Meistaradeildin í beinni
Fylgst með öllum leikjum
Það er dregið í 16-liða úrslitin á mánudag og verður drátturinn að sjálfsögðu í beinni lýsingu hjá okkur. En við segjum þetta gott í kvöld. Takk fyrir að fylgjast með, enda þetta á hamingjuóskum til Gulla Gull, Gumma Óla, Sigga Helga, Magga Ingva og annarra stuðningsmanna City!
"Mér fannst frammistaða liðsins ótrúleg. Það var mikilvægt fyrir mig að ná marki. Það hefur tekið tíma að ná mínu besta standi eftir aðgerð en nú er ég búinn að ná því. Yaya Toure og Sergio Aguero voru ekki með og því var mikilvægt að sýna liðsheild og við náðum því. Joe Hart átti líka frábæra vörslu í 1-0."
Unnu riðil sinn: Atletico Madrid, Real Madrid, Monaco, Dortmund, Bayern München, Barcelona, Chelsea, Porto.
Tóku annað sætið: Juventus, Basel, Bayer Leverkusen, Arsenal, Man City, PSG, Schalke, Shaktar Donetsk.
1-0 Mikel San Jose ('47)
2-0 Markel Susaeta ('88)
Bilbao í Evrópudeildina. (Staðfest)
1-0 Thomas Muller (víti '18)
2-0 Sebastian Rode ('84)
3-0 Mario Götze ('90)
Bæjarar áfram á flugi.
0-1 Taras Stepanenko ('50)
1-1 Vincent Aboubakar ('87)
Jafntefli í toppslag H-riðils. Porto búið að vinna riðilinn og Shaktar tekur annað sætið.
Stoðsending: Samir Nasri
2-0 Sebastian Rode ('84)
Frábærar fréttir fyrir City. Nú er alveg ljóst að Roma þarf að skora tvívegis á lokamínútunum! 1-1 mun duga City til að fara áfram!
Aðeins Juventus, eins og alltaf, táknar ítalska fótbolta í Evrópu! #ÁFRAMJUVENTUS #RomaManchesterCity #fotboltinet
— Mattia Giodice (@GiodiceMatty_) December 10, 2014
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('15)
1-1 Lionel Messi ('19)
2-1 Neymar (' 42)
3-1 Luis Suarez (' 77)
Erfitt að sjá PSG koma til baka eftir þetta mark Suarez! Barcelona að tryggja sér toppsætið.
Þessi tuðra vill bara ekki inn...
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) December 10, 2014
1-0 Lasse Schöne (víti '45)
2-0 Lasse Schöne ('50)
3-0 Davy Klaassen ('53)
4-0 Arkadiusz Milik ('74)
Ajax í Evrópudeildina (Staðfest)
Kostas Manolas með hörkuskalla í stöng... rétt á eftir náði Demicheles að bjarga á línu! Ótrúlegt að Roma hafi ekki jafnað þarna!
Held ég hafi aldrei séð jafn margar slakar sendingar hjá Iniesta í einum leik!
— Garðar Gunnar (@gardargunnar) December 10, 2014
Þýska liðið er loks komið yfir gegn Maribor og fer þar með uppfyrir Sporting Lissabon í annað sæti G-riðils!
Maribor 0 - 1 Schalke
0-1 Max Meyer ('62)
Þetta mark frá Nasri breytir öllu! 1-1 jafntefli til dæmis dugir City ef Bayern vinnur CSKA og þar er staðan 1-0! Roma þarf tvö mörk eins og staðan er!
Skoraði eftir aukaspyrnu Cesc Fabregas.
1-0 Cesc Fabregas (víti '8)
2-0 Andre Schurrle ('16)
2-1 Jonathan Cristian Silva ('50)
3-1 John Obi Mikel ('56)
Minni enn á það að Schalke þarf að vinna Maribor til að taka 2. sætið af Sporting. Staðan markalaus í leik Maribor og Schalke enn!
1-0 Lasse Schöne (víti '45)
2-0 Lasse Schöne ('50)
3-0 Davy Klaassen ('53)
Ajax verður vonandi í þessu stuði í Evrópudeildinni.
0-1 Taras Stepanenko ('50)
Mörkin hrannast inn núna. Shaktar komið yfir gegn Porto í leik sem engu skiptir. Bæði lið eru komin áfram.
1-0 Cesc Fabregas (víti '8)
2-0 Andre Schurrle ('16)
2-1 Jonathan Cristian Silva ('50)
Sporting minnkar muninn. Liðið er enn í öðru sætinu þar sem það er 0-0 hjá Schalke gegn Maribor.
1-0 Lasse Schöne (víti '45)
2-0 Lasse Schöne ('50)
Kolbeinn Sigþórsson verður í Evrópudeildinni eftir áramót.
1-0 Mikel San Jose ('47)
Spænska liðið að tryggja sér Evrópudeildarsæti í H-riðlinum. Þar var orðið ljóst fyrir kvöldið að Porto tekur fyrsta sætið og Shaktar Donetsk annað.
Chelsea 2 - 0 Sporting
Maribor 0 - 0 Schalke
Staðan eins og hún er núna:
Chelsea 14 stig
Sporting 7 stig
Schalke 6 stig
Maribor 4 stig
Ajax 1 - 0 APOEL
Barcelona 2 - 1 PSG
Barcelona og PSG bæði komin áfram en kljást um toppsætið. Þar er Barcelona að hafa betur en PSG tekur sætið með jafntefli.
E-riðill:
Bayern 1 - 0 CSKA Moskva
Roma 0 - 0 Man City
City kemst áfram ef það vinnur Roma. Marka-jafntefli gegn Roma dugar City einnig svo lengi sem Bayern vinnur CSKA.
Roma kemst örugglega áfram með sigri. Markalaust jafntefli dugar Roma ef CSKA tapar gegn Bayern. Jafntefli dugar Roma ef CSKA gerir jafntefli vegna innbyrðis viðureigna.
1-0 Lasse Schöne (víti '45)
Ajax í góðri stöðu. Dugir jafntefli til að tryggja sér Evrópudeildarsætið í F-riðli.
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('15)
1-1 Lionel Messi ('19)
2-1 Neymar (' 42)
Börsungar búnir að snúa taflinu við! Þá eru þeir komnir í toppsætið í F-riðli en PSG niður í annað sætið.
WTF: Gerard Pique arrives at the Nou Camp tonight dressed as a knight. pic.twitter.com/LG8D3ZVw62
— BBC Sporf (@BBCSporf) December 10, 2014
Við vitum svarið við því. 75 eftir jöfnunarmarkið áðan. Þess má geta að Luis Suarez lagði það upp.
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('15)
1-1 Lionel Messi ('19)
Messi jafnaði fyrir Börsunga gegn PSG. PSG þó enn í efsta sætinu, dugir jafntefli. Mikið eftir.
Roma verið nær því að skora þó pressa liðsins hafi minnkað eftir öflugar upphafsmínútur. Gervinho átti stórhættulegt skot hér rétt áðan sem Joe Hart varði meistaralega.
1-0 Thomas Muller (víti '18)
Fréttir úr hinum leiknum í E-riðli. Þetta gerir hlutina ekki minna athyglisverða. Þar sem staðan er 0-0 í leik Roma og City er Roma áfram sem stendur!
1-0 Cesc Fabregas (víti '8)
2-0 Andre Schurrle ('16)
Engin pressa á leikmönnum Chelsea og þeir eru í stuði á Brúnni.
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('15)
Heldur betur tíðindi af Nývangi! PSG komið yfir og gleymum því ekki að franska liðinu nægir jafntefli til að tryggja sér efsta sætið. Bæði lið örugg áfram þó.
Plenty of quality waiting in the wings for @FCBayern including @XabiAlonso who could make appearance No100 in #UCL pic.twitter.com/XSfN7dtsFf
— Champions League (@ChampionsLeague) December 10, 2014
1-0 Cesc Fabregas (víti '8)
Chelsea komið yfir gegn Sporting. Portúgalska liðið þó enn í öðru sætinu þar sem markalaust er í leik Maribor og Schalke. Þýska liðið í baráttu um að komast áfram. Eins og margoft hefur komið fram er Chelsea búið að vinna G-riðilinn.
Holebas var skyndilega kominn í gegn og átti bara eftir að koma knettinum framhjá Joe Hart! Enski landsliðsmarkvörðurinn náði að verja. Orrahríð að marki City á upphafsmínútunum!
#roma fans pic.twitter.com/zTIYhPdFzL
— Henry Winter (@henrywinter) December 10, 2014
Mangala og Demchelis saman í miðverðinum... Getur ekki endað vel. #fotboltinet
— Bjarki Kristjánsson (@bjarkikr) December 10, 2014
Þegar Manchester City tók á móti Roma í september enduðu leikar 1-1. Totti skoraði mark Roma. Dómari í kvöld er Serbinn Milorad Mazic.
Hvernig fer Roma - Man City? Komdu með þína spá með kassamerkinu #fotboltinet http://t.co/7CcYlj7C5l
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) December 10, 2014
Hvorki Silva né Kompany í byrjunarliði Manchester City sem mætir Roma í úrslitaleik. Silva á bekknum. Þá er Aguero meiddur eins og við höfðum greint frá og Yaya Toure í banni.
Hart, Zabaleta, Demichelis, Mangala, Clichy, Fernandinho, Fernando, Navas, Nasri, Milner, Dzeko.
Bayern München er ekkert að leika sér þó liðið sé löngu búið að tryggja sér sigur í sínum riðli. Liðið mætir CSKA Moskvu. CSKA kemst áfram ef það vinnur Bayern og Roma vinnur ekki Man City. Ef CSKA og City vinna bæði kemst CSKA áfram á betri innbyrðis úrslitum.
Neuer; Rafinha, Boateng, Dante, Bernat; Schweinsteiger, Rode, Ribéry, Götze, Müller; Lewandowski.
Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og spilar ekki með Ajax gegn APOEL frá Nikósíu. Ajax spilar úrslitaleik um Evrópudeildarsætið við Kýpverjana og dugir jafntefli.
Chelsea er búið að vinna sinn riðil og leikur upp á stoltið gegn Sporting á Stamford Bridge. Diego Costa byrjar eins og Jose Mourinho opinberaði á fréttamannafundi í gær en John Terry, Eden Hazard og Willian eru allir hvíldir.
Cech; Azpilicueta, Zouma, Cahill, Filipe Luis; Mikel, Matic; Schurrle, Fabregas, Salah; Diego Costa.
Afar áhugavert að Seydou Keita er í byrjunarliði Roma meðan Daniele De Rossi, prinsinn hjá Roma, vermir varamannabekkinn. Kóngurinn Francesco Totti er þó að sjálfsögðu í byrjunarliðinu.
De Sanctis; Maicon, Manolas, Yanga-M'Biwa, Holebas; Pjanic, Keita, Nainggolan; Gervinho, Totti, Ljajic.
Var við einhverju öðru að búast?
Ter Stegen; Pedro, Piqué, Battra, Mathieu; Busquets, Mascherano, Iniesta; Messi, Suárez, Neymar.
Barcelona og PSG að leika úrslitaleik um efsta sætið í sínum riðli. PSG dugir jafntefli en franska liðið hefur opinberað byrjunarlið sitt. Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3.
Sirigu; Van der Wiel, David Luiz, Thiago Silva, Maxwell; Thiago Motta, Verratti, Matuidi; Lucas, Ibrahimovic, Cavani.
Sögusagnir sem segja að Roma sé tilbúið að selja hollenska landsliðsmanninn Kevin Strootman til Manchester United í janúarglugganum ef ítalska liðið kemst ekki áfram í Meistaradeildinni. Heldur Louis van Gaal með City í kvöld?
Af hverju ekki? Af hverju ætti City ekki að komast áfram? Aguero ekki! #fotboltinet #CL365
— Skúli Jónsson (@skulijons) December 10, 2014
Það er góð flækja í E-riðlinum og þar sem aðalleikur okkar er í þeim riðli förum við sérstaklega yfir stöðuna þar.
E-riðill:
Bayern München - CSKA Moskva
Roma - Manchester City
Svakalegur leikur framundan á Ítalíu. City kemst áfram ef það vinnur Roma svo lengi sem CSKA vinnur ekki Bæjara. Marka-jafntefli gegn Roma dugar City einnig svo lengi sem Bayern vinnur CSKA.
Roma kemst örugglega áfram með sigri. Markalaust jafntefli dugar Roma ef CSKA tapar gegn Bayern. Jafntefli dugar Roma ef CSKA gerir jafntefli vegna innbyrðis viðureigna.
CSKA Moskva kemst áfram með sigri gegn Bayern (sem er búið að vinna riðilinn) og Roma vinnur ekki City. Ef CSKA og City vinna bæði kemst CSKA áfram á betri innbyrðis úrslitum.
Staðan í riðlinum:
Bayern München 12 stig
Man City 5 stig
Roma 5 stig
CSKA Moskva 5 stig
F-riðill:
Ajax - APOEL
Barcelona - Paris Saint Germain
Barcelona og PSG eru komin áfram en berjast um toppsætið. Jafntefli dugar PSG til að ná því.
G-riðill:
Chelsea - Sporting
Maribor - Schalke 04
Chelsea er búið að vinna riðilinn. Sporting er með tveggja stiga forystu á Schalke fyrir lokaumferðina og þarf stig gegn Chelsea til að komast áfram þar sem það er með betri úrslit í innbyrðis viðureignum gegn Schalke. Þýska liðið þarf því sigur og treysta á tap Sporting.
H-riðill:
Athletic Bilbao - BATE Borisov
FC Porto - Shakhtar Donetsk
Lítil spenna hér svo við munum ekki fylgjast grannt með gangi mála. Porto er búið að vinna riðilinn og Shaktar hefur tryggt sér annað sætið.