Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   mið 02. september 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Jón Daði: Höfum bilaða trú á sjálfum okkur
Icelandair
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var ógeðslega gaman, gæsahúð, adrenalín og allur pakkinn," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net í dag þegar hann minntist leiksins gegn Hollandi fyrir ári síðan þegar Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.

„Það er tilhlökkun að mæta þeim aftur, ég er búinn að gleyma þessum leik á móti Hollandi fyrst og nú er maður hér. Við þurfum að standa okkur á morgun."

„Við horfum alltaf á það jákvæða og höfum svo bilaða trú á sjálfum okkur, stig eða þrjú stig væri frábær úrslit."


Emil Hallfreðsson verður ekki með Íslandi á morgun vegna meiðsla svo einhver kemur inn í liðið frá síðasta leik. Býst Jón Daði við að byrja?

„Ég veit það ekki, það eru allir að spyrja mig að þessu. Það kemur í ljós í kvöld eða á morgun. Það vilja allir byrja með landsliðinu."

Það hefur verið loftbrú frá Íslandi til Amsterdam síðustu daga og búist við 3000 Íslendingum á leikinn.

„Við hefðum ekki séð þetta fyrir fyrir nokkrum árum síðan. Þetta segir sitt um uppgang mála í landsliðinu og í þjóðfélaginu á Íslandi. Þetta er bara frábært, að fá hátt í 3000 manns á útileik er æðislegt."

Jón Daði spilar með Viking í Noregi og hefur verið að standa sig vel þar en fer svo til Kaiserslautern í Þýskalandi á miðju tímabili.

„Ég er í mjög góðu standi, liðinu gengur mjög vel og allt í einu eru mörkin farin að detta inn hjá mér. Ég var ekki að skora mikið og fékk gagnrýni fyrir það. Allt í einu er boltinn inni í netinu hjá mér núna og það er bara gaman. Það er eins og með alla framherja, þú þarft að sjá boltann í netinu tila ð halda sjálfstraustinu uppi og vera stabíll."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner