Í kvöld lýkur riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þá kemur í ljós hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er búinn að spá í leikina í lokaumferðinni fyrir Fótbolta.net.
Hér að neðan má sjá spá Kristjáns og stöðuna í riðlunum fyrir leiki kvöldsins. Athugið að innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn að stigum.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er búinn að spá í leikina í lokaumferðinni fyrir Fótbolta.net.
Hér að neðan má sjá spá Kristjáns og stöðuna í riðlunum fyrir leiki kvöldsins. Athugið að innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn að stigum.
E-riðill:
1. FC Bayern 12 stig
2. Roma 5 stig
3. CSKA Moskva 5 stig
4. Manchester City 5 stig
FC Bayern 2 - 0 CSKA
Það verða leyfðar frjálsar skiptingar hjá Bayern í þessum leik en samt sem áður verður það lið sem Bayern stillir upp alltof sterkt fyrir CSKA.
Roma 2 - 1 Manchester City
Alvöru úrslitaleikur um að komast áfram í 16 liða úrslit. Of mikið um meiðsli í herbúðum City þar sem Aguero verður sárt saknað og Rómverjar vinna óvæntan sigur.
F-riðill:
1. PSG 13 stig
2. Barcelona 12 stig
3. Ajax 2 stig
4. Apoel 1 stig
Ajax 3 - 1 Apoel
Liðin gerðu jafntefli í leiknum á Kýpur sem eru úrslit sem duga Ajax í að halda 3. sætinu í riðlinum en heimavöllurinn ætti að tryggja Ajax sigur í þessum leik og sæti í Euro League eftir áramót.
Barcelona 2 - 2 PSG
Hér verður á ferðinni stórskemmtilegur leikur. Barca þurfa að sigra til að ná efsta sæti riðilsins gegn liði PSG sem hefur ekki tapað leik í vetur! Mörk og taumlaus skemmtun og PSG nær stiginu sem tryggir þeim efsta sætið.
G-riðill:
1. Chelsea 11 stig
2. Sporting 7 stig
3. Schalke 5 stig
4. Maribor 3 stig
Chelsea 1 - 1 Sporting
Chelsea öruggir með efsta sætið og munu hvíla leikmenn fyrir Jólavertíðina í úrvalsdeildinni en Sporting dugar jafntefli til að ná öðru sætinu og þeim mun takast að jafna leikinn undir lokin.
Maribor 1 - 2 Schalke
Þetta verður mjög jafn og spennandi leikur. Sterk vörn Maribor á heimavelli gegn hættulegum framherjum Schalke. Maribor með sigri ná 3. sætinu og inn í Euro League. Schalke með sigri eiga möguleika á öðru sætinu og þar með 16 liða úrslitunum, spenna!
H-riðill:
1. Porto 13 stig
2. Shakhtar Donetsk 8 stig
3. Athletic Bilbao 4 stig
4. BATE 3 stig
Athletic Bilbao 2 - 0 BATE
Bilbao liðið er að vakna til lífsins eftir dapra byrjun en það mun þó einungis duga í þriðja sætið og Euro League teiti eftir áramót. Það er algerlega fáránlegt að BATE eigi ennþá möguleika á Euro League eftir að vera búið að fá á sig 22 mörk hingað til í riðlinum. Það munu tvö mörk bætast í safnið í Bilbao.
Porto 2 - 0 Shakhtar Donetsk
Bæði liðin komin áfram í 16 liða úrslitin og Porto með sterkt lið í ár. Það vantar of sterka leikmenn í lið Shaktar í þessum leik og Porto vinnur sigur í þessum vináttuleik.
Athugasemdir