Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 12. maí 2007 15:55
Magnús Már Einarsson
Landsbankadeildin: FH sigraði ÍA í fjörugum opnunarleik
Arnar skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Arnar skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 3-2 í opnunarleik Landsbankadeildarinnar á Akranesi í dag þar sem Skagamenn voru manni færri í rúman klukkutíma.

Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir úr vítaspyrnu á 20.mínútu og skoraði hann þar með fyrsta mark Landsbankadeilarinnar. Skömmu síðar fékk Árni Thor Guðmundsson varnarmaður ÍA rauða spjaldið og Skagamenn því manni færri.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson skoraði gegn sínum gömlu félögum og kom FH í 2-0 en Bjarni Guðjónsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyrir leikhlé.

Matthías Guðmundsson kom FH í 3-1 með skallamarki en Þórður Guðjónsson minnkaði aftur muninn með fallegu skoti í slána og inn á 58.mínútu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og lokatölur 3-2 fyrir FH-ingum í fjörugum leik.

ÍA 2 - 3 FH
0-1 Tryggvi Guðmundsson (Víti) (20)
0-2 Arnar Bergmann Gunnlaugsson (30)
1-2 Bjarni Guðjónsson (Víti) (44)
1-3 Matthías Guðmundsson (51)
2-3 Þórður Guðjónsson (58)
Rautt spjald: Árni Thor Guðmundsson (ÍA) (24)


Að sjálfsögðu mun nánari umfjöllun um leikinn ásamt myndum og viðtölum koma inn á síðuna síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner