þar á meðal þrjá hárrétta, þegar hann spáði fyrir síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Íslandsmeistara Þórs/KA, spáir í 15. umferðina. Arna og liðsfélagar hennar í Þór/KA eru staddar á Norður-Írlandi þar sem þær taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þór/KA vann Linfield í gær.

Hérna að neðan er spá Örnu.

Magni 1 - 0 Selfoss (klukkan 18:00 í kvöld)
Algjör sex stiga leikur! Bæði lið þurfa á þessum stigum að halda og leikurinn verður jafn og spennandi en því miður fyrir Selfoss fara þeir í fýluferð til Grenó. Besti leikmaður Magna í sumar, Bjarni Aðalsteinsson, settur winnerinn í seinni hálfleik.

Víkingur Ó. 2 - 0 Haukar (klukkan 19:15 í kvöld)
Það er ekkert grín að fara til Ólafsvíkur og ætla taka eitthvað frá Ejub. Hann fer með stigin þrjú á koddann í kvöld eftir 2-0 sigur.

Fram 1 - 2 Þór (klukkan 18:00 á morgun)
Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu uppá síðkastið og það verður engin breyting á því á morgun. Spánverjarnir í Þór klára þetta fyrir þá í 1-2 sigri. Hlynur Atli skorar eitt af dýrari gerðinni fyrir Fram.

ÍR 2 - 2 Leiknir R. (klukkan 19:15 á morgun)
Alvöru slagur í Breiðholtinu. ÍR-ingar eiga harma að hefna eftir síðustu viðureign þessara liða. Það verður mikill hiti í þessum leik og liðin skipta stigunum á milli sín í 2-2 jafntefli.

HK 3 - 0 Þróttur R. (klukkan 19:15 á morgun)
Þokkalega þægilegt hjá HK en þeir eru efstir og ætla eflaust að halda því þannig. Leikurinn endar 3-0.

Njarðvík 0 - 1 ÍA (klukkan 19:15 á morgun)
Toppbaráttan er gríðarlega spennandi og ÍA mega ekki við því að tapa stigum. Njarðvíkingar munu samt selja sig dýrt á heimavelli en ÍA tekur þetta 0-1 í hörkuleik.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner