Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mið 10. desember 2014 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: City sló Roma út - Barca sannfærandi
Samir Nasri braut ísinn með þrumufleyg.
Samir Nasri braut ísinn með þrumufleyg.
Mynd: Getty Images
Suarez skoraði og lagði upp gegn PSG.
Suarez skoraði og lagði upp gegn PSG.
Mynd: Getty Images
Öllum leikjum riðlakeppni Meistaradeildarinnar er lokið í ár og ljóst er að AS Roma og Sporting CP komast ekki áfram eftir úrslit kvöldsins.

Manchester City kemst í 16-liða úrslitin eftir góðan sigur á Ólympíuleikvanginum í Róm en FC Bayern endar í fyrsta sæti riðilsins eftir öruggan sigur á CSKA frá Moskvu.

Góður árangur hjá City að ná að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni eftir afar erfiða byrjun í keppninni. Þá var liðið án lykilmanna í leiknum í kvöld.

Barcelona náði þá toppsæti F-riðils með góðum sigri á PSG eftir að hafa lent undir snemma leiks á heimavelli.

Chelsea gerði út um vonir Sporting CP og sigraði portúgalska félagið örugglega og Schalke tryggði sig áfram í 16-liða úrslit með naumum sigri á Maribor.

Ajax vann öruggan sigur og leikur Kolbeinn Sigþórsson í Evrópudeildinni eftir áramót. Athletic Bilbao fer einnig í Evrópudeildina.

E-riðill:
AS Roma 0 - 2 Manchester City
0-1 Samir Nasri ('60)
0-2 Pablo Zabaleta ('86)

FC Bayern 3 - 0 CSKA Moskva
1-0 Thomas Müller ('18, víti)
2-0 Sebastian Rode ('84)
3-0 Mario Götze ('90)

F-riðill:
Barcelona 3 - 1 PSG
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('15)
1-1 Lionel Messi ('19)
2-1 Neymar ('41)
3-1 Luis Suarez ('77)

Ajax 4 - 0 APOEL
1-0 Lars Schöne ('45, víti)
2-0 Lars Schöne ('50)
3-0 Davy Klaassen ('53)
4-0 Arkadiusz Milik ('74)

G-riðill:
Chelsea 3 - 1 Sporting CP
1-0 Cesc Fabregas ('8, víti)
2-0 Andre Schürrle ('16)
2-1 Jonatan Silva ('50)
3-1 Jon Obi Mikel ('56)

Maribor 0 - 1 Schalke
0-1 Max Meyer ('62)

H-riðill:
Porto 1 - 1 Shakhtar Donetsk
0-1 Taras Stepanenko ('51)
1-1 Vincent Aboubakar ('88)

Athletic Bilbao 2 - 0 BATE
1-0 Mikel San Jose ('47)
2-0 Markel Susaeta ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner