Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 02. september 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Jón Daði: Höfum bilaða trú á sjálfum okkur
Icelandair
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var ógeðslega gaman, gæsahúð, adrenalín og allur pakkinn," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net í dag þegar hann minntist leiksins gegn Hollandi fyrir ári síðan þegar Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.

„Það er tilhlökkun að mæta þeim aftur, ég er búinn að gleyma þessum leik á móti Hollandi fyrst og nú er maður hér. Við þurfum að standa okkur á morgun."

„Við horfum alltaf á það jákvæða og höfum svo bilaða trú á sjálfum okkur, stig eða þrjú stig væri frábær úrslit."


Emil Hallfreðsson verður ekki með Íslandi á morgun vegna meiðsla svo einhver kemur inn í liðið frá síðasta leik. Býst Jón Daði við að byrja?

„Ég veit það ekki, það eru allir að spyrja mig að þessu. Það kemur í ljós í kvöld eða á morgun. Það vilja allir byrja með landsliðinu."

Það hefur verið loftbrú frá Íslandi til Amsterdam síðustu daga og búist við 3000 Íslendingum á leikinn.

„Við hefðum ekki séð þetta fyrir fyrir nokkrum árum síðan. Þetta segir sitt um uppgang mála í landsliðinu og í þjóðfélaginu á Íslandi. Þetta er bara frábært, að fá hátt í 3000 manns á útileik er æðislegt."

Jón Daði spilar með Viking í Noregi og hefur verið að standa sig vel þar en fer svo til Kaiserslautern í Þýskalandi á miðju tímabili.

„Ég er í mjög góðu standi, liðinu gengur mjög vel og allt í einu eru mörkin farin að detta inn hjá mér. Ég var ekki að skora mikið og fékk gagnrýni fyrir það. Allt í einu er boltinn inni í netinu hjá mér núna og það er bara gaman. Það er eins og með alla framherja, þú þarft að sjá boltann í netinu tila ð halda sjálfstraustinu uppi og vera stabíll."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner