94. mín
Sigur gegn Kasakstan á sunnudag og Ísland fer á EM!!!
Leik lokið!
JÁÁÁÁÁ!!!! ÍSLAND VINNUR Á AMSTERDAM ARENA! ÞAÐ ER BAULAÐ!!! ÞAÐ ER BAULAÐ!!!!
93. mín
25 sek eftir... við erum með boltann!
92. mín
Sneijder með skot beint í fangið á Hannesi.
92. mín
Tyrkland 1-1 Lettland - Valerijs Sabala jafnar í uppbótartíma! Fögnum því.
91. mín
Hollendingar að sækja og leikurinn dottinn í viðbótartíma... þremur mínútum bætt við.
90. mín
Eiður Smári hjálpar til í vörninni... vel gert. Úff... rosalega eru þessar lokamínútur lengi að líða.
89. mín
Hollendingar fullmikið með boltann núna fyrir minn smekk...
89. mín
Þess má geta að Eiður Smári tók við fyrirliðabandinu þegar Aron fór af velli.
88. mín
VEL GERT HANNES! Klaassen með skot en Hannes ver og heldur boltanum vel. Er að eiga flottan leik.
86. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron Einar fyrirliði Íslands biður um skiptingu... er meiddur. var tæpur fyrir leikinn. Ólafur Ingi var ekki valinn í upphaflega hópinn en var kallaður inn vegna meiðsla Emils Hallfreðssonar.
85. mín
Tékkland 2-1 Kasakstan - Milan Skoda á 86. mínútu, annað markið hans. Þetta var óþarfi Skoda!
82. mín
Hannes grípur hornið! Virtist vera nálægt því að missa boltann en sem betur fer gerðist það ekki!
82. mín
Sneijder nær ansi góðu skoti. Hannes ver í horn...
81. mín
Inn:Quincy Promes (Holland)
Út:Georginio Wijnaldum (Holland)
80. mín
Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
80. mín
Svakalega flott færi sem Holland fékk! Memphis renndi boltanum á Wijnaldum en við fögnum því að skot hans var lélegt. Hannes öruggur.
78. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Ég held að Alfreð sé að fara að skora á eftir... lásuð það fyrst hér!
78. mín
Tyrkland 1-0 Lettland - Selcuk Inan ('77)
76. mín
Jói Berg með skot... hittir ekki rammann. Alfreð Finnbogason að gera sig kláran í að koma inn.
76. mín
Magnús Már Einarsson, leikmaður Hugins, situr við hlið mér. Hann mun færa okkur einkunnagjöf íslenska liðsins eftir leikinn. Er að punkta niður eins og vindurinn...
74. mín
Tékkland 1-1 Kasastan - Milan Skoda jafnar á 74. mínútu. Staðan enn 0-0 í Tyrkland - Lettland.
72. mín
Eiður Smári með skot við vítateigsendann... hitti boltann illa. Yfir!
71. mín
JÓI BERG MEÐ HÖRKUSKOT! Cillesen slær frá... sóknin heldur áfram... GYLFI MEÐ HÖRKUSKOT! Cillesen slær í horn!!!
70. mín
ÞARNA VAR ÉG MEÐ HJARTAÐ Í BUXUNUM! Stórhættuleg sókn Hollendinga, endaði með því að Klaassen skaut yfir!
66. mín
Frammistaða íslensku stuðningsmannana í stúkunni rosaleg. Heyrist miklu meira í þeim en heimamönnum.
64. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kóngurinn er mættur!
63. mín
Skot fyrir utan teig. Beint í fang Hannesar. Þvílík yfirvegun og öryggi hjá Hannesi.
59. mín
Gult spjald: Kári Árnason (Ísland)
Dómarinn notaði hagnaðarregluna og spjaldaði Kára svo eftirá... Holland fær horn... skallað frá.
58. mín
Ísland er að stjórna þessum leik núna. Algjörlega!
55. mín
STANGARSKOT!!!!! - Jói Berg fékk sendingu frá Birki Bjarna og lét vaða í stöngina! Hversu ljúft það hefði verið að sjá þennan bolta inni!
54. mín
Holland með skot... ekki á rammann. Maður er í geðshræringu hérna!
51. mín
Mark úr víti!Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
JÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!! JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!! JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!! Cillessen var í boltanum en inn fór hann! Cillesen ekki mikill vítabani eins og frægt er! Ég trúi þessu ekki!
50. mín
Gult spjald: Gregory van der Wiel (Holland)
50. mín
VÍTI ÍSLAND ER AÐ FÁ VÍTI!!! Van der Wiel of seinn í tæklingu, braut á Birki Bjarnasyni. Gylfi fer á punktinn.
47. mín
Ari Freyr með eitt bjartsýnisskot fyrir utan teig. Hitti boltann illa og hann sigldi töluvert langt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Ísland byrjaði með boltann í seinni hálfleik.
45. mín
Allskonar uppákomur kringum leikinn hjá hollenska knattspyrnusambandinu. Voru að enda við að velja stuðningsmann leiksins. Hann vinnur fyndinn hatt og fríar pulsur á vellinum í tvö ár.
45. mín
Hálfleikur
HÁLFLEIKUR GÓÐIR HÁLSAR! 0-0 en rosalegur fyrri hálfleikur. Jón Daði fékk dauðafæri, Holland fékk fín færi, Robben fór meiddur af velli, Bruno frændi þinn var rekinn af velli... SEINNI HÁLFLEIKURINN VERÐUR ROSALEGUR! SYNGIÐI MEÐ!
44. mín
Sneijder með óvænta skottilraun af löngu færi en Hannes viðbúinn öllu í markinu! Stutt í hálfleik.
42. mín
Aron Einar með eina tæklingu í teignum. Einhverjir áhorfendur heimta víti en hann fór allan tímann í boltann. Augljóst mál.
40. mín
Inn:Jeffrey Bruma (Holland)
Út:Klaas-Jan Huntelaar (Holland)
Hollenskir áhorfendur baula. Varnarsinnuð skipting eftir rauða spjaldið og fólkið í stúkunni er ekki að "fíla" þetta.
39. mín
Í kjölfar fyrstu hornspyrnu Íslands í leiknum átti Kolli bakfallspyrnu sem skapaði rosalegan usla í teignum en á síðustu stundu náði Holland að hreinsa frá!
37. mín
Holland með skot úr aukaspyrnu. Hannes ver.
36. mín
Fögnum ekki of mikið... munum eftir Zagreb.
33. mín
Gult spjald: Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kolli fékk gult fyrir sinn þátt í þessu.
33. mín
Rautt spjald: Bruno Martins Indi (Holland)
RAUTT SPJALD Á HOLLAND!!! Bruno virðist vita upp á sig skömmina þegar hann gengur af velli. Var í baráttu við Kolbein Sigþórsson og báðir lágu eftir, Bruno sló til Kolbeins! Hvað var hann að spá maðurinn!?
31. mín
Inn:Luciano Narsingh (Holland)
Út:Arjen Robben (Holland)
Ekki meira af Robben í kvöld.
29. mín
Rosa færi!!! Huntelaar var við markteiginn og reyndi að reka stóru tá í boltann eftir fyrirgjöf Memphis. Kom smá við boltann en hann sigldi afturfyrir.
28. mín
Robben farinn af velli meiddur! Hann getur ekki tekið frekari þátt sýnist mér! Fór inn í klefa... nárinn.
23. mín
Huntelaar keyrði Birki Bjarnason niður á miðjum vellinum. Íslenskir íþróttafréttamenn kalla eftir spjaldi en fá vilja sínum ekki framgengt. Serbneski dómarinn hefur ekki heyrt í okkur.
22. mín
Tékkland 0-1 Kasakstan - Yuri Logvinenko ('21) - Mjög áhugavert það!
21. mín
Tékkland - Kasakstan og Tyrkland - Lettland í gangi á sama tíma í okkar riðli. Við fylgjumst með tíðindum úr þeim leikjum. Enn 0-0 á báðum völlum.
20. mín
Hollendingar að finna betri takt í sóknarleik sínum og eru að setja pressu á okkar menn.
18. mín
VÁÁ! Robben með aukaspyrnuna hárfínt framhjá. Hjúkk.
18. mín
Aron Einar dæmdur brotlegur og Holland fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað á vítateigsboganum. Úffff... Robben féll fyrir utan teigs. Dýfa?
17. mín
Þriðja horn Hollendinga... Gylfi hreinsaði frá.
15. mín
Holland með horn, spyrna meðfram jörðinni frá Robben á Sneijder sem kom á siglingunni en missti jafnvægið og skot hans talsvert framhjá.
12. mín
Fín sókn Íslands án þess þó að menn næðu að koma sér í skotfæri, endar með því að Cillesen klófestir fyrirgjöf Gylfa.
10. mín
Arjen Robben með skot fyrir utan teig, auðvelt fyrir Hannes sem greip boltann af öryggi.
8. mín
ÚFFFF!!! Þarna munaði litlu! Ég hélt að boltinn væri á leið inn! Ari Freyr með frábæra fyrirgjöf frá vinstri á Jóa Berg sem var á fjærstönginni og átti skot sem sleikti hina stöngina og fór naumlega framhjá. Jón Daði hefði getað sett knöttinn inn en hitti ekki boltann! Svakalegt færi!
6. mín
Ofboðsleg læti á vellinum þegar Hollendingar nálgast okkar vítateig. Appelsínugulu stuðningsmennirnir láta heldur betur í sér heyra.
5. mín
Holland með horn, Ragnar Sigurðsson skallaði frá.
4. mín
Þá eru það Hollendingar sem áttu fyrirgjöf frá vinstri, Kári Árnason hreinsaði frá.
3. mín
Jói Berg með fyrirgjöf inn í teiginn... Hollendingar skalla boltann frá.
1. mín
Leikur hafinn
Það voru Hollendingar sem byrjuðu með boltann.
Fyrir leik
Það heyrðist mjög vel úr hólfi íslensku stuðningsmannana þegar Þjóðsöngurinn var spilaður! Vel gert! Það ætlaði svo allt að springa þegar hollenski þjóðsöngurinn var spilaður. Þetta er að bresta á......
Fyrir leik
Þjóðsöngvar... ætla að syngja. Heyrumst eftir smá...
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, áhorfendur með mósaíkmynd og í einu horninu hefur verið kveikt á blysum. Þetta er allt svo rosalega stórt og mikið... síðasti fótboltaleikur sem ég fór á var Fram - BÍ/Bolungarvík í Grafarholtinu.
Fyrir leik
Rosaleg lúðrasveit að labba yfir völlinn. Lukkudýr Hollands hoppar í takt við tónlistina og hópur af börnum bera þjóðfánana. Öll umgjörð upp á 10!
Fyrir leik
Svo minnum við á snappið okkar að sjálfsögðu! Fotboltinet er í höndum Tólfunnar í kvöld! Sannkallað þrumustuð!
Fyrir leik
Hollendingar kunna alveg að skemmta sér á fótboltaleikjum. Rosaleg læti á vellinum nú þegar stundarfjórðungur er til leiks!
Fyrir leik
Liðin hita upp við takfasta tónlist. Kyssumyndavélin á leikvanginum að slá í gegn. Hver kossinn á fætur öðrum að líta dagsins ljós. Þarf nauðsynlega að fá svona á Laugardalsvöll!
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur Hollendinga undir stjórn Danny Blind sem tók við af Guus Hiddink á dögunum.
Ekkert pláss er fyrir Robin van Persie í byrjunarliðinu en Klaas Jan Huntelaar leiðir línuna.
Bruno Martins Indi heldur sæti sínu í vörninni en hinn 18 ára gamli Jairo Riedwald fær ekki tækifærið eins og einhverjar sögusagnir höfðu verið um.
Frá því í 2-0 tapi Hollendinga gegn Íslandi í fyrra detta þeir Robin van Persie, Jermain lens, Ibrahim Affelay og Nigel de Jong úr liðinu. Georginio Wijnaldum, Klaas Jan Huntelaar, Memphis Depay og Davy Klaassen koma inn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt fyrir leikinn gegn Hollendingum klukkan 18:45 og þar kemur ekkert á óvart. Nákvæmlega liðið sem ég talaði um áðan.
Verið með okkur í gegnum þennan leik með kassamerkinu #fotboltinet á Twitter!
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands gegn Hollandi í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Hann fékk tíu í einkunn fyrir sína frammistöðu í þeim leik.
Skoðaðu einkunnagjöfina hér.
Fyrir leik
Ari Freyr Skúlason er eini leikmaður Íslands sem er á hættusvæði, hann verður í leikbanni gegn Kasakstan á sunnudag ef hann fær hann gult spjald í leiknum í kvöld.
Fyrir leik
Danny Blind, þjálfari HollandsÍsland er sterkur andstæðingur. Þeir eru með vel skipulagt og agað lið sem spilar með hjartanu. Við verðum að sýna þolinmæði. Það er alveg hægt að skora í lok leikja þó ég myndi auðvitað helst vilja fá mark fyrr. Við þurfum að ná upp góðum hraða gegn Íslandi. Þeirra leikmenn spila með góðum félögum í Evrópu þó fáir spili með toppklúbbum.
Fyrir leik
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður ÍslandsAllir sem spila fótbolta og eru með metnað í að sýna hvað þeir geta, þeir eru svekktir þegar þeir spila ekki. Ég held að það sé enginn knattspyrnumaður í heiminum sem vill vera utan vallar.
Fyrir leik
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands:Þetta er allt annar leikur en leikurinn á Laugardalsvelli, þeir eru sterkir á heimavelli og við þurfum að læra á leikjunum gegn Króatíu og Tékklandi. Við erum alltaf í þessu til að læra.
Fyrir leik
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Íslands:Við horfum alltaf á það jákvæða og höfum svo bilaða trú á sjálfum okkur, eitt stig eða þrjú stig væri frábær úrslit. Þetta er bara frábært, að fá hátt í 3000 manns á útileik er æðislegt.
Fyrir leik
Amsterdam Arena glæsilegur völlur. Það verður pottþétt rosalegt stuð í stúkunni enda hafa íslenskir áhorfendur verið að hita upp í fjölmarga klukkutíma fyrir þennan leik! Milli 3 og 4 þúsund manns frá Íslandi á vellinum í kvöld. Dómarinn er mikils metinn innan UEFA, Serbinn Milorad Mazic sem dæmdi á HM í fyrra.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir!
Elvar Geir heilsar frá Amsterdam Arena þar sem Holland og Ísland eigast við klukkan 18:45 að íslenskum tíma, 20:45 að staðartíma.
Byrjunarlið Íslands ku vera nákvæmlega eins og við spáðum í
frétt okkar í gær.
Hannes
Birkir M - Kári - Raggi - Ari
Jói - Gylfi - Aron - Birkir B.
Kolbeinn - Jón Daði
Ein breyting frá síðasta leik, gegn Tékklandi. Emil Hallfreðsson er meiddur og færist Jói Berg á kantinn og Jón Daði Böðvarsson kemur inn í framlínuna.