Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mið 02. september 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Eiður Smári: Blendnar tilfinningar
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá sér eftir 2-1 sigurinn á Tékkum í júní. Ísland skellti sér í toppsæti riðilsins í undankeppni EM með sigrinum en Eiður kom hins vegar ekki við sögu og var ónotaður varamaður.

„Það voru blendnar tilfinningar. Það er ekki hægt að vera svekktur þegar við vinnum Tékka á Íslandi," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

„Allir sem spila fótbolta og eru með metnað í að sýna hvað þeir geta, þeir eru svekktir þegar þeir spila ekki. Ég held að það sé enginn knattspyrnumaður í heiminum sem vill vera utan vallar. Þetta var auðvitað frábær stund fyrir okkur og maður verður að sætta sig við það að vera ekki notaður í þessum leik. Ég þarf að sjá til þess að ég verði notaður í næsta leik og að það sé erfitt að horfa framhjá manni."

„Leikurinn gegn Tékkum var á þannig tímapunkti að það var mánuður síðan ég hafði spilað á meðan aðrir voru nýbúnir að klára tímabilið. Þetta fer líka eftir því hvernig leikurinn þróast, varðandi taktík og annað. Maður þarf að taka því eins og maður en auðvitað er það svekkjandi þegar maður er ekki inni á vellinum."


Eiður samdi í sumar við Shijiazhuang Ever Bright í Kína og hann segist koma í góðu standi til leiks gegn Hollendingum á morgun.

„Ég er í fínasta standi. Aðalatriðið er að vera meiðslalaus. Við erum búnir að vera í góðri rútínu undanfarna tvö mánuði. Ég kem inn í deildina í Kína á miðju tímabili og ég þurfti nokkrar vikur til að aðlagast og komast í fínt stand. Ég hef verið mjög sáttur við undanfarnar vikur og það var mikilvægt að spila 90 mínútur í síðasta leik hjá okkur."

Smelltu hér til að sjá ítarlegt viðtal við Eið Smára
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner