„Það var ógeðslega gaman, gæsahúð, adrenalín og allur pakkinn," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net í dag þegar hann minntist leiksins gegn Hollandi fyrir ári síðan þegar Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.
„Það er tilhlökkun að mæta þeim aftur, ég er búinn að gleyma þessum leik á móti Hollandi fyrst og nú er maður hér. Við þurfum að standa okkur á morgun."
„Við horfum alltaf á það jákvæða og höfum svo bilaða trú á sjálfum okkur, stig eða þrjú stig væri frábær úrslit."
Emil Hallfreðsson verður ekki með Íslandi á morgun vegna meiðsla svo einhver kemur inn í liðið frá síðasta leik. Býst Jón Daði við að byrja?
„Ég veit það ekki, það eru allir að spyrja mig að þessu. Það kemur í ljós í kvöld eða á morgun. Það vilja allir byrja með landsliðinu."
Það hefur verið loftbrú frá Íslandi til Amsterdam síðustu daga og búist við 3000 Íslendingum á leikinn.
„Við hefðum ekki séð þetta fyrir fyrir nokkrum árum síðan. Þetta segir sitt um uppgang mála í landsliðinu og í þjóðfélaginu á Íslandi. Þetta er bara frábært, að fá hátt í 3000 manns á útileik er æðislegt."
Jón Daði spilar með Viking í Noregi og hefur verið að standa sig vel þar en fer svo til Kaiserslautern í Þýskalandi á miðju tímabili.
„Ég er í mjög góðu standi, liðinu gengur mjög vel og allt í einu eru mörkin farin að detta inn hjá mér. Ég var ekki að skora mikið og fékk gagnrýni fyrir það. Allt í einu er boltinn inni í netinu hjá mér núna og það er bara gaman. Það er eins og með alla framherja, þú þarft að sjá boltann í netinu tila ð halda sjálfstraustinu uppi og vera stabíll."
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir